Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Qupperneq 40

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Qupperneq 40
OENDANLEIKI I Fyrir mér eru í aðalatriðum aðeins tvær aðferðir til sköpunar rýmis, þ.e. rými sem byggir á massa, þ.e. umhverfisrými, og rými sem byggir á afmörkun með fjarveru massa, þ.e. umhverf rými. Við hönnun Vínbúðar í Mjódd og Vínbúðar við Lækjargötu, Hafnarfirði, hef ég staðið sjálfan mig að því að endurskapa og þróa þær rýmistilraunir, sem ég hóf 1986 við hönnun Skartgripaverslunar Péturs Tryggva gullsmiðs við Skóla- vörðustíg. Þessar tilraunir voru í aðaldráttum tilhlaup til að leysa hluti undan kröftum þyngdaraflsins þ.e. að fá hluti til að virka þyngdarlausa, og að skapa rými, sem byggist á afmörkun þrátt fyrir fjarveru massa. Með öðrum orðum að gefahreinu rými forgangsrétt yfir hlutgervingum (object). Þetta þýðir þó ekki að ég vilji útiloka form og hlutgervinga í þeim verkum, sem ég reyni að skapa. Þvert á móti eru form og hlutgervingar mikilvægir þættir, en eingöngu til þess að skilgreina visst rými. Það segir sig því sjálft, að slíkir hlutgervingar í rýminu verka oft við fyrstu sýn fjarrænir hvað frágang og áferð snertir, en þeim er einfaldlega ætlað að hverfa út í rýmið. Fjarvera massa í tilteknu rými auðveldar okkur að nema vissan óendanleika í annars afmörkuðu rými. Vínbúð í Mjódd. Vínbúð í Mjódd hefur nokkra sérstöðu meðal 38 LOKUÐU RÝMI útsölustaða ATVR, en þessi verslun er hugsuð sem sérverslun með léttvín. Versluninni er einnig ætlað að þjóna viðskiptavinum með sérþarfir innan léttvínsgeirans. Sérpöntuð vín og árgangsvín verða þar á boðstólnum svo og viðhlítandi upplýsingar og fræðsla um þá vöru. Verslunarrými og skrifstofu er komið fyrir innan ramma sem er um 7 m x 25 m. I kjallara eru lager og starfsmannarými. Rýmið er afmarkað af íhvolfu lofti, löngum veggflötum, jaðarlýsingu og súlum. Bogadregna loftið er hluti úr stórri hvelfingu. í gegnum það skerast burðarbitar úr hrárri steinsteypu og gæða loftið þar með vissu þyngdarleysi. Jaðarlýsingunni er ætlað það hlutverk að leysa upp línulega afmörkun rýmisins og þannig stuðla að vissum óendanleika. Vínhirslum er komið fyrir meðfram lengsta vegg rýmisins, undir bogadregnu loftinu. Inn í þetta rými skerst síðan skrifstofukjarninn sem þrengir að og spennir upp þetta langrými, áður en komið er að litlum setkrók við enda rýmisins, afmörkuðum af þremur súlum úr hrárri steinsteypu. Rýmisskipanin miðar að þvi að undirstrika lengd húsnæðisins og styrkja rýmisskynjun sem skírskotar til viss óendanleika, í annars lokuðu rými. »» ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.