Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Síða 48

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Síða 48
í þessu húsi sem var áfast við Hótel Hótel Island á homi Austurstrætis og Aðalstrætis voru helstu krár bæjarins. þar á meðal hin alræmda Svínastía. Myndin var tekin fyrir 1901 en þá var byggt ofan á húsið er hótelið var stækkað. sínar eins og áður. Þegar kom fram undir aldamót var Góðtemplarahreyfingin orðin mjög sterk og hættu þámargirkaupmenn að selja vín í búðum sínum. Þó að sölubúðimar í Reykjavík væru þannig í raun og veru aðalkrárnar þá vom einnig til sérstakar vínkrár þó að aldrei yrðu þær margar. Bæjarkráin á Hótel íslandi Árið 1857 fékk danskur maður a ð nafni Niels J örgensen veitingaleyfi í Reykjavík og keypti nokkrum árum síðar lágt hús á hominu á Aðalstræti og Austurstræti þar sem nú er svokallað Hallærisplan eða Hótel-Islandsplan. Veitingarekstur Jörgensens varð brátt allumsvifamikill því að upp af lágreista húsinu reis smátt og smátt stórhýsið Hótel Island. Og þar var til húsa það sem kalla mátti „bæjarkrána” í smábænum Reykjavík. Hún var nefnd ýmsum nöfnum, svo sem Greifakráin (Jörgensen hafði verið þjónn Trampe greifa), Gildaskálinn eða einfaldlega krá Jörgensens. Skólapiltar töluðu um að fara til Jörundar frænda en það nafn sem varð þó lífseigast var Svínastían. Jörgensen var framan af eini veitingamaðurinn í Reykjavík sem hafði rétt til að selja áfenga drykki, en nokkrar aðrar veitingastofur voru þá í bænum sem höfðu rétt til að selja mat, kaffi og kökur. Þar fóru þó oft fram ólöglegar vínveitingar eins og fjölmargar kæmr og dómar frá þessum tíma bera vitni um. Jörgensen sjálfur gerði sitt besta til að vemda atvinnuveg sinn og árið 1870 kærði hann t.d. þrjá Reykvíkinga í einu fyrir slíkar veitingar. I bréfi til bæjarfógeta segir hann frá næturgöngu sinni um Reykjavík þar sem hann komst að ýmsu, m.a. þessu: „Enn fremur gekk ég í gærkvöldi ásamt cand. juris Skúla Magnússyni framhjá gluggum Madame Guðmundsen og sátu þar þá 3 frakkneskir fiskimenn að drykkju í norðausturstofunni. Sást það vel frá götunni því tjöld voru ekki dregin fyrir gluggana fyrr en stundu eftir að kveikt var. Skúli Magnússon gekk þar inn og spurði þá að hvað þeir væru að drekka og svöruðu þeir að það væri bayerskt öl, sem húsbóndi þeirra, Chapelain yngri, hefði beðið um handa þeim hjá Madame Guðmundsen.” Þama kemur fram að Madame Guðmundsen hefur átt bayerskt öl í pokahomi sínu en í verslunarskýrslum og auglýsingum frá seinni hluta síðustu aldar kemur fram að mikið úrval sterkra og léttra vína TH jólanna og nýjársinsl Hotel Island. MottÓr »Lnndið« er fagnrt og frítt. I.ds á hafi er hefja dans haföldur og glfma, þá er ber.t aö leita >Lands« og lendingar í tíma. Kptir vosbiiö, auminginn, ef þú vilt J»ig hressa, Gantli Carlsbcrg. karlfuglinn, kemur ]>ig að blcssa. Carlsberg uttgi af dáð og dug dauðans þorsta slekktir. Öðlast munt þú hetjuhug helzt ef Poríer drekkur. DuttviUe trúi eg deyfi mest drýldið Sorgar hyski. Þó mun sumum þykja bezt * Þjóðháti ðar-whisky. » V. 0. B.« þú ættir í ástarhnrmi að drekkja, Sutnmervilles í faðm þú flý fátæktina að blekkja. Orðsnilld fær þér Abbot-Blend engu minni en Graccho. lceland-Blertd er ofansend óskagjöf frá Baccho. í róðruni þegar amar að illt og lítið fiski, haltu að »Landi«. Hollt er það ef Highlatui- færðu whisky Þcgar sála þín er doinm, þín cr glcöi in blamo, bezt er, góði, gatna/rotutn, gott er llka banco. Citron- þar og Sodavatn selst með spilutn góðum, svo ei gerist gleði sjatn Gootitemplara þjóðum. ásamt bjór var jafnan flutt inn. Vinsælasta bjórtegundin var Gamle Carlsberg, m.a. Alliance lageröl og Alliance-Porter. En hún var ekki ein um hituna. Árið 1889 braust t.d. út auglýsingastríð milli þriggja kaupmanna í Reykjavík um gæði bjórtegunda sem þeir fluttu inn: Ragbecks-öls, Marstranda-lageröls og Tuborg. Almenningur, Svinastía og Káeta. Eftir 1870 fjölgaði veitingastofum sem höfðu vfn á boðstólum og má þar nefna Hótel Reykjavík á Vesturgötu 17, Geysi á Skólavörðustíg 12 og Hótel Alexöndru í Hafnarstræti 16. Krámar á Hótel íslandi voru þó lengi aðalkrár bæjarins. Einhver besta lýsing, sem til er á þeim, er eftir Ágúst Jósefsson prentara en hann var í vist á Hótel íslandi á árunum 1888-1890. Hún hljóðar svo: „Á horni Austurstrætis og meðfram Aðalstræti var gömul einlyft bygging með risi. Var hús þetta nefnt Gildaskálinn meðan fyrrnefndur Jörgensen hafði þar veitingasölu á hendi. I þeirri hlið hússins, sem sneri að Aðalstræti, voru þrjú herbergi, og hafði hvert þeirra fengið sérstakt heiti hjá bæjarmönnum, eins og nú skal greint: Syðst var nokkuð rúmgóð stofa með borðum og bekkjum, sem nefnd var Almenningur. Þangað fóru gestir, sem ætluðu að hafa þar nokkra viðdvöl til samræðna og samdrykkju sér til skemmtunar. Yfirleitt voru þessir gestir fremur kyrrlátir, þótt stundum væri sungið lítið lag eða kveðin skemmtileg vísa. Vinstra megin við innganginn frá Aðalstræti var minni stofa, sem í daglegu tali fólks var kölluð Svínastía. Ekki var stofunni gefið þetta 46 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.