Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 50

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 50
í Yínverzlun Ben. S. Pórarinssonar. Uakkus er ^ud glediuuar. „Syndu hclir cigi sorgin lærl; liún sckkur". Knupið ykkur lil páskanna gullinveignr hjá Bcn. S. Pór. og ncytð þeirra í hófi; gælið liólsins, þá (lrckliiA |iid sorgiuni, drbir^ð- inni og amlstrey iiiimi, en öólist, liönilliö luiossíO. glcdina sbr. »Cilcðjist, sagði hann. Guiinar veigar gcra blóðið rautt og lctt; undan þeim hið illa geigar, ef að þeirra er notið rélt. Angur, þrcyta og iilir beygar undan ll>’ja á harða sprelt«. Kngin vcrzlun hefur aö bjóða eins róö, lieilnæm og marjf- breytt vín og uiiwerzlun Ben. S. Þórarinssonar, og þar á meðal „breiiiiivinió þjóöaríræga^. Thomsensmagasin 1907. Mikið úrval af víntegundum. fyrir innan hann stóð stór skápur, fullur flöskum með ýmiss konar víntegundum. Öðru megin skápsins var hlemmur inn til eldhússins, en þaðan kom kaffi og smurt brauð. Við „diskinn” keyptu menn öl, kaffi, vín og smurt brauð. Ö1 var selt bæði á flöskum og í ölkrúsum, þ.e. stórum glösum, er kostuðu 20 aura, og önnur minni kostuðu, að mig minnir, 10 aura. Þá var líka öl og Porter blandað saman, og þótti sérstaklega góður drykkur og „fínn”. Margir drukku öl og brennivín við „diskinn”, flestir fluttu sig þó að borðunum, en þau voru ekki nema þrjú eða fjögur, og við þau nokkrir stólar og bekkir. Þetta var allt úr góðum við (eik), og því lítil hætta á að stólar og borð brotnuðu þó að róstusamtyrði... Eg er sannfærður um það, að ekki myndi ég nú una hag mínum lengi á slíkum stað sem „Stíunni”. Öl- og vínþefurinn var óþolandi og á þann ódaun bættist tóbaksreykurinn, sem stundum var svo mikill að naumast sást frá öðrum enda „Stíunnar” til hins. Þessir drukknu menn slöngruðu eftir gólfinu og ráku sig hver á annan og þegar leið á kvöldið sváfu sumir við borðin og var oft örðugt að vekja þá!" Útlendingum sem komu til landsins leist misjafnlega á kráarlífið. Christian Schierbeck læknir skrifaði lýsingu á Reykjavík í danskt blað árið 1901 og segir þar m.a. að í Hótel íslandi sé „billiard”-stofa sem dauni af gömlum bjór og lélegu tóbaki. Þar sitji og sofi hálffullir og útúrfullir gestir eða þeir skræki hátt og hríni upp yfir sig. Honum þótti leitt að í Reykjavík væri ekkert kaffihús þar sem menn gætu komið inn með kvenfólk. Bemhard Kahle, þýskur prófessor, kom hingað 1897 og gisti á Hótel íslandi. Honum leist betur á: „Með morgunverðinum og miðdegisverðinum drakk ég oftast öl, gott danskt öl úr tunnu og allan daginn fram til miðnættis var bjórstofan aldrei mannlaus, en meginpart hennar teppti reyndar biiliard-borð, sem mnnið var lengst framan úr grárri forneskju. Því er þó ekki að leyna, að það var einnig drukkið mikið af konjaki eða viskýi með sódavatni eða þá í heitu vatni, svokallað toddý. Ég sá því í hendi mér að hér væri vandalaust að komast allvel af, og var að minnsta kosti áhyggjulaus um framtíð mína um sinn.” Sungin voru sálmalög margraddaö. Eftir aldamót varð sókn góðtemplara stöðugt þyngri gegn áfengisneyslu og höfðu þeir sérstakt hom í síðu Svínastíunnar. Nokkrir þeirra, komur og karlar, tóku sér stöðu fyrir utan húsið og reyndu að telja sjómenn af því að fara þar inn. Þettavarð til þess að Halberg veitingamaður lét bæjarfógetann birta bann gegn því að Ámi Zakaríasson verkstjóri léti fyrirberast við dymar á Hótel íslandi eða á götunni umhverfis það í því skyni að tálma aðsókn að því. Árið 1906 vom settar miklar hömlur á áfengissölu. Meðal annars mátti ekki hafa vínveitingahús opin eftir kl. tíu á kvöldin. Og einmitt það ár létu góðtemplarar koma krók á móti bragði Bakkusdýrkenda. Þeir gerðu sér lítið fyrir og keyptu Hótel ísland. Isafold skýrði sigri hrósandi frá því að höfuðvirkið væri unnið og nú væri aðeins eitt veitingahús eftir í bænum: Hótel Reykjavík. Það reyndu góðtemplarar líka að kaupa en tókst ekki. „Nú er hún Snorrabúð stekkur," gætu drykkjumenn hafa sagt vorið 1907. Eftirfarandi frétt birtist þá í ísafold: „Dagsbrún heitir hin nýja kaffistofa og matsala hér í Islandshóteli þar sem áður var “Svínastían”, sem nú sjást engar menjar eftir heldur er þar allt nýjað upp innan stokks og mjög þokkalegt. Kaffi og sviplíkar veitingar, með brauði, mjólk og fl., allt tiltakanlega vel framreitt. Ætti að vera mun fýsilegra ferðamönnum, sjómönnum og öðrum þar að koma en í áfengiskjallarann.” Með áfengiskjallaranum er átt við veitingastofuna á Hótel Reykjavík. Eftir því sem dró úr vínveitingum og vínsölu á opinberum stöðum virðast hvers komar leyniknæpur hafa sprottið upp í Reykjavík og nágrenni. í ísafold sagði t.d. 1904 að leyniknæpur og svívirðileg skúmaskot hefðu þá haslað sér völl alla leið úr Reykjavíkurbæ austur að Ytri-Rangá. Menn héldu sem sagt áfram að drekka. Eftir að Svínastfunni var Iokað var ein krá í Reykjavík. Hún var í stórhýsinu Hótel Reykjavfk sem Margrét og Einar Zoéga reistu í Austurstræti 12 árið 1905. ÞorfinnurKristjánssonprentarilýstihenni svo: „Kjallarinn í Hótel Reykjavfk í Austurstræti var kallaður „Pumpan”. Þar kom ég þó ekki, hef aðeins stungið þar inn höfðinu einu sinni. „Pumpan” var í líku sniði og „Stían”, en miklu vistlegri og ekki eins uppivöðslusamt þar og á hinum staðnum.” Áfengisbannið tók gildi 1. janúar 1915 og þar með var lokað fyrir síðustu opinberu brennivínslindina í Reykjavík um sinn og tók fyrir löglega sölu á bjór í 75 ár. Líklega hefur einkennileg stemmning ríkt á gamlárskvöld 1914 og vinir Bakkusar borið ugg í brjósti um framtíðina. Það er við hæfi að enda þennan pistil á samtímalýsingu á þessu gamlárskvöldi úr Morgunblaðinu: „Gleðskapur var með mesta móti f bænum á gamlárskvöld. Allar götur miðbæjarins voru troðfullar af fólki. Einkum var troðningur mikill í Austurstræti, fyrir framan Hótel Reykjavfk, um miðnætti. Kl. 12 var hótelinu lokað og gestir allir beðnir hverfa á brott. Margir höfðu þá hellt í sig helst til of ört og mikið síðustu mínútumar, sem áfengissala var leyfileg, og voru ryskingar töluverðar við dymar. Vildu sumir fá að komast inn aftur en aðrir stóðu á bankatröppunum og sungu sálmalög margraddað. En púðurkerlingar, flugeldar og óp heyrðust alls staðar í kring.” Guðjón Friðriksson 48 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.