Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 61

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Blaðsíða 61
Þéttleika íbúðabyggðar í flestum borgum má líkja við eldkeilu, því tiltölulega fáir búa í miðborgarkjarnanum (gígnum), en þéttasta íbúðabyggðin er í gömlum íbúðahverfum í jaðri miðborgarinnar (gígbrúnimar), en síðan dregur smátt og smátt úr þéttleika eftir því sem utar dregur (Mynd 4). Eftir norrænni fyrirmynd var farið að reisa þéttbyggð úthverfi með fjölbýlishúsum í Reykjavík á sjöunda áratugnum og raskaði það þessu einfalda líkani. Þéttleiki í athafnahverfum er yfirleitt þeim mun meiri sem hlutfall af verslunar- og einkaþjónustuhúsnæði er hærra og eftir því hve nálægt þau eru miðborginni. Þéttieiki ibúðabyggðar í Reykjavík. Mörgum þykir Reykjavík dreifbyggð borg og mun töluvert til í því, en nákvæmur samanburður er þó erfiður vegna óvissu um landstærðir sem liggja til grundvallar. Þetta endurspeglast vel í töflu 1, sem sýnir íbúafjölda, landstærð borgar (ekki alls borgarsvæðisins) og tölu íbúa á ha í nokkrum stærstu borgum á Norðurlöndum 1985. 1 Gautaborg, Osló og Reykjavík er aðeins um og innan við þriðjungur landsvæðis innan borgarmarka byggður. Munurinn á Reykjavík og hinum borgunum er sá, að stærsti hluti lands Reykjavíkur er óbyggilegur vegna hæðar yfir sjávarmál og vatnsverndar. Kaupmannahöfn er líklega þéttbyggðasta höfuðborg á Norðurlöndum. Hér vantar þó nákvæmari upplýsingar um stærð byggðra svæða til þess að fá raunhæfan samanburð. Líklega liggur fbúaþéttleiki innan byggðamarka í þessum borgum á bilinu 25 til 60 fbúar á ha og er Reykjavík, án efa, dreifbyggðasta höfuðborgin. Byggð í Reykjavík nær nú yfir um 3.800 ha. Hinn 1. desember s.l. voru íbúamir 95.800, þannig að 25 íbúar eru á hvern ha (9.5 íbúðir) og tæplega 400 m2 lands koma í hlut hvers borgarbúa. I könnun á landrými á íbúa í sænskum borgum af svipaðri stærð og Reykjavík, árið 1970, vom að meðaltali 290 m2 á íbúa, þannig að Reykjavík er nú töluvert dreifbýlli en sænskar borgir voru á þessum tíma. Ibúðahverfi í Reykjavík, samkvæmt nýja aðalskipulaginu, eru 1.198 ha (öll Grafarvogshverfin meðtalin). í árslok 1987 voru um 36.500 íbúðir í Reykjavík og eru því að meðaltali 32 íbúðir á ha í íbúðahverfum borgarinnar (nettó). Aftur á móti ef reiknað er með 2/3 hlutum stofnanasvæða og helmingnum af opnum svæðum, verður þéttleikatalan 20 íbúðir á ha (brúttó). Þetta er ekki óeðlileg viðmiðun því stofnanir og opin svæði innan íbúðahverfa voru ekki reiknuð með Þéttleika íbúðahverfa eftir blöndun húsagerða er hægt að reikna samkvæmt eftirfarandi formúlu: ÍL Þ = (E/14 + R/25 + F/50) ÍL = Hlutfall íbúðalóða E = Hundraðshluti einbýlishúsa R = “ raðhúsa F = “ fjölbýlishúsa í landstærðinni þegar íbúðasvæðin voru mæld. Öruggara er þó að halda sig við nettó- töluna. Tafla 2 . íbúðahverfin eru tæpur þriðjungur af byggðasvæðum borgarinnar, athafnasvæði 28% og opin svæði fjórðungur. Heimildir: Arbók Reykjavíkur 1988 og landnotkunarkort Aðalskipulags Reykjavíkur. 1) Tölur um Grafarvogshverfin sem eru í byggingu eru mjög ónákvæmar, t.d. er íbúafjöldi vanmetinn miðað við fjölda íbúða og eins er ekki vitað nákvæmlega hve mikið land er byggt í árslok 1987. Tölur innan sviga eru áætlun um byggt land á þessum tíma. Þegar Grafarvogshverfin verða fullbyggð munu búa þar um 7000 manns. Hinn 1. des. s.l. voru fbúar í Grafarvogshverfunum 3.578. 2) Ibúðasvæði á landnotkunarkorti eru án stofnanasvæða og opinna svæða (nettó- tala). T ölumar í aftasta dálki miðast við íbúðasvæði auk 1 /2 af opnum s væðum og 2/3 hluta stofnanas væða innan borgarhlutans (brúttó). Ath.: Opin svæði eru mun stærri hluti í Árbæjar- og Breiðholtshverfum en í öðrum borgarhlutum. Vegna töluverðra breytinga á íbúafjölda í hverfum eftir aldri þeirra og húsagerðum er öruggara, þegar fjallað er um þéttleika byggðar, að nota frekar stuðulinn íbúðir á ha en íbúa á ha. Meðalfjöldi íbúa á íbúð í nýlegum blokkarhverfum er á bilinu 2.5 til 3.0 en 3.5 til 4.0 í sérbýlishúsahverfum. VerulegurmunureráþéttleikabyggðareftirborgarhlutumíReykjavík. Færri íbúar búa að meðaltali í hverri íbúð í eldri hverfum borgarinnar, en aftur á móti er fjöldi íbúða á ha mun meiri en í nýrri hverfum. f gamlabænum er þéttleikinn langmestur, um 73 íbúðir á ha íbúðasvæða, en minnstur í Árbæ - Selás 19.5 á ha. Erfitt er að meta þéttleika á íbúðasvæðum sem eru í byggingu, eins og Grafarvogshverfunum, en líklega mun endanlegur þéttleiki verða um 12-14 fbúðir á ha þegar þau verða fullbyggð, eða aðeins um 1/ 4 hluti þéttleika íbúðabyggðar í gamla bænum. Hlutur opinna svæða (útivistarsvæða) eftir borgarhlutum er meiri í nýrri en eldri byggð (Mynd 5). Lægsta hlutfall opinna svæða af landstærð borgarhluta er í gamla bænum 11%, en mest í Breiðholti 39%. Opin svæði eru um fjórðungur lands innan byggðar í Reykjavík. Af íbúðahverfum í Reykjavík er þéttbyggðasti hverfishlutinn milli Grettisgötu, Bergþórugötu, Barónsstígs og Snorrabrautar með 116 íbúðir á ha. (reitanýting 1.9). Dæmi um þéttleika í eldra sambýlishúsahverfi er 45 til 50 fbúðir á ha í Hlíðunum, sunnan Miklubrautar (reitanýting 0,8 til 1.0). Mesti þéttleiki í fjölbýlishúsahverfi er 83 íbúðir á ha í blokkunum við Ljósheima (reitanýting 1.3 til 1.5). í Efra-Breiðholti eru flestar íbúðir á ha við Vesturhóla 73 (reitanýting 1.2 til 1.4) og Asparfell, Æsufell 78 (reitanýting 1.2). Sambýlishúsabyggð í eldri hverfum hefur yfirleitt sömu reitanýtingu og blokkarbyggð í nýjum hverfum (0.7 til 1.0). Ný ibúðahverfi. Varðandi þéttleika nýrra íbúðahverfa skipta þrjú atriði mestu máli: 1. Hlutur íbúðalóða af heildarlandstærð íbúðahverfisins. 2. Stærðir lóða undir mismunandi húsagerðir, s.s. einbýlishús, raðhús, minni sambýlishús og fjölbýlishús. 3. Blöndun húsagerða í íbúðahverfinu. Þeir sem vilja fá sem besta nýtingu út úr byggingarlandi þurfa því að skoða vel alla þessa þætti. Samkvæmt reynslutölum Borgarskipulags eftir úttekt á Bakka- og 59 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.