Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Page 71

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Page 71
* ^jfnifrgsgeta I i,rmanns á k,t' Stotólyfta i Kongs- B. GHIyfta (toglyfta) ' J) - C. Borgarlyfta (toglrj ' D. Stólalyfta i Suðufj ^ E. Barna/byrjendaiyíP ^brekku • F. Kennsluiyfta u£2. -»700 G. Topgiyfta (Arma1 <Arrnanr»s) 700 rt“**S*skinsbrekkuiyí1 Göngubraut J. BláfjaUaskaii i.100 700 ► 700 1.200 500- 5QD * -»7*00 Lyftur rið 1973 varð Bláfjallafólkvangurinn að veruleika. Höfðu þá skíðaáhugamenn kannað heppilegustu staðsetningu fyrir nýtt skíðasvæði. Borgarstjóm Reykjavíkur leitaði eftir samstarfi við önnur sveitarfélög um stofnun fólkvangsins, með sameiginlegan rekstur skíðaaðstöðu í huga. Að Bláfjallanefnd standa Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Seltjamames, Njarðvík, Grindavík, Miðneshreppur, Gerðahreppur, Bessastaðahreppur, Vogar og Selvogshreppur. Fyrstu skíðalyftumar vom teknar í notkun 1973 og hafði þá verið lagður vegur og byggður 100 ferm. skáli. Frá þessum tíma hefur uppbygging verið mjög ör. Nú hefur Bláfjallanefnd í rekstri samtals 12 lyftur, þar af eru 2 stóllyftur, 1000 fermetra skála, Bláfjallaskála, 5 km af upplýstum göngubrautum fyrir skíðagöngufólk, upplýstar brekkur, þrjá vandaða snjótroðara, góðan veg og bílastæði. Tvö skíðafélög em starfandi á svæðinu og er gott samstarf milli Bláfjallanefndar og félaganna. Hefur nefndin leigt skíðalyftur þeirra og jafnframt styðurhún þá við byggingu skíðaskála, gegn því að þeir nýti þá fyrir almenning, bæði varðandi veitingaaðstöðu og salemisaðstöðu. Þrátt fyrir mjög hraða og kostnaðarsama uppbyggingu, virðist uppgangur íþróttarinnar vera enn hraðari. Sveitarfélögin hafa lagt til um 200 - 300 milljónir, miðað við núvirði, í framkvæmdir á staðnum á þeim 15 árum sem svæðið hefur verið rekið. Það hefur því verið góður skilningur hjá sveitarfélögunum á þessari tómstundaiðju, og ber að þakka það. Það er metnaðarmál hjá Bláfjallanefnd að svæðið þjóni almenningi eins vel og hægt er. Við höfum verið mjög heppin með starfsfólk, en við margvíslega erfiðleika er að eiga í rekstrinum. Þar má fyrst nefna veðrið, veðraskipti eru mjög ör og m.a. höfum við fengið orð fyrir að gefa rangar og gamlar upplýsingar, bflastæði ekki nægilega rudd, lyftur ekki allar virkar, of mikil örtröð í skálanum o.s.frv. Það er rétt að þessar aðstæður koma upp, hins vegar ef vandinn er skoðaður, þá er dæmið einfaldlega þannig, að eftir erfitt veður er margt sem þarf að kippa í lag. Moka veginn, en oft er erfitt að fá tæki, því aðalvegir hafa forgang, ýta af bflastæðunum, troða brekkur, brjóta klaka af öllum lyftum og oft þarf að fara upp í staurana til að ná honum. Starfsfólk okkar byrjar að vinna á milli 5 og 6 á morgnana, til þess að geta náð að opna klukkan 10.00 að morgni. Bemm þetta saman við t.d. Austurríki, þar sem veður er stöðugt, troðið frá 17.00 daginn áður og gengið frá því sem þarf að gera, til að hafa allt tilbúið að morgni. Stefna Bláfjallanefndar varðandi þjónustu er áframhaldandi uppbygging á svæðinu í samstarfi við félögin sem þar em. Með skálunum, sem Fram og Ármann eru að byggja, eykst sú þjónusta verulega. Ætlunin er að færa lyftu, sem Breiðablik átti, í gilið sem tengir Framsvæðið við Kóngsgilssvæðið og með þvf auðveldast samtenging þessara svæða. Jafnframt hefur samtenging við Sólskinsbrekkusvæðið lagast mikið við gerð nýju bílastæðanna og f janúar var opnuð ný bamalyfta á svæðinu. Er hún af sömu gerð og lyftan sem reist var s.l. vetur við Bláfjallaskálann. Næsta lyfta, sem áhugi er á að reisa, er stóllyfta úr Kóngsgili upp á topp, þar sem topplyfta Ármanns liggur í dag. Æskilegt væri að fá 4 sæta lyftu, sem gæti flutt 2400 manns á klukkustund. Þess má geta að burðargeta núverandi lyfta er 9000 manns á klukkustund. Jafnframt hefur verið tekið frá landsvæði fyrir gistiskála. Hafa sveitarfélög óskað eftir að reisa slíka skála, einkum fyrir skólanemendur. Jafnframt er stefnt að því að útbúa svæði fyrir skíðastökk og ýmsar nýjar skíðagreinar, sem farið er að stunda erlendis og má þar nefna Telemark, Freestyle, Timex skiathlom og fleira mætti nefna. Áhugi á skíðagöngu hefur aukist mjög mikið á síðustu árum. Merktar hafa verið skíðabrautir og verður því starfi haldið áfram. Má ætla að fjórðungur gesta, sem kemur á svæðið, sé skíðagöngufólk, og jafnframt eru margir sem stunda bæði svig og göngu. Ef verð á skíðakortum er borið saman við það sem er í öðrum löndum, þá er það ekki hátt. Dagskort í Bláfjöllum kostar 550 kr. og er það u.þ.b. helmingur þess verðs sem þjónustan kostar í Alpalöndunum. í fyrra var sú ákvörðun tekin að lækka verulega árskort á svæðinu. í ár kostar árskort bama kr. 3.100 og fullorðinna kr. 6.300. Þettavar gert til þess að auka áhuga almennings á skíðaferðum að kvöldlagi. Opið er þrjú kvöld í viku til kl. 22 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Er það dásamleg afþreying að fara að kvöldlagi í fjöllin og góð hvfld frá taugastrekkjandi verkum dagsins. Stefnt er að því að tekjur nægi fyrir rekstri svæðisins, en sveitarfélögin leggi til kostnað við framkvæmdir. Síðastliðinn vetur tókst það, einkum þar sem veðrið var okkur hliðhollt, en það ræður miklu um tekjumöguleika. Við getum ekki verið annað en ánægð með þann mikla áhuga sem almenningur sýnir íþróttinni. Vafalaust hefur styttri vinnutími haft hér áhrif, aukinn áhugi almennings á heilsu-rækt og ekki síst að skíðaíþróttin er vafalaust sú heilsurækt sem öll fjölskyldan getur sameinast um. Það er von okkar að sveitarfélögin sýni í verki að þau kunni að meta þessa vinsælu og hollu íþrótt, sem skíðaiðkun er, og við gerum okkar besta til að uppfylla óskir almennings um að geta notið hennar sem best Kolbeinn Pálsson 68 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.