Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 78

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Side 78
PETER COOK ARKITEKT - GAGNRÝNANDI - HUGSUÐUR Peter Cook tilheyrir þeirri manngerö sem óme&vitaö rýnir i tilveruna fró öðru sjónarhorni en fólk gerir flest. Slikir menn hafa oft verið misskildir eða i besta falli sniögengnir. Þessi hæfileiki er nótengdur skopskyni, sem oft veltir vib óliklegustu hlióum ó hversdagslegum mólum. Um það ieyti sem P. Cook lauk námi frá AA-skólanum í London 1960 hófst ferill hans sem vandræðabarn í stétt breskra arkitekta, sem þá var á hápunkti modernismans. Upp úr þessu staðnaða umhverfi funktionalismans þar sem alvara, reglufesta og siðalögmál réðu ríkjum, spratt Archigram. Þessi hópur ungra arkitekta gerði mikinn usla og afleiðingar þeirra hræringa eru enn að líta dagsins Ijós í byggðu formi. Archigram- hópurinn beitti brögðum ímyndunaraflsins, ýkjum, skopstælingu og öðru tiltæku til að varpa fram hugmyndum um þjóbfélagsins til aö bregbast vió sliku hugarflugi og gera þaó aó veruleika. Þetta skilur P. Cook manna best sjálfur og hefur gert upp við sig fyrir löngu, enda lýsir hann sjálfum sér sem „þjónustuiónaói fyrir veruleikann". Enginn skyldi vanmeta hlutdeild þessa þjónustuiðnaðar í afrekum arkitekta, s.s. Normans Fosters eða Richards Rogers, Michaels Hopkins, Nicholas Grimshaw, Renzo Piano og ótal fleiri. Eitt sérkenni P. Cooks er að hann staðhæfir aldrei né setur hugsanir sinar fram í reglum eða formúlum, heldur grípur hann áleitnar spurningar og vandhöndlaðar hugmyndir og festir á pappír án orða eða frekari útskýringa. Þessar ímyndir eru í stöðugri endurnýjun og hvers og eins að túlka. Leitin er stöðugt að vísbendingum, ekki svörum. Adeilan felst fremur í því að gera gys að afstöðu þjóðfélagsins og viðteknum lífsviðhorfum. „Hedgerow Village" fjallaði t.d. á tíma Archigram um örvæntingarfullan flótta bresku þjóðarinnar til gamla tímans, dýrkun sveitalífs og söknuð bernskuáranna. Sett er fram imynd skv. viðteknum formúlum, eins konar draumsýn almennings, í fögru landslagi, svignandi ökrum og slóðum, semýttu undirdrauma um flökkulíf í náftúrunni. Þar var allt að finna sem siðmenntaður flakkari þurfti á að halda til lifsþæginda, s.s. skýli, sem stækkuðu eftir þörfum, innstungur í trjábolum, steypiböð með niðurföllum, allt vandlega falið í göfugri náttúrunni, því lífsþægindin má ekki sjá. Verkið sýndi fram á tálsýn þeirrar ímyndar, sem er svo oft kennd við frelsi og er t.d. fyrstað gera vart við sig hér á Islandi 25 árum siðar. The Sponge. Section for an eccentric cily hall 1978. umhverfið og stöðu byggingarlistarinnar. Þeirfórusemstormsveipur um áðurókönnuðsvæði hugansog hlóðusamanofgnótthugmynda. Undiraldan var grínið og ástriðufullur kraftur stjórnleysis og óhemjugangs, sem í raun var aðeins hluti af þjóðfélagshræringum þessa tíma. Takmarkió var aó sýna fram á varnarlausa vandlætingu modernismans, rifa sig uppúr ládeyðu og sjálfumgleói og afnema allt sem talist gat drumbslegt eóa leióinlegt. Kjöroróió var: „Hvers vegna ekki?" Archigram setti fram nýjar hugmyndir um efnisval bygginga og ýmsar sérviskuhugmyndir um framtíðarborgir, þar sem orðaforðinn var sótturigeimferðaáætlanir, visindaskáldsögur, teiknimyndaseríur og tækninýjungar i iðnaði, jafntpökkunar-sem tölvuiðnaði. Þannig reyndu þeir að brúa það hyldýpi er orðið var milli byggingarlisfar og samtimaþróunar innan vísinda. Þeir bentu á það hvernig byggingarlistinni var orðið stjórnað af framleiðsluiðnaðinum og að í raun væri öll þróun i byggingarlist of dýr til að stirðbusalegur byggingariðnaðurinn gæti þróastmeð. Þróun byggingarlistarinnar gæti því ekki beðið eftir tannhjóli timans, yrði að yfirgefa raunveruleikann og halda áfram á pappirnum. Þessari kenningu hefur P. Cook verið trúr til þessa dags, þvi enn hefur enginn tekið áskorun hans um að jarðbinda hugmyndirnar. Þaó er greinilegt aó jafnfrjór hugsuóur og Peter Cook er utan marka almennrar skilningsgetu, hvaó þá getu „Annaóhvort streitumst vió gegn hvers kyns breytingum eóa tökumst á vió þær. Þetta er óbifandi staóreynd, sem byggingarlistin stendur andspænis. Þaó er tvennt ólikt aó vera á varóbergi gegn breytingum og aó taka gagnrýnislaust vió sannleika genginna kynslóóa. ÞaÓ er reginmunur á vélrænni viótöku siendurtekinna hugmynda i hringrás sögunnar og hreinni og tærri nýsköpun." Hann bendir á að því miður hafi umræðunni um byggðasköpun í landslagi verið stjórnað af fólki, sem ekki sé alið upp sjónrænt eða hafi ástundað hönnun. Þetta þýðir að 3. flokks hönnuðir geti gert hlutina skv. formúlum sem þeim eruafhentar. P. Cookhefurt.d. alltaf efast um nauðsyn reglu í stórborgum jafnt sem mannvirkjagerð og vefengt liflausan aga byggðaskipulags. Trúin á náttúrulega eyðingu og endurnýjun í lífrænni keðju er honum kær. „Myndbreyting" er eitt af uppáhaldshugtökum P. Cooks, þ.e. svo hæg breyting að hún er eðlileg og náttúruleg. Sjálfur er hann maður augans, sem skoðar leyndardóma, ögrar og vekur með okkur spurningar, sem oft kveikja Ijós. „The Lump" og „The Sponge" voru e.t.v. fyrstu skrefin til að leita úrræða hjá náttúrunni um skipulag. Þar er hugtakið massi krufið, bókstaflegt form og öll regluleg uppbygging afnumin, en jafnvægis leitað, sem samræmist tilgangi. Hin síðari ár hefur P. Cook þróað þetta áfram og velt fyrir sér hvernig náttúran og mannleg sköpun blandast og ná jafnvægi. Hann hefur sýnt fram á þversagnir 76 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.