Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 11

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1989, Page 11
Frá Kempervennen í Hollandi. grundvallaratriði vellíðunar eins og við einhæfari aðstæður. En einnig er óhætt að hvetja flest fólk til göngu- og hestaferða næstum hvaða dag sem er, þegar það á kost á lopapeysum og fisléttum, fullvatnsþéttum göllum. Auðvelt er að snara slíkum flíkum niður í tösku, þegar léttir til, jafnvel þótt fara þurfi úr og í nokkrum sinnum á sama degi, eins og skeð getur í skúraleiðingum. Orlofsbúöir. Ef „þjónustuþorp” af þessu tagi yrðu það vinsæl, að grundvöllur reyndist fyrir stækkun sumra þeirra, þá væri hægt að gera aðstöðuna betur úr garði og miða þá einnig við fólk, sem vildi vera t.d. viku á sama stað. Afþeim stöðum, sem nefndir voru áðan, er þá sérstaklega hugsað til Akureyrar og Egilsstaða, en auðvitað kæmu ýmsir aðrir staðir til greina. I þessu sambandi má benda á sumarleyfisþorp erlendis, sem víða hafa náð geysilegum vinsældum. Þekktast meðal Islendinga er líklega „Kempervennen” í Hol- landi, sem einkum var reist í þeim tilgangi að halda Hollend- ingum meira heima við í fríum sínum. Þar er byggt yfir svo stórt sundlaugasvæði og „miðbæ”, að ekki verður leikið eftir hér á landi, en hugmyndina má hafa til viðmiðunar og sníða stakk eftir vexti. Þetta leiðir hugann að framkvæmd og eignaraðild. Einhvers konar hlutafélag eða samvinnurekstur gæti hentað á þann veg, að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir ættu fleiri eða færri hús í svona þorpi (þorpum) og sameiginleg yfirstjórn sæi um að leigja gistiaðstöðuna, þegar hún væri ekki notuð af eigendum. Sumar þjónustugreinar tengdust þessum rekstri beint, en reynt yrði að leigja sem flestarþeirra fólki, sem vildi takahina ýmsu rekstrarliði að sér og fara eftir reglum orlofssvæðanna. Æskilegt væri að svæðin yrðu notuð meira eða minna allt árið og er þá enn helst hugsað til Akureyrar og Egilsstaða. Við áðumefnda tómstundaaðstöðu mætti þá t.d. bæta golfi og síðan siglingum á Pollinum og Leginum, en á veturna veiði í gegnum ís, svo og skautum og skíðum. Enda virðist ekkert því til fyrirstöðu, að aðrir ferðamenn en þeir sem gistu á svæðinu, svo og íbúar á nærliggjandi stöðum gætu notið þjónustunnar að meira eða minna leyti, en um leið styrktu þeir rekstrargrundvöllinn.H ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 9

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.