Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 18

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 18
RÝMI Rými eru mikilvægur þáttur í umhverf- ismótun þéttbýlis. Meö rými er átt við; - torgið, rýmið á milli húsanna og lögun þess, - götuna, sem leiðir umterð og tengir rýmin, - opin svæði, garða, leikvelli o.þ.h. Dreifðar og stakstæðar byggingar skapa ekki rými. Notkun rýmis fer eftir staðsetningu þess, magni og hraða umferðar, stærðarhlutföllum og veðuráhrifum. Fagurfræðin (æstetik) hefur afgerandi áhrif á vellíðan fólks og þau hughrif sem henni fylgja. FYRIRKOMULAG Þar sem mannlíf er og rými leyfir að eitthvað gerist, safnast fólk saman. Útfærsla rýma getur komið í veg fyrir að þörfum og óskum íbúa verði fullnægt á sama hátt og hún getur örvað mannlífið í hverfinu. Sum rýmin innréttum við til að leiða umferð hratt (Miklabraut) og önnur til að veita möguleika á félagslegum sam- skiptum (Austurstræti). Tegund þjónustu og verslana í götunni ásamt umferð hefur áhrif á hvort fólk staldrar við. Götuhliðar Hafnarstrætis í Reykjavík, þar sem fjármagnsfyrirtæki og minjagripaverslanir eru aðallega, draga ekki að sér almenning. Laugavegur aftur á móti með fjölda tískufataverslana og auknum fjölda kaffi- húsa fær fólk til að fara sér aðeins hægar og gefur meiri möguleika á mannlegum samskiptum. Austurvöllur er dæmi um torg þar sem fólk staldrar við. Rýmið er skjólgott og gróðursælt og mögulegt er að tylla sér. Þar fer margt fólk um svo maður getur notið þess sem hlutlaus áhorfandi eða valið að tala við næsta mann. Ramminn um- hverfis mannlífið hefur víðtæk áhrif á hegðan fólks. í hverju liggur munurinn á mannlífi í Ármúla annars vegar og Laugavegar hins vegar? UMFERÐ í því þjóðfélagi sem við lifum við í dag er umferðin áberandi í okkar daglega lífi og umhverfi. Hraði nútímans krefst greiðfærra leiða milli borgarhluta. En á styttri vega- lengdum eins og innan hverfis fer stór hluti íbúa gangandi eða hjólandi og það er sjálfsögð krafa að í útfærslu gatna- mannvirkja sé komið til móts við þetta. Börn eiga að geta gengið örugga leið til og frá skóla. Sama má segja um leiðir að helstu útivistarsvæðum hverfanna. Með breyttum lífsháttum m.a. minnkandi vinnu aukast þarfir fólks til mannlegra samskipta, útivistar og tómstundastarfa. Sjálfsagt er að gera fólki kleift að iðka heilbrigt líferni í sínu heimahverfi. VEÐURFAR Þær raddir heyrast gjarnan að við íslendingar séum háðari bílnum en aðrar þjóðir sökum veðráttu. Þetta má til sanns vegar færa, en áhrif veðurs, sérstaklega vinds, má minnka með góðu skipulagi og góðri hönnun umhverfis. Það má einnig nefna garðstofurnar sem hafa lengt veruna á veröndinni hjá mörgum og með tilkomu glerbyggingarinnar á Öskju- hlíð getum við notið útsýnis inni eða úti. Við viljum líka getað upplifað hamskipti umhverfis við árstíðaskipti. íslendingar þeytast upp í Bláfjöll til að ganga á skíðum og hestamenn fara ótilneyddir í reiðtúra, þrátt fyrir napran vind. Til þess að fullnægja þessum mismunandi þörfum þarf rýmið og umhverfið að geta boðið upp á ýmsa möguleika (flexibilitet). NIÐURLAG Hér hefur aðeins verið drepið á nokkra þætti sem hafa áhrif á umhverfið. Mikilvægt er að við verðum meðvitaðri um þessa og aðra þætti, könnum nýjungar og þorum að gefa þeim meðbyr. Til þess þarf vettvang til rannsókna. Það getur verið á einhverjum þeim stofnunum sem við höfum í dag, með breyttum áherslum. Ekki hefur enn tekist að finna orðasafn fyrir allan hugtakaheim byggingarlistarinnar sem leiðir af sér óþjál orð sem kannski þarf einungis að venjast eða koma með tillögu að öðrum betri. Arkitektúr og skipulag er kjörinn vettvangur til að koma slíkum tillögum áframfæri. Helstu heimildir: Townscape (Gordon Cullen), Bo-miliö (Ingrid Gehl), Livet mellem husene (Jan Gehl), Etsted á vœre (C.Norberg-Schulz), Vi planlegger nœrmiljaet (útg. Grunnskolerádet Oslo), Barnið hefur hundrað mál (útg. Menntamálaráðuneyti íslands). ■ 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.