Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 41
Kortin sýna svæðisÞörf og þéttleika byggðar. Á kortinu til vinstri hefur fullt tillit verið tekið til umhverfisverndunar; kortið til hœgri sýnir
óbreytta áframhaldandi þróun.
Eitt helsta vandamálið hefur verið að
finna þróunarleiðir sem stuðla að fleiri
markmiðum en einu og gefa góða
heildarniðurstöðu hvað umhverfið varðar.
Nýlega hafa verið gefnar út skýrslur
fyrir hvert rannsóknarsvæði, þar sem
sýndar eru mismunandi leiðir til
byggðaþróunar næstu 30 ár, með náttúru-
og umhverfisvernd að markmiði. Á fyrra
stigi þessa verkefnis skilgreindum við
hvers konar þróun við gætum búist við ef
við héldum áfram eins og við höfum gert. Á
næsta stigi mun verða gerð grein fyrir því
hvaða afleiðingar það hefur að taka fullt till-
it til umhverfismála og þessir kostir bornir
saman. Að endingu munum við svo gera
grein fyrir því hvað nauðsynlegt er að hafa
að leiðarljósi vilji menn stefna að
þéttbýlisþróun sem tekur fullt tillit til um-
hverfisverndar.
ÞÉTT BYGGÐ OG GOTT UMHVERFI
GETA FARIÐ SAMAN
Getur jafnmikil byggðaþróun og við
sjáum fyrir og umhverfisvernd farið sam-
an? Við fáum fyrst svar við þessu þegar
niðurstaða liggur fyrir úr næsta áfanga
rannsóknarverkefnisins. Þó teljum við
okkur geta sagt fyrir nú þegar út frá þeim
niðurstöðum sem liggja fyrir, að það er
hægt, ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt.
Svarið er skilyrt vegna þess að einungis er
hægt að taka fullt tillit til umhverfisverndar
með því að landnotkun, byggðaþróun og
samgöngumál verði í grundvallaratriðum
ólík því sem þau eru í dag.
Til þess að gefa yfirlit yfir þessa vinnu
þá held ég mig við reynslu frá Borre/
Horten (sem er bær með um 23,000 íbúa).
Vinna á öðrum rannsóknarsvæðum er með
mjög svipuðum hætti og niðurstöðurnar
eru líka mjög áþekkar.
Ef draga á úr orkunotkun og minnka
útblástur frá bifreiðum, án þess að
jafnframt sé dregið úr velferð og virkni þá
er nauðsynlegt að byggt sé þétt.
Mikill hluti af þessari þéttingu verður að
eiga sér stað innan núverandi þéttbýlis.
Þetta er líka nauðsynlegt til þess að koma
í veg fyrir að byggt sé á svæðum sem hafa
mikið umhverfislegt og menningarlegt gildi.
Við þurfum að nýta byggingarlóðir betur á
nýjum byggingarsvæðum og á
íbúðarsvæðum þarf að vera barnaheimili,
hverfisverslun, skóli og pósthús innan
göngu-/hjólreiðafjarlægðar. Þetta fyrir-
komulag léttir fólki hversdagsstörf og
myndar grundvöll fyrir hagkvæma
almenninflutninga.
Ný byggð sem ekki er hægt að finna
stað innan núverandi byggðasvæða á að
vera í tengslum við núverandi þéttbýli
þar sem aðgangur að almennings-
flutningakerfinu er góður.
Því er oft haldið fram að þétting
byggðar sé í mótsögn við gott umhverfi í
viðkomandi hverfi. Þetta þarf ekki að vera
satt. í athugun á þéttingarmöguleikum í
Horten höfum við t.d. sýnt að hægt er að
koma fyrir 3300 nýjum íbúðum á núverandi
byggðasvæðum, það er um 60% aukning
á núverandi íbúðafjölda. Þessi aukning
næst samtímis því að aðgangur að
almenningsgörðum og útivistarsvæðum er
bættur verulega og byggðasvæðin eru
gerð „grænni" með markvissri
gróðursetningu. Lykilatriði er að flytja
náttúruna inn í þéttbýlið til þess að hlífa
náttúrunni. Þétting ætti fyrst og fremst að
eiga sér stað á núverandi byggingarlóðum
og á svæðum sem þegar eru undir áhrifum
frá aðliggjandi þéttbýli. Hægt er að mynda
umtalsverð byggingarsvæði með því að
minnka það svæði sem notað er fyrir um-
ferð og bílastæði í þéttbýli. Ef við viljum
draga úr bifreiðaumferð þá er hvorki
æskilegt né nauðsynlegt að ráðstafa jafn-
miklu landi fyrir vegi og bifreiðaumferð og í
dag.
NOTUM UPPFYLLINGAR OG
UMFERÐARSVÆÐI
Það er vel þess virði að gera sér grein
39