Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 54

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 54
Að gera út á HUGMYNDAFLUG í byggingarlist GESTUR ÓLAFSSON arkitekt/skipulagsfræðingur Hugvitsmenn hafa yfirleitt ekki veriö hátt skrifaðir á íslandi. Þó er þetta svolítið að breytast og menn eru farnir að sjá þess víða merki hvað ein lítil hugmynd getur skilað miklu í askana. Margir þeir sem hafa ætlað sér að finna nýjum hugmyndum í byggingarlist einhvern jarðveg hér á landi hafa ekki haft erindi sem erfiði. Bæði er að tilrauna- starfsemi í byggingarlist getur verið mjög dýr og eins hefur skilningur á því að til- rauna sé þörf ekki verið fyrir hendi. Oft er ekki nægilegt að gera tilraunir með teiknin- gum og líkönum, heldur er nauðsynlegt að byggja viðkomandi hús í fullri stærð. Arkitektar geta ekki ætlast til að viðskiptamenn sínir séu tilbúnir til að taka þátt í tilraunastarfsemi nema að ákveðnu marki. Byggingar eru dýrar. Þær þarf að vera hægt að nota og auk þess eru þær fjárfesting í augum flestra. Þessar ytri aðstæður setja því nýjungum í bygg- ingarlist oft mjög þröngar skorður. Arkitektar hafa líka átt fáa talsmenn hjá stjórnum opinberra rannsóknarsjóða enda er byggingarlist ekki enn kennd hér á landi. Oftar en ekki hafa umsóknir um styrki til nauðsynlegustu rannsókna í bygging- arlist og skipulagi strandað á deilum um það hvort arkitektúr sé hugvísindi eða raunvísindi, án þess að fé fengist til rannsóknanna. Við getum margt lært af Hollendingum. Eitt af því er sú áhersla sem þeir hafa lagt á að fá fram nýjungar í byggingarlist. Fyrir nokkrum árum var haldin samkeppni um 52 L'L-l

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.