AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 19
„ÍSLAND ÁRIÐ 2018“ HUGMYNDASAMKEPPNI UMHVERFISRÁÐUNEYTISINS OG SKIPULAGS RÍKISINS GREINARGERÐDÓMNEFNDAR 1. INNGANGUR Úrslit í hugmyndasamkeppni umhverfisráðuneytis og Skipulags ríkisins „ísland árið 2018“ liggja nú fyrir. Alls bárust 11 tillögur sem hafa það sammerkt að vera unnar með hag lands og þjóðar að leiðarljósi. Eiga þær allar erindi inn í umræðu framtíðarmála hér- lendis. Óneitanlega hefði verið fengur í fleiri tillögum, en þær sem bárust eru þó hver með sínu sniði og gefa að mínu mati góða mynd af þeim hugmyndum og væntingum sem búa með þjóðinni þegar horft er til framtíðar. Eins og gefur að skilja þegar um jafn-umfangsmikið verkefni sem framtíð lands og þjóðar er að ræða sýnist sitt hverjum og vandasamt að komast að sann- gjarnri niðurstöðu. Það er því einlæg von mín að sátt verði um niðurstöður dómnefndar og að þær séu í fullu samræmi við þau atriði sem hún lagði áherslu á í keppnislýsingu. Tillögurnar koma nú fyrir sjónir almennings og vænti ég þess að þær veki menn til umhugsunar um skipu- lags- og umhverfismál og geri mönnum Ijóst hve mikil- vægt er að við áttum okkur á þeim möguleikum sem standa til boða. það erfrumskilyrði þess að við getum haft áhrif á okkar eigin framtíð. Ég vil leyfa mér að færa öllum þátttakendum kærar þakkir fyrir framlag þeirra í keppninni og einnig fyrir það áræði að takast á við það vandasama verkefni að draga upp mynd af framtíð íslands á nýrri öld. Ég óska þeim sem viðurkenningu hlutu til hamingju með árangurinn. Samstarfsfólki mínu við dómnefndarstarf- ið færi ég bestu þakkir fyrir gott og ánægjulegt sam- starf. Arinbjörn Vilhjálmsson, formaöur dómnefndar. 2. AÐDRAGANDI Árið 1921 voru fyrstu skipulagslög settá íslandi.í til- efni þess að í ár eru liðin 75 ár frá setningu þeirra efndu umhverfisráðuneytið og Skipulag ríkisins til þessararhugmyndasamkeppni sem hlaut yfirskriftina „ísland árið 2018“. Auk útbjóðenda keppninnar var óskað eftir tilnefningu í dómnefnd frá forsætisráðu- neytinu, Háskóla íslands og Félagi skipulagsfræð- inga. 17

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.