AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 45
SJÁVARÚTVEGUR Á ÍSLANDI
2018
Að spá er ekki mín uppáhaldsiðja. Spár
hljóta flestar þau örlög að bera hugarfari
eigin tíma sterkt vitni, um leið og þær
sýna hvað margt fór allt öðruvísi en
ætlað var. Þróunin ræðst að miklu leyti af þáttum
sem erfitt er að sjá fyrir, - þeirra mikilvægastur er ný
þekking, - nokkuó sem engin leið er að spá um.
Minnug þessa treysti ég mér ekki til að spá um það
hvernig sjávarútvegi verður háttað á íslandi eftir 20
ár, - en ég get reynt að rýna fram á veginn og benda
á ýmsa þætti sem líklegir eru til að hafa áhrif á þróun
sjávarútvegs á næstu áratugum.
FORTÍÐIN
Vilji maður skyggnast 20 ár fram í tímann getur verið
hollt að líta um öxl og athuga hvar við vorum stödd
fyrir tuttugu árum. Hverju hefðum við þá spáð um
stöðu sjávarútvegs á íslandi árið 1996?
Árið 1976 var bátaútgerð ráðandi hér á landi, skut-
togarar voru að ryðja sér til rúms um leið og síðutog-
urunum frá Nýsköpunartímabilinu var lagt. Fyrsta
svarta skýrsla Hafrannsóknastofnunarinnar leit dags-
ins Ijós um þetta leyti og umræðan hófst um að flotinn
væri of stór miðað við ástand fiskistofnanna hér við
land. Árið 1976 voru enn sjö ár í það að kvótakerfinu
var komið á, til eins árs í tilraunaskyni, eins og það
var kallað. Frystitogarar áttu ekki upp á pallborðið
hjá íslendingurm þá. Þeir voru í eigu útlendinga, voru
kallaðir ryksuguskip og menn höfðu almennt skömm
á þeim.
NÚTÍÐIN
Það hefur nánast orðið bylting í útgerðarháttum okkar
á síðustu árum. Togurum og smábátum fjölgaði mjög
átímabili, en bátum af millistærð, sem áðurvoru uppi-
staðan í flotanum, hefur fækkað svo um munar.
íslendingar hafa fjárfest gífurlega í frystitogurum og
þeir eru nú rúmlega þrjátíu talsins. Þeir ógna að sumu
leyti afkomu landvinnslunnar.en draga jafnframt björg
í bú af fjarlægum miðum sem erfitt er að sækja á
ísfisktogurum. Kvótakerfið hefur valdið grundvallar-
breytingu á útgerðarháttum, sem enn sér ekki fyrir
endann á. Opnir fiskmarkaðir og frjáls verðmyndun
eru einnig nýlunda og gefa þeirri vinnslu, sem ekki
er tengd útgerð, nýja möguleika. Eftir því sem lög-
saga þjóða hefur stækkað, hafa þeir sem áður öfluðu
fyrir eigin markað með gríðarstórum úthafsveiðiflot-
um, eins og Portúgalar, Spánverjar, Frakkar og Jap-
anir, haft minna svigrúm til veiða á úthöfunum. Veiðar
þeirra hafa dregist saman og þeir kaupa fisk í aukn-
um mæli, sem kemur íslendingum til góða. Síðast
en ekki síst hafa íslendingar haslað sér völl erlendis
í veiðum, vinnslu og sölu sjávarafurða. Þeir hafa keypt
hlut í erlendum útgerðum.stofnað sjávarútvegsfyrir-
tæki í ýmsum heimshlutum og tekið að sér að selja
sjávarafurðir erlendra framleiðenda.
FRAMTÍÐIN
Margir þættir munu ráða framtíð okkar í sjávarútvegi.
Um einhverja tauma getum við sjálf haldið og reynt
aó stýra af viti, - en um annað fáum við litlu ráðið.
Stjórnmálaástandið í markaðslöndum okkar og geng-
issveiflur ráða miklu um magn og verð þeirrar vöru
sem við getum selt, - eins og nýleg dæmi sýna frá
mörkuðum okkar í Sovétríkjunum fyrrverandi, sem
gerbreyttust á örskömmum tíma. Breytingar á tolla-
múrum og öðrum viðskiptahindrunum munu ýmist
opna eða loka leiðum. Eftir þvísem fiskveiðilögsaga
einstakra ríkja verður færð út, minnkar svigrúm til út-
hafsveiða. Þeir sem vilja veiða munu annaðhvort
semja um eða kaupa sér aðgang að veiðum hjá þeim
sem hafa ráðstöfunarrétt yfir veiðisvæðunum.eins og
gerðist milli Spánar og Marokkó í fyrra. Þetta verður
framhald á þeirri þróun sem við þegar sjáum milli
íslands og Noregs, þar sem stjórnvöld eru farin að
ræða möguleika á því að skiptast á veiðiheimildum
eftir því hvernig árar hjá hvorum um sig.
Það er spurning hvernig sjávarútvegur þróast í þriðja
heiminum. í dag eiga þjóðir þar langt í land með að
43
GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR FORSTM. SJÁVARÚTV.ST. H.í