AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 68
á, að fara þyrfti lengra í að draga upp mynd af því
hvernig valkostirnir fimm litu út að því er varðar ávinn-
ing og hættur og einnig er varðar nauðsynlegar fjár-
festingar og framkvæmdir.
Þetta þýðir að ekki dugir að teikna upp eitt framtíðar-
landsskipulag, heldur þurfi að draga upp frumdrætti
skipulags fyrir alla fimm valkostina. í uppdrætti fyrir
Orkuvinnslu- og Stóriðjuleið, sem myndi sýna marg-
földun á umsvifum miðað við í dag, kæmi t.d. fram
mikill fjöldi raflína, uppistöðulóna sem og stóriðju-
svæða, með tilheyrandi mengunardreifingu.
Megineinkenni Ferðaþjónustuleiðar væri hinsvegar
mikill fjöldi nýrra ferðavega til að dreifa umhverfis-
álaginu sem víðast um landið. Til að geta byrjað á
að teikna upp og kanna þennan valkost, sótti greinar-
höfundur um styrk til Vegagerðarinnar. Hefur hann
nú unnið að þessu verkefni í tæp tvö ár. Kominn er
fjöldi nýrra ferðaleiða á kort, en skipulag myndi síðan
velja úr þær bestu. Heillandi er sá möguleiki, fyrir
fslendinga sjálfa, að geta kynnst ýmsum nýjum
stöðum á slíkum framtíðarferðaleiðum.
VAL Á LEIÐ ER VAL Á MENNINGU
ísland hefur nú um langt skeið fyrst og fremst verið
land sjávarútvegs, — og hefur það reynst farsælt.
Nú er hins vegar þörf á að auka uppbyggingu ann-
arra atvinnuvega, því tæpast fjölgar fiskunum mikið,
og skynsamlegt er að fá fram þróaðri og fjölbreytt-
ari atvinnutækifæri, ef unga fólkið á að vilja búa hér.
Þekkingariðnaður á tæknisviðinu er æskilegur,' en
samkeppnisaðstaðan er lakari hér en erlendis, og
störfin nokkuð vélræn. Stóriðjan er líka vélræn og
býður fá þróuð störf. Verndunar- og friðarleiðin hljóm-
ar vel í fyrstu, en erfitt er að benda á mikla tekju-
möguleika í sambandi við hana, í viðbót við það, að
þar kynnum við að vera að gefa okkur út fyrir eitthvað
sem saga okkar og framganga, t.d. í úthafsveiðum,
rímar illa við.
Einna vænlegast sýnist mér sambland af öllum fyrr-
greindum leiðum, með t.d. 4-5 stóriðjuverum í viðbót,
ferðamannaaukningu allt að 1/2 milljón gesta, sjávar-
útvegi með umhverfisvænni tækni, aukinni úrvinnslu
á matvælum og svo uppbyggingu þekkingartækni,
sem hjálpað getur við að þróa og auka arðsemi af
fyrrgreindum atvinnuvegum. Með þessu mynduðust
ýmis störf sem byggjast á sérþekkingu og atvinnulífið
og þjóðlifið á íslandi yrði jafnvel enn fjölbreyttara og
skemmtilegra en nú er. ■
Dæmi um útfærslu á feröaþjónustuleið á Austurlandi. Ferðahring-
leiðir út frá Egilsstöðum (hringur) eru nauðsynlegar, — og aðeins
þannig eykst streymi ferðamanna um firðina.
sjávarúfveginn. Hin strjála byggð á NA-landi og hafnleysið á S-
landi gerir öflugan kjarna á A-landi mikilvægan.
Út frá landfræðilegum staðreyndum skiptist landið á eðlilegan hátt
í þrjá þriðjunga en ekki fjóra fjórðunga. Kjarni á A-landi er mjög
mikilvægur vegna hagkvæmustu sóknar á miðin.
66