AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 76
KIRKJURNAR í FÖROYUM
Forlagið í Stöplum í Færeyjum hefur nýlega gefið út
bókina „Kirkjurnar í Föroyum - Gömlu trækirkjurnar"
sem arkitektinn J. P. Gregoriussen, sem er íslend-
ingum að góðu kunnur, hefur ritstýrt. Þessi bók er sú
fyrsta af fjórum í ritröð um byggingarsögu færeyskra
kirkna til ársins 1950.
Þessi bók er hið vandaðasta verk og prýdd fjölda
litaðra teikninga eftir J. P. Gregoriussen sem sýna
bæði aðliggjandi hús, kirkjurnar sjálfar, deiliteikningar
af húshlutum, innréttingar og kirkjumuni. Þótt bókin
sé rituð á færeysku ætti það ekki að vefjast fyrir
íslendingum að lesa þetta ágæta rit. Henni fylgir líka
grein eftir Sverre Dahl á dönsku og ensku um timbur-
kirkjur í Færeyjum.
Færeyskum kirkjum er mikill sómi sýndur með þessari
ritröð ef fram heldur sem horfir og gæti hún verið
mikilvæg hvatning til íslenskra kirkjunnar manna til
þess að standaað álíka verki hér á landi. Full ástæða
er líka fyrir íslendinga sem hafa áhuga á kirkju-
byggingum að verða sér úti um þessa ritröð, ekki
KIRKJURNAR f FÖROYUM
GOMLU
TRÆKIRKJURNAR
J l’ GREGOKIUSSEN
FOIU.AGÍD i STÖPLUM
síst vegna þess að íslenskur byggingameistari kom
þar talsvert við sögu, m.a. þegar dómkirkjunni í
Þórshöfn var breytt, um 1860.
Ofangreind bók er til sýnis á skrifstofu AVS að
Garðastræti 17, Rvk. en hægt að panta hana beint
frá Forlaginu í Stoplum í Færeyjum. ■
Hollráð
Ætlar þú að veita
veðleyfi í þinni íbúð ?
Hafðu þá í huga, að veðleyfi jafngildir í raun ábyrgð á viðkomandi láni. Ef lántakandinn
greiðir ekki af láninu, þá þarft þú að gera það. Getir þú það ekki, gaeti svo farið
að þú misstir þína íbúð á nauðungaruppboð, því standi skuldari ekki í skilum
^ er andvirði íbúðar þinnar notað til að greiða lánið.
GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI ?
Við leggjum til að þú fylgir þeirri reglu að veita aldrei öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir
láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um
að lántakandinn muni standa í skilum.
FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA
HÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS
74