AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 62
N Ý J
Nýr vörulisti frá RÖNN-
ING á bók, geisladiski
og Internetinu
Ný útgáfa af vörulista Johan Rönning
hf er komin út, en nú eru fimm ár frá
síðustu útgáfu. Fyrsti vörulisti fyrirtæk-
isins kom hins vegar út fyrir 32 árum.
Þá voru vörunúmerin 200 talsins en nú
eru þau þau um 5300.
Frá síðustu útgáfu hefurvöruúrval auk-
ist mikið og er vörulistinn alls 440 síður
með 1700 myndum. Hann er eins og
áður alfarið unninn af starfsmönnum
Johan Rönning hf, í tölvukerfi fyrirtæk-
isins.
Samhliða prentaðri útgáfu er vörulist-
inn gefinn út á geisladisk (CD-ROM)
fyrir tölvur, og hann er einnig á heima-
síðu fyrirtækisins á Internetinu (http://
www.ronning.is). Rafræn útgáfa er
tvimælalaust útgáfumáti framtíðarinnar
og Johan Rönning hf leggur metnað
sinn í það að vera fyrsta fslenska
fyrirtækið til að gefa út vörulista á
þessa þrjá vegu.
Vörulistinn hefur að geyma itarlegt yfir-
lit vöruúrvals fyrirtækisins, og hann er
nokkurs konar uppsláttarrit um rafbún-
að. Listanum er skipt í 13 kafla, sem
hver um sig samanstendur af nokkrum
vöruflokkum. Kaflarnir nefnast: Raf-
strengir, Tengibúnaður, Rafveitubún-
aður, Innlagnaefni, Rofar og tenglar,
Lagnaleiðir, Töflubúnaður, Stýribúnað-
ur.Mælar, Rafmótorar, Hitatæki, Ljós-
búnaður og Heimilistæki.
U N
Johan Rönning hf var stofnað árið
1933 og er núna ein af stærstu og rót-
grónustu heildverslunum landsins og
leiðandi á sínu sviði með mikla mark-
aðshlutdeild í rafmagnsvörusölu.
Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir marga
rafbúnaðarframleiðendur, sá stærsti er
ABB-samsteypan, en búnaður frá ABB
er bæði í virkjunum okkar sem og flutn-
ings- og dreifikerfum landsins.
Rafmagnsvörur krefjast sérfræðiþekk-
ingar og allir starfsmenn Johan Rönn-
ing hf, alls 25 talsins, eru sérhæfðir á
sínu sviði.viðskiptafólk,rafvirkjar, raf-
magnstæknifræðingar og rafmagns-
verkfræðingar. Áhersla er lögð á góða
heildarþjónustu við viðskiptavini, hvort
sem þá vantar lítinn rofa eða heilt orku-
ver. ■
GLUGGAR OG GARÐHÚS:
uPVC GLUGGAR OG
HURÐIR
Frá þvf menn fóru að byggja sér hús
til íveru hafa þeir notað tré til glugga-
og hurðagerðar en tekist misvel til. Hin
síðari ár hafa gerviefni verið þróuð sem
leysa timbur af hólmi. Eitt þeirra er
PVC.
Við skulum nú skoða hvaða rök hníga
að því að velja PVC í stað viðar til
Glugga og hurðasmíða.
1. Hversu góður sem viðurinn er og
hversu vönduð sem vinnslan er þá
þenst hann og þrútnar við upptöku
raka. Þess vegna gengur oft illa að fá
málningu eða aðra yfirborðsvörn til að
loða við hann. uPVC er litekta, með
sléttri áferð, þrútnar ekkert í raka.breyt-
G A R
ist lítið við hitabreytingar og er þess
vegna viðhaldsfrítt og getur enst í
heilan mannsaldur.
2. Öll höfum við kynnst opnanlegum
fögum sem standa föst þegar opna
skal eða lokast ekki vegna þess að
þau hafa þrútnað. Á PVC gluggum
þekkist það ekki af fyrrgreindum
ástæðum.
3. Oft vinda útihurðir sig þannig að
rifa myndast bæði að ofan og neðan
því önnur hliðin snýr út í allt að 100%
raka en hin hliðin inn þar sem er þurrt
og hlýtt. Hurð úr PVC vindur sig ekki,
hún leggst í tvöfaldan þéttikant og læs-
ist á 5 stöðum. Það „pískar" því ekki
inn með henni þótt rigni lárétt.
4. ísetning PVC glugga og hurða er
auðveld og glerjun mjög fljótleg.
Glerlistum er smellt í þar til gerðar
raufar og yfirkíttun engin. Glugga-
rammarnir eru soðnir saman á hornun-
um, en áður er heitgalvaniseruðu stáli
rennt inn í þá til styrktar.
5. Sú tíð er liðin að fólk vilji eyða frítíma
sínum í endalaust viðhald, skrap og
málun. Á íslandi sem annars staðar er
fólkfarið að spyrja bæði um verð, gæði
og endingu.
Af framansögðu má vera Ijóst að með
tilkomu uPVC er komið til sögunnar efni
sem er að mörgu leyti æskilegra en
viður í glugga og hurðir. Verð hefur
lækkað á undanförnum árum á sama
tíma og timbur hefur hækkað. f dag er
verð á uPVC glugga hliðstætt timbur-
glugga sem keyptur er fullmálaður.
Gluggar og Garðhús hafa 12 ára
reynslu af smíði glugga, hurða, sól-
stofa o.þ.h. úr uPVC og álstyrktu
uPVC. Einungis er notað þýskt hráefni
frá viðurkenndum framleiðanda með
ISO staðal 9000. ■