AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 47

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 47
rýni af þessu tagi, taka á þeim þáttum sem gagn- rýndir eru og leggja okkur fram um aö bregðast rétt viö. VINNSLA Það er erfitt að spá um þróun vinnslunnar sjálfrar, - þó má augljóslega búast við aukinni sjálfvirkni í snyrt- ingu, skurði og pökkun bita í neytendaumbúðir. Mark- aðshlutdeild tilbúinna samsettra rétta er sífellt að auk- ast og mun eflaust gera þaó áfram í enn ríkara mæli. Fiskurinn sjálfur verður sennilega tiltölulega lítill hluti af máltíðinni, grænmeti, sósur og annað meðlæti fá meira rúm í fjölbreyttum réttum. Það gerir íslending- um erfitt fyrir í framleiðslunni, að þættir máltíðarinnar, aðrir en fiskurinn, eru dýrir hér á landi og oft þarf fyrst að flytja þá inn til þess eins að flytja þá út aftur. Þess vegna hefur tilhneiging íslenskra framleiðenda verið sú að byggja fiskréttaverksmiðjur erlendis, nær mörkuðunum og í nálægð við ódýrari aðföng. Þetta getur breyst, því verksmiðjurnar verða reistar þar sem hagkvæmast verður að reka þær. Hagkvæmnin ræðst af fjölmörgum þáttum, eins og hlutfalli launa- kostnaðar, tæknivæðingu og sjálfvirkni, viðskipta- samningum og tollalögum. Þróun í vinnslu verður einnig háð því hvort önnur varðveislutækni en frysting nær að ryðja sér til rúms sem algengasta geymsluaðferðin fyrir fisk. Þegar er farið að nota svokallaða ofurkælingu (superchilling), sem er í því fólgin að halda vörunni stöðugt mjög kaldri en fara þó aldrei niður fyrir frostmark. Þetta skilar mun betri afurð, því komist verður hjá eyði- leggingu frumnanna og miklu vökvatapi sem því fylgir þegar sprungnar frumur þiðna. Aðrar og róttækari aðferðir eru til dæmis ofurþrýstingur og geislun mat- væla, sem eru spennandi valkostir og kunna að valda miklum breytingum á bæði geymsluþoli og flutnings- máta matvæla í framtíðinni. Með þessum aðferðum stóreykst geymsluþolið, óháð hitastigi, svo fremi sem vörunni er vel pakkað. í raun sætir furðu hve frystingin hefur ríkt lengi sem aðalgeymsluaðferðin, þegar haft er í huga hvað hún er viðkvæm og dýr miðað við að hvar sem varan er, í flutningum, geymslu og sölu, verður að setja hana í frystigeymslu. Ekki er hægt að ræða framtíð sjávarútvegs, án þess aðminnastáþróunfiskeldis. Fiskeldiá þegarstóran þátt í heimsaflanum og fer hann mjög vaxandi, bæði hvað varðar lax, silung, hlýsjávarfiska og rækju. Á norðurhveli er Noregur miðstöð laxeldis, en örastur er vöxtur eldis í Asíu og Suður-Ameríku þar sem náttúrleg skilyrði til fiskeldis bera af því sem gerist á norðurhveli. Margir kvíða því að fiskeldi muni reyn- ast hefðbundnum fiskveiðum skæður keppinautur í verði. En gleymum því ekki, að það er dýrt að ala fisk: fóður, sjúkdómavarnirog umhverfisáhrif fiskeldis geta haft mikil útgjöld í för með sér. Minnumst þess líka, að sífellt þarf að metta fleiri munna og mann- kyninu er lífsnauðsyn að finna nýjar leiðir til að afla matar. í veiðum erum við án efa komin að efri mörk- um þess sem stofnarnir þola. Það verður því eldis- fiskur sem fyrst og fremst mun standa undir aukinni fiskneyslu í heiminum. Góður eldisfiskur getur því veitt villtum fiski jákvæða samkeppni og styrkt stöðu fisks í matarvali manna. Fiskeldi bætist við en kemur ekki í staðinn fyrir vel skipulagðar veiðar á villtum stofnum. AÐ LOKUM Ég hef nú drepið á nokkur þeirra atriða sem eru líkleg til að hafa áhrif á þróun sjávarútvegsmála hér á landi á næstu árum. Nú veiða íslendingar um 1,5% af heildarafla í heiminum, en eiga um 4% hlutdeild í heimsviðskiptum með fisk. Breytingarnar eru örar og við höfum burði til að hasla okkur völl í sjávarútvegi víða um heim, eins og dæmin sanna þegar. Ég hef trú á því að árið 2018 verði íslendingar ekki aðeins fiskveiðiþjóð, heldureigi miklu stærri hlutdeild en nú í heimsviðskiptum með sjávarafurðirog iðnaðarvörur tengdar veiðum og vinnslu. En til þess verðum við að stunda öflugar eigin rannsóknir, fylgjast grannt með öllum framförum og vera skrefi á undan öðrum í að tileinka okkur nýjungar á öllum sviðum sjávar- útvegs. ■ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.