AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 59

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 59
STAÐLAGERÐ Staðlagerð er mikilvæg m.a. til þess að einfalda samskipti á milli manna þegar um er að ræða viðskipti, rannsóknir og hönnun svo dæmi séu tekin. Brýnterað hagsmunaaðilar nýti sér kosti staðla og stöðlunar til þess að efla samkeppnisstöðu sína og um leið þjóðarinnar. Til þess að gæta hagsmuna sinna þurfa þeir að fylgjast með þeirri vinnu sem er í gangi við staðla hverju sinni. Viðurkennt er að staðlar séu mikilvægt tæki til að ryðja burt viðskiptahindrunum. Evrópusambandið (ESB) og EFTA nýta sér þennan möguleika með því að gera samninga við Stöðlunarsamtök Evrópu (CEN) um staðlagerð. Mikill fjöldi samevrópskra staðla hefur tekið gildi hér á landi sem íslenskir staðlar. í febrúar- lok á þessu ári voru 2484 slíkir staðlar í gildi hér á landi. Þar af voru komnir 120 staðlar á þessu ári og 710 komu út á síðasta ári. Áætlað er að um 860 staðlar komi út á þessu ári þannig að í árslok verði komnir rúmlega 3200 staðlar á hinum ýmsu sviðum. BYGGINGARSTAÐLARÁÐ Byggingarstaðlaráð (BSTR) er vettvangur hagsmunaaðila á sviði bygginga og mannvirkja- gerðar. Á vegum ráðsins er unnið að ýmsum verk- efnum. Um er að ræða séríslensk verkefni, norræn verkefni og síðast en ekki síst evrópsk verkefni. Hér á eftir verður greint frá nokkrum þessara verk- efna. Hagsmunaaðilar eru hvattir til þess að kynna sér þau mál er þá varða. SÉRÍSLENSK VERKEFNI ÍST 30 Fyrsta útgáfa staðalsins ÍST 30: Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir, tók gildi 1969. Þessi fyrsta útgáfa mun að miklu leyti hafa verið þýðing á danska skjalinu Almindelige betingels- erom arbejderog leverancer. Miklar breytingar hafa verið gerðar frá fyrstu útgáfunni til aðlögunar að Islenskum aðstæðum og nú er í gildi 3. útgáfa sem tók gildi 1988. Síðastliðin þrjú ár hefur verið unnið að endurskoðun staðalsins. Breytingar sem gerðar hafa verið frá nú- gildandi útgáfu miða aðallega að því að sérskilmálar verði óþarfir. Frumvarp að 4. útgáfu var auglýst til gagnrýni í Staðlatíðindum ívetur. Gagnrýnisfrestur er útrunninn. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum. Nefndin sem vann að endurskoðun staðalsins fær athuga- semdirnar til umfjöllunar. Ef athugasemdirnar eru ekki of alvarlegar þá ætti ný útgáfa að geta litið dagsins Ijós á haustdögum. í frumvarpinu eru gerðar breytingar á nærri 50 ákvæðum staðalsins. Þetta eru þó mun minni breyt- ingar en gerðar voru við næstu endurskoðun á undan. Margar breytingar núna eru til einföldunar. Til dæmis eru felldir niður tveir heilir kaflar, þ.e. kafli 29 Endurmat og kafli 34 Samskipti aðalverktaka og undirverktaka. Kafli 29 var felldur niður vegna mjög takmarkaðrar notkunar. Hins vegar var kafli 34 felldur niður vegna þess að talið er að staðallinn í heild geti gilt um samskipti aðalverktaka og undirverktaka. ÍST 50 Nú er í gildi 2. útgáfa af staðlinum ÍST 50: Flatarmál og rúmmál bygginga. Sú útgáfa tók gildi 1986 -12- 01. Ný lög um fjöleignarhús sem sett voru á árinu 1994 urðu þess valdandi að vinna hófst við endur- skoðun staðalsins á þvl ári. Frumvarp að 3. útgáfu staðalsins var auglýst til gagn- rýni í Staðlatíðindum í vetur. Gagnrýnisfrestur er út- runninn og bárust athugasemdir frá einum hópi fjög- urra aðila sem höfðu með sér samstarf við skoðun frumvarpsins. Á sama hátt og varðandi ÍST 30 þá fær nefndin sem vann að endurskoðun staðalsins athugasemdimar til umfjöllunar. Ný útgáfa ætti síðan að geta litið dagsins Ijós á haustdögum ef athuga- semdirnar eru ekki of alvarlegar. Frumvarpið að 3. útgáfu staðalsins gerir ráð fyrir gerbreyttum staðli. Við endurskoðunina voru ýmsir erlendir staðlar hafðir til hliðsjónar en einkum þó ISO 9836:1992 Performance standards in building - Defi- nition and calculation ofarea and space indicators. 57 DR. HAFSTEINN PÁLSSON VERKFRÆÐINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-9507
Tungumál:
Árgangar:
13
Fjöldi tölublaða/hefta:
45
Skráðar greinar:
680
Gefið út:
1993-2005
Myndað til:
2005
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Skipulagsmál : Byggingarlist : Tækni : Höfuðborgarsvæðið : Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins : Arkitektúr og skipulag
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað: 3-4. tölublað (01.12.1996)
https://timarit.is/issue/429194

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3-4. tölublað (01.12.1996)

Aðgerðir: