AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 92
LOKAVERKEFNI ÁSDÍSAR INGÞÓRSDÓTTUR ARKITEKTS FRÁ LISTASKÓLANUM í EDINBORG
KAUPMANNAHÖFN
Útlitsmynd.
Verkefni þetta var unniö að mestu leyti við
Akademíuna í Kaupmannahöfn en þar
dvaldi ég sem ERASMUS skiptinemi
helminginn af lokaárinu, ég útskrifaðist
síðan frá Edinborg sumarið 1995. Ætlast vartil þess
af skiptinemum að þeir kynntu sér skipulagssögu og
uppbyggingu borgarinnar sem dvalið var í, sem og
að athuga þann vanda sem borgin stendur frammi
fyrir og stinga upp á úrbótum fyrir framtíðina.
Saga Kaupmannahafnar sjálfrar er of löng og snúin
til að tíunda hana í þessari stuttu grein þar sem
megináhersla er lögð á verkefnið sjálft, en skírskotanir
í fortíðina fylgja útskýringunum á verkefninu sjálfu.
Eftir að hafa skoðað sögu Kaupmannahafnar og
komist að ákveðinni niðurstöðu um þann vanda sem
borgin stendur frammi fyrir í dag þróaðist eftirfarandi
tillaga. Eins og svo margar ört vaxandi borgir heims,
með þróun úthverfa í allar áttir, getur kjarni þeirra
ekki lengur annað umferðinni sem í gegnum þær
streymir. Þetta á einnig við um Kaupmannahöfn og
má rætur þessa vanda að hluta til rekja til „fingurfara-
skipulagsins" („THE FINGER PRINT PLAN“) sem gert
var árið 1948. Úthverfi byggjast upp út frá lófanum
(eða miðborginni) eins og fingur sem mynda aðal-
umferðar- og búsetuæðar og milli þeirra eru opin
svæði. Uppbygging þessara úthverfa hefur sett mark
sitt á miðborgina þar sem hún er nú orðin líflausari
en áður, en annar þó ekki fjöldanum sem í kringum
hana býr. Næsta skrefið er því að einbeita sér aftur
að kjarnanum og vernda hann. Hér er því lagt til að
í kringum miðborgina, sem afmarkast af virkisgörð-
unum sem byggðir voru átímabilinu 1600-1750, verði
gerðir 2 hringvegir og hraðbrautin, sem nú liggur
þvert í gegnum miðborgina, lögð niður. Umferð innan
innri hringsins verður takmörkuð fyrir einkabíla og
áhersla lögð á almenningsfarartæki s.s. strætis-
vagna, síkjaferjur og einnig á hjólreiðar. Stefna í
þessa átt hefur þegar verið tekin þar sem bílastæðum
í miðborginni er fækkað árlega um 3% gagngert til
að skila aftur plássi til borgarbúa. Nokkuð sem Reyk-
víkingar ættu að taka sér til fyrirmyndar. Oft hefur
einnig verið rætt um að virkja sjóinn sem samgöngu-
leið, en skrefið hefur þó aldrei verið tekið til fulls. Með
hringveginum opnast einnig samgöngur til svæða
austur af miðborginni sem á næstu árum koma til
með að breytast úr iðnaðarsvæðum í blönduð íbúðar-
,þjónustu-,sport- og útivistarsvæði,þá í beinum
tengslum við sjóinn.
90