AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 92

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 92
LOKAVERKEFNI ÁSDÍSAR INGÞÓRSDÓTTUR ARKITEKTS FRÁ LISTASKÓLANUM í EDINBORG KAUPMANNAHÖFN Útlitsmynd. Verkefni þetta var unniö að mestu leyti við Akademíuna í Kaupmannahöfn en þar dvaldi ég sem ERASMUS skiptinemi helminginn af lokaárinu, ég útskrifaðist síðan frá Edinborg sumarið 1995. Ætlast vartil þess af skiptinemum að þeir kynntu sér skipulagssögu og uppbyggingu borgarinnar sem dvalið var í, sem og að athuga þann vanda sem borgin stendur frammi fyrir og stinga upp á úrbótum fyrir framtíðina. Saga Kaupmannahafnar sjálfrar er of löng og snúin til að tíunda hana í þessari stuttu grein þar sem megináhersla er lögð á verkefnið sjálft, en skírskotanir í fortíðina fylgja útskýringunum á verkefninu sjálfu. Eftir að hafa skoðað sögu Kaupmannahafnar og komist að ákveðinni niðurstöðu um þann vanda sem borgin stendur frammi fyrir í dag þróaðist eftirfarandi tillaga. Eins og svo margar ört vaxandi borgir heims, með þróun úthverfa í allar áttir, getur kjarni þeirra ekki lengur annað umferðinni sem í gegnum þær streymir. Þetta á einnig við um Kaupmannahöfn og má rætur þessa vanda að hluta til rekja til „fingurfara- skipulagsins" („THE FINGER PRINT PLAN“) sem gert var árið 1948. Úthverfi byggjast upp út frá lófanum (eða miðborginni) eins og fingur sem mynda aðal- umferðar- og búsetuæðar og milli þeirra eru opin svæði. Uppbygging þessara úthverfa hefur sett mark sitt á miðborgina þar sem hún er nú orðin líflausari en áður, en annar þó ekki fjöldanum sem í kringum hana býr. Næsta skrefið er því að einbeita sér aftur að kjarnanum og vernda hann. Hér er því lagt til að í kringum miðborgina, sem afmarkast af virkisgörð- unum sem byggðir voru átímabilinu 1600-1750, verði gerðir 2 hringvegir og hraðbrautin, sem nú liggur þvert í gegnum miðborgina, lögð niður. Umferð innan innri hringsins verður takmörkuð fyrir einkabíla og áhersla lögð á almenningsfarartæki s.s. strætis- vagna, síkjaferjur og einnig á hjólreiðar. Stefna í þessa átt hefur þegar verið tekin þar sem bílastæðum í miðborginni er fækkað árlega um 3% gagngert til að skila aftur plássi til borgarbúa. Nokkuð sem Reyk- víkingar ættu að taka sér til fyrirmyndar. Oft hefur einnig verið rætt um að virkja sjóinn sem samgöngu- leið, en skrefið hefur þó aldrei verið tekið til fulls. Með hringveginum opnast einnig samgöngur til svæða austur af miðborginni sem á næstu árum koma til með að breytast úr iðnaðarsvæðum í blönduð íbúðar- ,þjónustu-,sport- og útivistarsvæði,þá í beinum tengslum við sjóinn. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað: 3-4. tölublað (01.12.1996)
https://timarit.is/issue/429194

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3-4. tölublað (01.12.1996)

Aðgerðir: