AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 73
VIN N UAÐSTAÐA
Mikilvægt er aö þeir hlutar starfseminnar sem tengj-
ast séu aðlægir þannig að göngu- og flutningsleiðir
séu sem stystar. Umferðaleiðir þurfa að vera það
rúmar á breidd og hæð að hjálpartæki rúmist og
hægt sé að handleika byrðar í uppréttri stöðu. Of oft
sjást dæmi þess að starfsmenn þurfa að bogra með
byrðar t.d. í þröngum vörugeymslum þar sem lágt
er til lofts. Lýsing þarf að vera nægileg. Gólf þurfa
að vera slétt og án hæðarmunar, t.d. þröskulda, svo
auðvelt sé að nota hjálpartæki. Gæta þarf þess að
gólfefni séu ekki hál.
Nauðsynlegt er að búnaður t.d. vinnuborð, vél eða
flutningsband sé þannig að hægt sé að vinna í
þægilegri vinnuhæð með beint bak og slakar axlir.
Æskilegt er að auðvelt sé að aðlaga búnaðinn starfs-
mönnum. Forðast skal hæðarmun eða bil í vinnslu-
einingum þannig að lyfta þurfi byrðum á milli með
handafli. Einnig þarf að gæta þess að seilingar-
fjarlægð I byrðar, sem oft eru handleiknar, sé innan
þægilegs vinnusviðs þannig að ekki þurfi að teygja
sig eða vinda hrygginn.
Rými þarf að vera nægilegt svo hægt sé að koma
að nauðsynlegum búnaði og hjálpartækjum og jafn-
framt að beita líkamanum á heppilegan hátt. Nauð-
synlegt er að hægt sé að standa I uppréttri stöðu og
þétt að byrðinni til að draga úr álagi. Rými þarf að
vera nægilegt fyrir aftan starfsmann og til hliðar svo
hann geti notað þungaflutning eigin líkamatil að létta
sér verkið þegar byrðin er færð úr stað. í sumum
tilvikum þarf að gera ráð fyrir að tveir eða fleiri starfs-
menn geti unnið samtímis við sama verkið ef hjálpast
þarf að við að flytja byrðar. Mikið álag skapast við að
lyfta byrðum fyrir ofan axlarhæð og fyrir neðan hné.
þvl þarf að skipuleggja vinnusvæði þannig að byrðar
sem lyfta á með handafli séu hafðar fyrir ofan hnéhæð
og fyrir neðan axlir.
HJÁLPARTÆKI OG BYRÐAR
Nota á hjálpartæki svo sem minnst þurfi að lyfta og
bera. Þau þurfa að vera aðgengileg fyrir starfsmenn
og þægileg og örugg í notkun. Mikilvægt er að skil-
greina þær kröfur sem hjálpartæki á að uppfylla áður
en valið er og bera saman/prófa mismunandi valkosti.
Huga þarf að staðsetningu og fyrirkomulagi stjórn-
búnaðar svo auðvelt sé að ná til hnappa og stjórna
tækinu. Lyftarar, kerrur og vagnar þurfa að vera stöð-
ug en jafnframt auðveld í akstri.
Ekki hafa verið settar neinar tölur um hámarksþyngd
byröa sem einstaklingar mega handleika. Hæfileg
þyngd ræðst m.a. af aðstæðum við vinnu, stærð og
lögun byrðarinnar, hættu vegna skyndilegs álags
þegar fólki er lyft o.fl. Mun erfiðara er t.d. að lyfta 25
kg plötu sem er 2x1 m en jafnþungum kassa sem er
lítill og gott að ná taki á. Því þarf að meta aðstæður
hverju sinni. Þaó er erfitt fyrir hönnuði að hafa áhrif á
þyngd og lögun fólks og dýra. Öðru máli gegnir um
framleiðsluvörur. Hanna þarf og velja umbúðir byrða
sem flytja þarf með handafli þannig að byrðin sé
þægileg viðkomu, auðveld að ná taki á og hæfilega
þung.
VINNUSKIPULAG
í reglunum er kveðið á um að skipuleggja eigi vinnu
þannig að ef starfsmenn handleika byrðar í sífellu
skuli hvíla þá með öðrum verkefnum eða koma fyrir
hléum til að draga úr hættu á heilsutjóni. Þegar meta
á álag skiptir máli að huga ekki aðeins að þyngd
einstakra byrða heldur einnig að heildarþyngd þeirra
byrða sem starfsmenn handleika yfir daginn.Ef starfs-
maður getur ekki haft áhrif á vinnuhraðann er meiri
hætta á því að hann verði fyrir óheppilegu álagi en
ella.
LOKAORÐ
Hér að framan hefur verið varpað Ijósi á ýmsa þætti
sem hafa þarf í huga við hönnun til að draga megi úr
óþægindum og hættu á heilsutjóni. Ég hvet alla þá
sem á einhvern hátt tengjast og/eða bera ábyrgð á
hönnun vinnustaða að kynna sér reglur þessar í heild
en þær eru fáanlegar hjá Vinnueftirliti ríkisins um land
allt. ■
Heimildaskrá:
1. Ólöf Steingrímsdóttir o.fl. Einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi
meðal íslendinga, Læknablaðið 1988:74:223-32.
2. Hagberg M., Kilbom Á., Buckle P. o.fl. Strategies for pre-
vention of work-related musculoskeletal disorders. Consen-
sus paper. Int J Ind Erg 1993;11:77-81.
3. Arbejdsmiljofondet. Nár EGA skal afskaffes,en hjælp til
virksomhedens indsats mod Ensidigt Gentaget Arbeide,
Danmörk 1995. ISBN.
4. Vinnueftirlit ríkisins: Varnir gegn álagseinkennum, Tema
Nord 1994:514. þróun aðferða til að meta álag og vinnuskilyrði
á Norðurlöndum, Reykjavík 1994.
5. Kilbom Á. og Hagberg M. Arbetsrelaterade muskuloskel-
etala sjukdomar - riskyrken ooch riskfaktorer. Arbete och
hálsa 1990:19, Stockholm 1990. ISBN 91-7045-069-2.
71