AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 70

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 70
OLAFUR ODDSSON KYNNINGARFULLTRUI SKOGRÆKTAR RIKISINS HVERSVIRÐI ER ÍSLENSKURVIÐUR? Aundanförnum misserum hefur umræöa um hvers konar nytjar náttúruefna verið allnokkur í þjóðfélaginu, þar á meðal um íslenskar skógarafurðir og nýtingu þeirra. Að stærstum hluta má eflaust rekja þennan áhuga og umræðu til efnahagskreppu síðustu ára og viðleitni manna til að skapa sér atvinnu og tekjur. Efnahagskreppan hefur ýtt undir að margir leita nýrra leiða í atvinnuskyni og meira fellur til af viði vegna nauðsynlegrar grisjunar og umhirðu skóganna. HVERNIG HÖFUM VIÐ NÝTT VIÐINN TIL ÞESSA? Ef litið er til fortíðar hefur nýting skógarins fyrst og fremst falist í beit búfénaðar, kolagerð, eldiviðartöku og lítils háttar til smíða. Þannig hefur nýtingin að mestu verið tengd afkomu en ekki notkun til aukinnar verð- mætasköpunar, s.s. með framleiðslu nytjahluta. Með aukinni friðun skóga á þessari öld hefur skógurinn fengið að vaxa og gefur nú mun meira af sér en áður, auk þess sem skóglendin hafa stækkað með gróður- setningu. Það hefur átt sér stað vaxtarsprenging í íslenskum skógarreitum og orðið afar brýnt að grisja vegna þrengsla í skógarreitum og einkagörðum. HVERNIG NÝTUM VIÐ VIÐINN í DAG? Þaðertímannatákn aðás.l. árum hafaverið skipaðar opinberar nefndir til að gera úttekt á þeim vaxtar- möguleikum sem felast í íslenskum skógarafurðum, þar á meðal íslenskri viðarvinnslu, og hefur verið ýtt undir og hvatt til umræðu og nýrrar hugsunar á þessu sviði með samkeppni og fjárstuðningi. Handverks- fólk hefur stofnað með sér samtök og einstakar hand- verksgreinar hafa myndað með sér félagsskap, s.s. útskurðarmenn, trérennismiðir og elds-járnsmiðir. í þeirri úttekt kom berlega í Ijós að margt var verið að sýsla með ýmss konar skógarafurðir. Mest bar þó á 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.