AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 57

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 57
FRAMTIÐAR - STOFNUN- Hvað er það? VAÐ KEMUR TIL? Áriö 2000 hefur í vitund núlifandi kyn- slóöar haft á sér Ijóma fjarlægrar fram- tíöar en er nú skammt undan. Við ald- arlok og á mótum árþúsunda er viö hæfi aö huga að framtíðinni og skoöa nútímann í Ijósi hennar. Fólk á liðnum árum og öldum hefur mótaö nútímann. Framtíð þess er okkar nútíð. Viö sem nú erum uppi erum í sömu stöðu gagnvart komandi kynslóðurm: Nútíminn veröur þeirra fortíö og okkar framtíð þeirra fortíö. Framtíðin blasir viö eins og safn möguleika sem viö veljum úr meö ákvörðunum okkar á líðandi stund - á meðvitaöan eöa ómeðvitaðan hátt. Þaö skiptir máli að valið sé farsælt. HVAÐ ER FRAMTÍÐARSTOFNUN? Nýlega tóku sig saman 12 einstaklingar og settu á laggirnar Framtíðarstofnun til þess „að vera aflvaka og vettvang umræðu um framtíðina og stöðu íslands í samfélagi þjóða”, eins og segir í stofnsamþykktinni. Að þessu stendur fólk sem vill örva umræðu um brýn hagsmunamál sem tengjast komandi tíð. Aðstand- endurnir telja þörf fyrir slíkan vettvang sem stendur utan við bein hagsmuna- og stjórnmálatengsl og getur gegnt því hlutverki að leiða saman ólík sjónar- mið til eins hlutlægrar greiningar og kostur er á mikil- vægum málefnum sem varða þróun íslensks sam- félags. Framtíðarstofnun er ekki ætlað að spá um framtíðina eða fella dóma um ákvarðanir eða stefnur. Henni er fremur ætlað að vekja spurningar og greina viðfangs- efnin og þannig hjálpa einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að öðlast betri skilning á mikilvægum þátt- um sem móta framtíðina og þar með vonandi taka farsælar ákvarðanir. Stofnendurnir hafa fengð til liðs við sig um þrjátíu manns í trúnaðarráð sem valið er til tveggja ára í senn. Trúnaðarráðið kýs fimm menn í stjórn til eins árs í senn og er trúnaðarráðið stjórninni til ráðuneytis um stefnumótun og verkefnaval. í trúnaðarráðinu sitja fulltrúar af ýmsum sviðum þjóðlífsins; úr atvinnu- og viðskiptalífi; opinberri stjórnsýslu; frá mennta- og fræðastofnunum og af vettvangi félagsmála og lista. í stjórn Framtíðarstofnunar sitja nú: Páll Skúlason, prófessor, formaður, Steingrímur Her- mannsson, seðlabankastjóri, varaformaður, Hulda Valtýsdóttir, blaðamaður, ritari Jón Jóel Einarsson, gjaldkeri, Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri, meðstjórnandi Framtíðarstofnunin mun leitatil stuðn- ingsaðila,einstaklinga,fyrirtækja ogstofnana um fram- lög til greiðslukostnaðar af verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, en öll störf fyrir hana eru ólaunuð. HVERS VEGNA FRAMTÍÐARSTOFNUN? íslendingar hafa ekki tamið sér að hugsa til langs tíma en hefur tekist að byggja upp nútímalegt þjóð- félag sem er í fremstu röð meðal þjóða. Þeir hafa að ýmsu leyti tileinkað sér hætti veiðimanna og með atorku og snarræði gripið þau tækifæri sem hafa gef- ist, endafiskveiðar bókstaflega verið undirstaða þjóð- arbúskaparins að stórum hluta alla þessa öld. 55 VILHJÁLMUR LÚÐVÍKSSON FRAMKV.STJ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.