AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 74
STEFAN JONSSON
P U N
O G
G L E R S L í
Arið 1922 markaði þáttaskil í sögu
gleriðnaðar á íslandi. Þá kom til lands-
ins ungur maður að nafni Ludvig Carl
Christian Adolph Storr, í daglegu tali
nefndur Ludvig Storr. Hann setti á fót verslun sem
seldi gler og spegla sem hann flutti inn tilbúið frá
ýmsum fyrirtækjum í Evrópu. Þegar fyrirtækið var
tveggja ára flutti það um set að Laugavegi 11 og var
þar næsta áratuginn. Árið 1937 byggði hann nýtt hús-
næði að Klapparstíg 16 og flutti fyrirtækið þangað
sama ár. Ennfremur fékk fyrirtækið nýtt nafn, Gler-
slípun og Speglagerð hf. sem það heitir enn í dag.
Til þess að koma fótum undir fyrirtækið voru ráðnir
glerslípunarmeistarar frá Þýskalandi og Belgíu og
ruddu þeir brautina fyrir iðngreinina hér á landi. All-
flestir sem numið hafa iðngreinina hér á landi hafa
lært hjá Glerslípun og Speglagerð hf. Árið 1994
markaði þáttaskil í sögu fyrirtækisins er það flutti í
nýtt og betra húsnæði í Skeifunni 5, þar er öll aðstaða
mun betri og meiri möguleikar til að auka þjónustuna.
Með tímanum hefur vinnsla og gerð spegla þróast,
komið hafa til sögunnar fullkomnari tæki en áður
þekktust, eins hefur t.d. gerð spegla tekið miklum
breytingum. Áður voru speglar „lagðir" hér heima
en nú koma speglar til landsins í stórum skífum sem
síðan eru skornar niður eftir óskum hvers og eins.
Daglega koma til okkar viðskiptavinir með mismun-
andi óskir, sumar auðveldar úrlausnar, aðrar flóknari.
Hér á eftir ætla ég að stikla á stóru á þeim möguleik-
um og þeim lausnum sem við bjóðum viðskiptavinum
okkar.
SPEGLAR
Speglar eru til í mismunandi þykktum og gerðum.
Gæðin eiga þó að vera þau sömu, þ.e. allir speglar
í dag eru spélausir og rakaþolnir. Þykkt speglanna
ræðst yfirleitt af því hvernig þeir eiga að festast upp,
t.d. 6 mm speglar í festingar, 4 mm speglar í líming-
ar og 3 mm speglar t.d. til límingar á skápahurðir.
Form speglanna er einnig mismunandi. Áður fyrr voru
speglar svo til eingöngu valdir með tilliti til notagildis
en nú eru gerðar meiri kröfur til útlits og speglar þá
oft og tíðum valdir með tilliti til þess að þeir eigi að
vera meira til skrauts. Þá er ýmist brotið upp þetta
hefðbundna form, þ.e. spegilllinn er óreglulega lag-
aður, eða í hann er sandblásið munstur. Þá er einnig
hægt að „facett-slípa", þ.e. slípað er inn á spegilinn
10-50%, mismunandi langt eftir óskum hvers og eins.
Einnig er hægt að líma glerhillur utan á spegla. Það
er góð lausn því lítið úrval hefur verið af hilluberum
fyrir glerhillur.
GLER
Það fyrsta sem fólki dettur [ hug þegar talað er um
gler er gler í gluggum, tvöfalt eða einfalt, en glerið
býður upp á meiri möguleika. Það er til í mismunandi
þykktum, þ.e. 3-4-5-6-8-10-12 og 15mm þykkt. Þykkt
glersins fer eftir því í hvað á að nota það, t.d. 3-6
mm gler í einfalda glugga, eða lítil borð og 8-15 mm
72