AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 56

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 56
verða sömu mistökin endurtekin. Hluti af því er til dæmis að byrjað er á framkvæmdum áður en rann- sóknum er lokið, en það er þekkt vandamál á íslandi að svo er ekki. Það eru teknar pólitískar ákvarðanir.” Nú hefur þú verið í stjórn Stjórnunarfélags íslands frá 1963. Getur þú sagt mér frá því starfi? „Ég hafði haft áhuga á stjórnunarfræðum allt frá því ég var í námi í Bandaríkjunum, en hluti af náminu þar var stjórnun og rekstur. Fyrsti fyrirlesarinn á nám- skeiði, sem Stjórnunarfélagið hélt, var einmitt fyrrum leiðbeinandi minn frá skólaárunum, Donald Lane, og hét námskeiðið Cost Reduction eða lækkun kostnað- ar. Það fyrsta sem hann fjallaði um var réttlæting fram- kvæmdar og þegar þeim áfanga er náð þá má fjalla um leiðir við framkvæmdina. Þetta var mjög áhuga- vert námskeið. Við fengum hann svo aftur fimm árum síðar og þá fjallaði hann um markaðssetningu. Mér er það minnisstætt að í upphafi þess námskeiðs spurði hann þátttakendur um starf þeirra. Og þegar hann hafði fengið svörin frá þeim þótti honum það leitt að aðeins einn þeirra fengist við markaðssetningu en aftur á móti væru 29 sem tækju við pöntunum. Það væri nefnilega ekki markaðssetning að sitja við síma og bíða eftir að einhver hringdi og pantaði.” Þetta var sagt fyrir næstum þrjátíu árum og enn er verið að tala um að efla þurfi markaðssetningu og markaðssókn. Hefur lítið breyst á öllum þessum tíma? „Jú, jú, mikil ósköp, margt hefur nú breyst á þessum tíma. Þessi fornu viðhorf hafa sennilega verið komin frá skólakerfinu. Fyrir fimmtíu árum stóð eitthvað á þessa leið í kennslubók í reikningi: „Kaupmaður kaup- ir kaffipoka á 90 krónur og selur hann á 100 krónur. Hve mikið græddi kaupmaðurinn?” Þarna er ekkert verið að hugsa um kostnað sem kaupmaðurinn hefði af verslun sinni.Þarna er beinlínis gefið í skyn að mis- muninum stingju kaupmenn í vasann. Gamla fyrir- komulagið byggðist allt á einhvers konar skömmtun- arkerfi. Viðskiptavinurinn átti að stilla sér upp í röð og bíða þar til að honum kæmi og þá fengi hann sinn skammt. En frjáls markaður er nú samt sem áður smátt og smátt að komast á. En frelsið er nokkrum takmörkunum háð og það er sagt að viðskiptafrelsið sé í þágu hins sterka. Það er e.t.v. þáttur í áhyggjum íslendinga við það að tengjast stórum markaði eins og Evrópusambandinu að ekki er vtst að þar sé skilningur fyrir hendi á vanda þeirra smáu eins og við erum. Aftur á móti viðgengst alls konar einokun á ýmsum sviðum meðan við höfum frelsið á öðrum. Það er til dæmis talið sjálfsagt að verktakar kroppi augun hver úr öðrum meðan annað er nánast læst í einhverja taxta.” Svo við snúum okkur að Evrópusambandinu, heldur þú að samvinnan sé að mestu á forsendum stóru þjóðanna í sambandinu? „Já, ég er viss um það. Ég er ekki viss um að við höfum fólk til að lesa alla þessa hrikalegu skriffinnsku frá þeim. En til eru þeir sem þrífast á skriffinnskunni, hafa af henni atvinnu og þeir vilja alls ekki missa af. Þá er það nokkuð sérkennilegt að þjóðirnar sunnar í álfunni telja sig eiga rétt á því að vera á framfæri hinna sem norðar búa. Ég minnist þess að hafa séð á korti hvar í heiminum framfarir verða.Þar sem er of heitt er fólk of værukært og slappt en ef það er allt of kalt þá er fólk að berjast við vandamál tengd því. Þannig er það að tempraða beltið er hagstæðast hvað viðvíkur framförum í heiminum. Og þó svo við íslendingar búum norðarlega þá er okkur ekki eins kalt og mörgum sem sunnar búa og veldur því Golf- straumurinn, sem heldur okkur tempruðum og fram- farasinnuðum." En eigum við einhverja von í þessu Evrópusam- starfi, ekki stærri en við erum? „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að enginn er annars bróðir í leik og við þurfum að berjast fyrir öllu því sem við viljum ná fram. Meðan kalda stríðið var þá fengum við verulegan styrk frá Bandaríkja- mönnum, því þá munaði lítið um að hjálpa lítilli þjóð. En nú er öldin önnur og engra styrkja að vænta og því verðum við að standa á eigin fótum. En það er ekki þar með sagt að við megum ekki hreyfa okkur, við verðum bara að fara okkur hægt svo við höfum eitthvert vald á atburðarásinni. Og við eigum síst að reyna að framfleyta okkur á styrkjum sem kunna að berast utan að, því þá fyrst verðum við slappir.” ■ 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað: 3-4. tölublað (01.12.1996)
https://timarit.is/issue/429194

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3-4. tölublað (01.12.1996)

Aðgerðir: