AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 58

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 58
í heimi hraðfara breytinga þar sem við verðum í vax- andi mæli öðrum þjóðum háð og tengd, er nú hins vegar óhjákvæmilegt að líta lengra fram á veginn. Þekking og færni verður í vaxandi mæli undirstaða framfara I stað náttúruauðlinda og handafls. Myndun mannauðs tekur hins vegar langan tíma og hann nýtist ekki nema í samhengi við þá alþjóðavæðingu viðskipta-, menningar- og stjórnmálasamskipta sem nú gengur yfir. Hún tekur á sig margvíslegar myndir og gerir þjóðir innbyrðis háðar með áður ófyrirsjáan- legum hætti. Mikilvægt er að skilja þau áhrif og tengsl sem best; helst að sjá þróun þeirra fyrir og geta brugðist við þeim í tíma. Öll hugsum við um hið ókomna. Með fræðslu, um- ræðum og athugunum á gangi mála geta menn gert sér skýrari mynd af því sem verða mun, reynt að koma í veg fyrir hið óæskilega og búið sig undir að grípa tækifæri sem bjóðast. VERKEFNI Á DAGSKRÁ Meðal viðfangsefna sem telja má brýnt að brjóta til mergjar eru eftirfarandi: ■ Leiðir til haldbærrar eða sjálfbærrar þróunar, félags- legra framfara, hagvaxtar og nýtingar náttúruauð- linda án þess að sólunda þeim og án varanlegs tjóns fyrir umhverfi og vistkerfi mannsins. ■ Framtíð velferðarþjóðfélagsins og jafnvægi milli óska um félagslegt öryggi og jafnan aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu að teknu tilliti til kostnaðar og réttlátrar dreifingar hans á þjóðfélags- hópa og kynslóðir. ■ Andleg heill og hamingja ungra sem aldinna í um- róti hraðfara breytinga í þjóðfélagi sem knúið er áfram af sjálfsbjargarvilja og einstaklingshyggju, en hefur einnig ríka þörf fyrir samkennd og samheldni. ■ Framtíð þjóðríkis og þjóðernisstefnu, svo og öryggis þjóða í heimi vaxandi alþjóðahyggju, samkeppni og hagsmunatengsla milli þjóða og milli heimshluta og menningarsvæða. Að baki viðfangsefnum sem þessum liggja fjölmargar spurningar sem geta verið siðferðilegar, efnahags- legar, huglægar og efnislegar. Svörin við þeim eru í ríkum mæli háðar gildismati sem og góðri greiningu á staóreyndum mála. Framtíðarstofnunin hyggst á næstunni skipuleggja málþing og ráðstefnur um málefni sem tengjast ofangreindum spurningum og mun leita samvinnu við innlenda og erlenda aðila í því efni. Eitt fyrsta verkefnið var nýleg ráðstefna um hlutverk íslands í því að marka tímamótin árið 2000 og vekja um leið athygli á mikilvægustu málefnum mannkyns á nýju árþúsundi. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við umhverfisráðuneytið og Millenium Institute í Bandaríkjunum og dró að sér fjölda erlendra gesta sem voru á einu máli um mikilvægi og sérstöðu íslands til að draga athygli að mikilvægum framtíðar- málum vegna sögu þess, staðsetningar og þjóð- félagsgerðarinnar, þ.á m. smæðar, en sterkrar lýð- ræðishefðar og vopnleysis. Á næstunni verður unnið úr niðurstöðum ráðstefnunnar og tillögur sendar ríkisstjórn til ákvörðunar. Á komandi vetri verða skipulagðir fyrirlestrar, m.a. um skattamál og réttlæti milli þjóðfélagshópaog kyn- slóða; um siðfræðileg vandamál heilbrigðisþjónustu; um nýtingu hálendisins og gildi ósnortinnar náttúru; um landgræðslu og náttúruvernd, o.m.fl. í lok mars á næsta ári gengst Framtíðarstofnun svo fyrir fyrsta norræna málþinginu um framtíðarrann- sóknir þar sem vísindamenn og áhugasamir einstakl- ingar úr ýmsum þjóðfélagshópum munu annars veg- ar ræða aðferðir framtíðarrannsókna og hins vegar framtíð norrænna velferðarþjóófélaga. Málþingið verður skipulagt í samvinnu við norrænar fram- tíðarstofnanir og aðila sem stunda framtíðarrann- sóknir á hinum Norðurlöndunum og verður þingið jafnframt svæðisráðstefna undir hatti Heimssam- bands framtíðarfræða (World Future Studies Federa- tion) og verður því sótt af fólki víða að úr heiminum. Þingið verður haldið í Norræna húsinu og nýtur stuðn- ings norrænna sjóða og stofnana svo og velvildar sendiráða allra Norðurlandanna í Reykjavík. Hvað frekar gerist er enn óráðið en er að sjálfsögðu háð þeim viðtökum sem starf stofnunarinnar fær. Vonandi getur stofnunin staðið undir þeim vænting- um sem fram komu í húsfylli á kynningarfundi Fram- tíðarstofnunarinnar í Norræna húsinu 4. september sl. ■ 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað: 3-4. tölublað (01.12.1996)
https://timarit.is/issue/429194

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3-4. tölublað (01.12.1996)

Aðgerðir: