AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Blaðsíða 65
aðstoð mína við ráðstefnuhald um málið, og þriðja
ráðstefnan var síðan haldin af Verkfræðingafélaginu
umvorið. Var mjög mikið fjallað um þettaífjölmiðlum.
Fram kom þingsályktunartillaga og Matthlas Á. Mat-
hiesen, samgönguráðherra.setti okkur nokkra í vinnu-
hóp um val leiða fyrir hálendisvegi.
TÍMABIL TÆKNILEGRAR ÚRVINNSLU
Haustið '88 hóf höfundurinn kennslu í Háskólanum.
Fékkst nú mikill starfskraftur, með verkefnavinnslu
stúdentanna, og voru á næstu árum t.d. skrifaðar
fimm lokaritgerðir I Háskólanum um hálendisvegi og
skipulag á hálendi sem ég hafði umsjón með.
Jafnframt þessu vann ég sjálfur að athugun á því, á
hvern veg t.d. ferðaþjónusta og tvöföld búseta gæti
vegið upp á móti fækkun fólks á landsbyggðinni.
Sýndi ég hvernig þetta hefði „bjargað" byggðarmál-
um á Suðurlandi og útskýrði hvernig það sama myndi
gerast í Borgarfirði ef göng yrðu gerð undir Hval-
fjörðinn.
Jafnframt sýndi ég að hálendisvegir gæfu kost á
mörgum nýjum hringleiðum fyrir ferðamennsku og
helgarferðir. Myndi þetta mjög auka „flæði lífsmagns"
um þjóðarlíkamann. Niðurstöður þessarar vinnu, sem
og fyrri hugleiðingar, komu síðan út í bókinni „Fram-
tíðarsýn — (sland á 21. öld“, í janúar 1991.
ÚRVINNSLA HUGMYNDA FYRIR SV-LAND
Næsta eðlilega skrefið í þessari skipulagsvinnu var
að sýna útfærslu hugmyndanna fyrir einn landshluta,
— og varð SV-land fyrir valinu. Tókst að fá öll fjögur
landshlutasamtökin á þessu svæði til að tilnefna full-
trúa í vinnuhóp og starfaði hópurinn að undirbúningi
að ráðstefnu um málið.
Samhliða vinnunni með hópnum lét ég stúdentana
kortleggja þær landauðlindir sem ferðaþjónusta
framtíðarinnar myndi byggjast á á SV-landi. Fékk
ráðstefnan af þessu heiti sitt „Land sem auðlind" og
var hún haldin á Þingvöllum haustið 1993. Á
ráðstefnunni kom út ný bók eftir mig með sama heiti
— og með undirtitlinum „Um þróun byggðamynsturs
á SV-landi í fortíð, nútíð, framtíð". Davíð Oddsson
forsætisráðherra hélt erindi á ráðstefnunni og ritaði
jafnframt formála að bókinni.
ATVINNUVEGIRNIR MÓTA BYGGÐAMYNSTRIÐ
Bókin um landauðlindirnar byrjar á sagnfræðilegri
skýringu á því hvernig þær höfðu áhrif á hvernig
Áður dró fiskurinn byggð út á ystu annes, en í framtíðinni munu
orkuvinnsla, ferðamennska og hálendisvegir draga sfarfsemi nær
miðju landsins. Annesin eru því eðlilegri verndarsvæði.
Byggðastefnan á ekki á óeðlilegan hátt að hindra strauminn til SV-
lands, heldur frekar að ýta undir nýjan straum ferða og tvöfaldrar
búsetu þaðan, t.d. með vegabótum.
Hindranir á hringveginum: Lega í gegnum bæi, hlykkir og hringtorg,
— hamla mjög flæðinu. Hálendisvegir væru lausir við slíkar hindran-
ir og því hægt að aka fram og til baka á sama degi!
1980, 2. 1990, 3. 2000, — með Hvalfjarðargöngum og bótum á
Suðurlandsvegi, og 4. á næstu öld, — með góðum hálendisvegum.
63