AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 24
ÞEKKINGARSAMFÉLAGIÐ HÖFUNDUR leggur áherslu á ísland sem hluta þekking- arsamfélags 21. aldar og þá möguleika sem vel menntað íslenskt vinnuafl hefur í framtíðinni. Höfundur sýnir fram á að ókostir fjarlægðar íslands og smæðar starfsemi hér muni mikið minnka með upplýsinga- tækninni og að þjóðin sé vel í stakk búin til að nýta sér þessa nýju tækni. Hann bendir þó á að stærðarhagkvæmni og dýrari flutningar vöru verði áfram nokkuð sem geri samkeppnisstöðu íslands eitthvað erfiðari en landa sem eru hluti mestu markaðs- og þéttbýlissvæða heimsins. Höfundur kýs þó að líta jákvætt á möguleika þekkingar- byltingarinnar í tillögu og spá um íslenska þjóðfélagið á næstu öld og sér ávinning af henni á ýmsum sviðum. 1962 „ísland er eyja langt frá öörum löndum." - Nýlendutímabiliö Það er skoðun höfundar að Islendingar eigi að nýta sér það sem upplýsingabyltingín býður upp á. ísland þurfi að taka forystu í uppbyggingu fyrirtækjaneta sem hann nefnir „þekkingarsamfélög". „Þekkingarsamfélögin11 geri fyrirtækj- um og einstaklingum kleift að búa við sams konar þekk- ingar- og sköpunartengsl og tíðkast hjá stórum fyrirtækjum og fyrirtækjasamsteypum. Höfundur tekur Miðnorðurland sem hentugt dæmi um þekkingarsvæði innanlands og að áhersluatriði þar eins og t.d. íslenski hesturinn, markaðsþróun og salaátilteknum fisktegundum, hálendisferðir, jöklarannsóknir, skynjara- tækni ( matvælaiðnaði o.fl. getí orðið hvati að alþjóðlegu þekkingarsamfélagi á þessum sviöum. Ijekking;irsamfélag um fiskroð Þckkingarsamfélag um íslenska hestinn Blátt: Þekklngarsamfélag um fiskroö Rautt: Þekkingarsamfélag um íslenska hestinn. 2018 ísland hluti af þekkingarsamfélagi. - Þekking og fjármagn flyst hindrunarlaust innan þekkingarsamfélagsins. 22

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.