AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 28

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 28
TÍU BRÉF TIL VINA HÖFUNDUR setur hugmyndir sínar fram í tíu bréfum milli tveggja vina, höfundarins og Fjallkonunnar. Bréf- unum fylgir íslandskort þar sem landinu er skipt upp í fjórar tegundir svæða með mismunandi nýtingu í huga. Höfundur leggur megináherslu á hugmyndina um að ísland verði „nokkurs konar þjóðgarður Evrópu". Hann leggur áherslu á að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi og að áhersla verði lögð á gæði fremur en magn í framleiðslu. Rætt er um auðlindir íslands, sem felist I hreinleika náttúrunnar, gjöfulum fiskimið- um, vistvænum orkulindum og þekkingu þjóðarinnar. Höfundur ræðir veika stöðu einstaklingsins og fjöl- skyldunnar í nútímasamfélagi og hvernig þau mál muni hugsanlega þróast á næstu áratugum. Höfund- ur byggir umræðu um þróun byggðar og umhverfis á íslandi meðal annars á aldursskiptingu þjóðarinnar og skiptingu ársverka og hver þróunin verði á næstu áratugum. Hann veltir fyrir sér breyttum lífsháttum og setur fram hugmyndir um íbúðarhúsnæði næstu aldar og gerir tilraun til að lýsa íbúðinni, fjölnotahúsi sem hægt verði að laga að breytilegum þörfum. Einnig setur hann fram hugmyndir um skipulag íbúðarhverfa framtíðarinnar þar sem „samruna- ■ Daglegt líf fjölskyldunnar breytlst, vinnutíminn styttist og verður sveigjanlegri. Sífellt fleiri geta sinnt vinnu sinni á heimilinu eða verið óháðir fastri staðsetningu vinnustaðarins. ■ Heimiliö verður nokkurs konar fjölnotahús, sem auövelt þarf að vera að laga að breyttum kröfum. ■ Varðandi atvinnuþróun eigum við ávallt að leggja áherslu á gæöi og vandaða þjónustu frekar en magn. Við eigum að skipuleggja og hugsa heildstætt áður en við framkvæmum. ■ Viö eigum að hugsa hnattrænt með sjálfbæra nýtingu auðlinda að leiðarljósi. ■ ísland á að vera nokkurs konar þjóðgarður Evrópu. Það sé sú helldarsýn, sem allar aðgeröir eiga að miðast viö. 26

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.