AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 36

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 36
SJALFBÆRIR BYGGÐAKJARNAR í kringum menntasetur og rannsóknastofnanir atvinnuvegnna EINKUNNARORÐ höfundar eru orð Goethe: „Ekkert er skelfilegra en framtakssöm fáviska." Höfundur byggir hugmyndir sínar á því að byggða- þróun og stefna í atvinnumálum á íslandi á nýrri öld hafni risamannvirkjum með orkusölu til stóriðjufyrir- tækja í huga. íslendingar eigi að líta til hinnar hreinu og tæru ímyndar landsins sem uppsprettu hamingju og hagsældar þjóðarinnar við aldahvörf. Höfundur gengur út frá því að það sem við gerum landinu okkar gerum við okkur sjálfum. Höfundur segir það bjargfasta sannfæringu sína að íslendingar eigi að fara sér afar hægt í virkjanaframkvæmdum og láta ekki stundarhagsmuni villa okkur sýn þegar teknar eru ákvarðanir til framtíðar. Höfundur bendir einnig á geigvænleg umhverfisslys á borð við Tsérnó- býl, mengun lofts og sjávar, stórfellda eyðingu skóga og annars gróðurs og útrýmingu fjölmargra dýrateg- unda og plantna. Höfundur sér fyrir sér að þeirri þróun sem verið hefur almennt í byggðamálum verði snúið við. Hann bendir á að sú þróun sem orðið hafi með tilkomu háskóla á Akureyri geti orðið víðar um land. Ríkisvaldið eigi að hafa frumkvæði að því að setja á fót fræðasetur og æðri menntastofnanir á stöðum utan höfuðborgar- svæðisins. Megináhersla verði lögð á uppbyggingu 10 sjálfbærra byggðakjarna utan höfuðborgar- 34

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.