AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 40
ÍSLAND ÁRIÐ 2018. Hugmyndir í hugleiðingu um vœntanlegt 100 ára afmœli fullveldisins. MEGINHUGMYND tillögunnar tillögunnar felst í nýrri aöalatvinnugrein þjóðarinnar og að koma á jafnvægi byggðar í landinu. Höfundurtelur umhverfismál í eðli sínu alþjóðleg og loftmengun í einu landi fljótlega verða vandamál fleiri landa. Höfundur leggur til að ráðist verði í umfangsmikla skógrækt og uppgræðslu ógróins lands sem hafi það að markmiði að nytjaskógrækt verði einn af stærstu atvinnuvegum þjóðarinnar í framtíðinni. Auk þess muni skógræktin auka gildi landsins til útivistar, skapa fjölbreytt plöntu-, dýra- og fuglalíf og hafa jákvæð áhrif á veðurfar. Þá leggur höfundur til að byggða- hlutföllum landsins verði gjörbreytt og að byggð verði stór borg (Nýborg) á Fljótsdalshéraði með aðstoð ríkisins, sem myndi mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Nýju umferðarkerfi sem gjörbylti núverandi kerfi verði komið á. Það byggist á svokölluðum „nýbíl“ sem gangi tölvustýrður á teinum og geti náð ógnarhraða á augnabliki, þannig að ferðalag milli fjarlægustu hluta landsins taki ekki meira en 2 klst. Að auki setur höfundur fram hugmyndir um byggingarlist, atvinnu- þróun, menntakerfi og umhverfismál og tengjast þær allar meginhugmyndum tillögunnar. NIÐURSTAÐA DÓMNEFNDAR Tillagan er nýstárleg, frumleg og djörf og studd 38

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.