AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Qupperneq 54

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Qupperneq 54
Á sínum tíma varst þú brautryðjandi í notkun Lift- slab- aðferðar hér á landi, er ekki svo? „Lift-slab- aöferöin hafði verið þróuð í Bandaríkjunum og var búið að nota hana í 20 löndum og ég hafði fylgst með henni frá því að ég starfaði í Bandaríkjun- um. Það var talið að með þessari aðferð mætti spara um 25-30% í hráhúsinu, þ.e. uppsteyptu húsi. Þannig byggðum við m.a. Vörumarkaðinn í Ármúla 3. Þar vega plöturnar um 1000 tonn, sem er lyft upp um 12 mm í hverju slagi. Margir iðnaðarmenn voru lítt hrifnir af þessari aðferð þar sem hún tók frá þein mjög stóran hluta vinnunnar við hráhúsið. Aðferðin byggist á því að súlur eru reistar fyrst og plöturnar síðan steyptar hver ofan á annarri. Milli þeirra er svo spraut- að sérstöku efni svo þær festist ekki saman og þegar steypuvinnu við plöturnar er lokið og þær orðnar sæmilega harðar er þeim lyft upp með tjökkum sem eru efst á súlunum og komið fyrir í þeirri hæð sem þær eiga að vera, efstu plötunni fyrst og síðan koll af kolli. Útveggirnir eru síðan að jafnaði léttir en til stífingar eru oftast stigakjarnar eða gaflveggir steyptir upp. Tækin voru fengin frá Bandaríkjunum og dugðu til að lyfta á allt að átján súlum og þannig mátti ná um þúsund fermetrum í einu.” Ekki létuð þið ykkur nægja íslenska markaðinn? „Rétt er það. Við hófum samstarf við sænskt fyrirtæki og byggðum fyrir Grönlands Tekniske Organisation fjórar íbúðablokkir í Holsteinborg á Grænlandi árið 1966 og okkar sérfræðingur, Gunnólfur Sigurjónsson, sá um að lyfta þeim öllum. Stigakjarnarnir voru steypt- ir í skriðmótum og öllum plötum síðan lyft. Útveggirnir voru framleiddir í Danmörku og byggingartíminn var ekki nema fjórir mánuðir. Þetta þótti afar hentugt á Grænlandi vegna þess hve byggingartíminn þar er stuttur. Það er almenn skoðun að það taki um 10 ár að koma inn tækninýjungum á hverjum stað. Þegar við gerðum Keflavíkurveginn notuðum við sem sprengiefni Kjarna, sem framleiddur var í Áburðarverksmiðjunni, og það var sænskur sérfræðingur, Sjölander, sem hafði unnið við námavinnslu í Kiruna, sem kenndi okkur aðferðina. Það var síðan ekki fyrr en eftir 10 ár að aðferðin var orðin almennt notuð og viðurkennd hér á landi. Sparnaðurinn var slíkur að sprengiefnið sem fyrr hafði verið notað var um tíu sinnum dýrara en Kjarninn. Sama má reyndar einnig segja um bygg- ingarkranana, sem voru lengi að ná fótfestu hér á landi. Það er því meira en að segja það að koma nýjungum að í byggingaraðferðum. Aftur á móti getur þetta snúist í höndunum á mönnum eins og til dæmis þegar verkstæði kaupir kantlím- ingarvél og hefur svo ekki verkefni fyrir hana nema eina viku á ári. Það er reyndar á fleiri sviðum í þjóð- lífinu sem er offjárfest, til dæmis í sjávarútveginum þegar fiskiskipum fjölgar á stuttu tímabili langt um- fram þarfir. En þetta skýrist að nokkru af hinum kröppu sveiflum í efnahagslífinu hér á landi. Vegna fámennis erum við jafnvel ekki nægilega stór rekstrar- eining til að ráða við allar þessar sveiflur sem verða í atvinnuvegunum.” En þú stóðst að fleiri fyrirtækjum, Aðalbraut til dæmis. Segðu frá því. „Aðalbraut sf. var verktakafyrirtæki, sem var stofnað 1970 til að vinna við Vesturlandsveginn út frá höfuð- borginni. Upp úr því var svo stofnað hlutafélagið Aðalbraut árið 1973. Þetta sama ár, þ.e. 1973, varð mikil spenna á verktakamarkaðnum vegna eldsum- brotanna á Heimaey og við tókum að okkur allskonar framkvæmdir, línubyggingar, spennumannvirki, hita- veituæðar, húsbyggingar og margt fleira. það var mikið að gera og um tíma höfðum við um 150 manns í vinnu. Þegar aftur á móti fór að draga úr fram- kvæmdum og markaðurinn að þrengjast hættum við að bjóða í verk.” Þegar þú lítur til baka hvaða framkvæmdir finnst þér að hafi valdið mestri byltingu af þeim sem þú hefur átt þátt í? „Ég myndi telja að átak Framkvæmdanefndarinnar hafi haft veruleg áhrif á markaðinn á sínum tíma. Það tók sinn tíma, fimm til tíu ár, en ég held að það hafi haft varanleg áhrif. Ég hef aftur á móti ákveðnar skoð- anir á því að það þurfi að breyta stöðlum og hafa stífara eftirlit með framkvæmdum til þess að menn lendi ekki í þessum kostnaðarsömu viðhaldsfram- kvæmdum sem tíðkast í dag. Ég tel að hluti af þeim vanda sé fyrirkomulagið, til dæmis þar sem 30 aðilar eiga eina blokk og enginn þeirra hefur þekkingu á því að hægt sé að gera kostnaðarlitlar viðgerðir ef þær eru gerðar á réttum tíma, en eignarformið er þannig að það vantar frumkvæðið í það að aðilar geri slíkt.” 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.