AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 60

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 60
Staðallinn er ætlaður til nota við stærðarútreikninga allra gerða bygginga, jafnt gamalla sem nýrra. Niðurstöður þeirra útreikninga má nota meðal annars við forsagnar- og hönnunarvinnu, mat á nýtingu byggingar, gerð kostnaðaráætlana, mat á leigugjaldi húsnæðis, skattlagningu og við hagsýslugerð. Samtímis endurskoðun staðalsins var af hálfu Fast- eignamats ríkisins unnið að skráningarreglum mann- virkja. Þessar reglur eru byggðar á frumvarpinu að 3.útgáfu ÍST 50. Þær eru allítarlegar og gera grein fyrir því hvernig haga beri opinberri skráningu mann- virkja. í kjölfar laganna um fjöleignarhús var í árslok 1995 gefin út reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar, útreikn- inga hlutfallstalna o.fl. í fjöleignarhúsum. Skráningar- reglur mannvirkja voru fylgiskjal með reglugerðinni. Þó svo að ofangreind gögn myndi eina heild við eignaskráningu, er staðlinum ætlað að standa sjálf- stætt og gegna víðtækara hlutverki en eignaskrán- ingu eins og fram kemur hér að ofan. ÍST 51 Staðallinn ÍST 51:1992 Byggingarstig húsa er 2. útgáfa þess staðals. Komið hafa fram óskir um að hafin verði vinna við endurskoðun staðalsins. Þessar óskir koma til m.a. vegna breyttra byggingarhátta. Sem dæmi má nefna að farið er að selja glugga glerj- aða og fullmálaða til ísetningar eftir á og þeir því ekki steyptir í veggina eins og tíðkast hefur. Stjórn BSTR hefur málið til skoðunar og vinnur að því að fá fram afstöðu ýmissa valinna hagsmuna- aðila. Ákvörðun stjórnar ætti að öllu óbreyttu að liggja fyrir nú í sumar. NORRÆNT VERKEFNI HLJÓÐVIST Á undanförnum árum hefur farið fram vinna við að samræma kröfur um hljóðvist í íbúðarhúsum á Norðurlöndunum. Þessi vinna hefur verið unnin á vegum Norrænu byggingarmálanefndarinnar, NKB (Nordiska kommittén för byggbestámmelser) með það í huga að um samræmdar kröfur verði að ræða í byggingarreglugerðum landanna. Þannig verða öll viðskipti auðveldari vegna samræmingarinnar. Dr. Steindór Guðmundsson verkfræðingur á Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins gerði grein fyrir þessari vinnu í 2. tbl. AVS á síðasta ári. Nú hefur verið ákveðið að færa þessa vinnu til INSTAB, samstarfsnefndar byggingarstaðlaráða á Norðurlöndunum, með það í huga að gefa út sam- norrænan staðal sem innihaldi samræmdar kröfur. Síðan er gert ráð fyrir því að vísað verði til þessa staðals í byggingarreglugerðum hinna einstöku landa og þannig náist fram sú samræming sem stefnt var að í upphafi vinnunnar. Stefnt er að því að staðallinn taki gildi á árinu 1997. Eins og fram kemur í grein Steindórs þá verður helsta breytingin sú að kröfur til hljóðvistar í fjölbýlishúsum verða hertar nokkuð. Framsetningin verður væntan- lega með þeim hætti að stillt verður upp þremur flokk- um, þ.e.: ■ lágmarkskröfur; ■ meiri kröfur fyrir þá sem vilja aukin þægindi; ■ mun meiri kröfur fyrir enn aukin þægindi. Lágmarkskröfurnar í drögunum, sem liggja fyrir, eru strangari en þær sem eru í gildi skv. núverandi bygg- ingarreglugerð. Ef þessar breytingar verða að veruleika þá munu þær að öllum líkindum leiða til þess að byggingar- hættirfjölbýlishúsa breytist. Auknar kröfur kalla m.a. á: ■ Breytta hönnun gólfa til að koma í veg fyrir að högg- hljóð berist á milli hæða og þar með íbúða. Sem dæmi um lausnir má nefna að auka þykkt platna í ca. 24 cm, klæða loft að neðan eða að leggja fljótandi gólf (t.d. parket á lektum). ■ Breytta hönnun útveggja og skilveggja á milli íbúða til að koma í veg fyrir að hljóð berist á milli. Sem dæmi um lausn má nefna einangrun útveggja að utan. EVRÓPSKT VERKEFNI ÞJÓÐARSKJÖL Með aðild íslands að CEN hafa stjórnvöld skuld- bundið sig til að taka upp alla samevrópska staðla, þegar þeir hafa verið samþykktir, og víkja þeir núgild- andi þjóðarstöðlum þar með til hliðar. Ekki er skylda að taka upp staðla meðan þeir eru forstaðlar en heimilt að nýta þá samhlióa þjóðarstöðlum eða, ef það hentar, að taka þá upp sem þjóðarstaðla. 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.