AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 64

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Side 64
KORT AF NÁTTÚ RU FARSAÐSTÆÐU M Fljótlega varð Ijóst að vinnan kæmist lítið áfram nema a.m.k. 20—30 kort með náttúrufarsaðstæðum á land- inu yrðu gerð. Umsókn var búin til og styrkur fékkst frá CCMS í Brussel til verksins vorið 1979. Enginn innlendur aðili var hins vegar tilbúinn að veita þessu verkefni styrk. (slenskir vísindamenn voru þó mjög hjálpsamir við öflun grunnupplýsinga fyrir kortin. Kortin voru teiknuð á glært plast og bestu svæðin höfð dökkt skyggð. Við samlagningu urðu síðan þau svæði dekkst, sem voru jákvæðust út frá mörgum forsendum. Hættusvæðin voru hins vegar lituð svört, og við samlagningu þessara glæra skilgreindust og afmörkuðust því þau svæði þar sem aðeins lágmarks- hætta er til staðar. Hugmynd að fyrsta heildarskipulagi Islands 1987. Skipulagið gerir tillögu um hólendisvegi, fólkvanga og þrjú þróunarsvæði:l. Akureyri í ótttil Mývatns til nólgunar við 2. Fljótsdalshérað og 3. Uppsveitir Suðurlands við hinn enda hólendisvegar. ÚRVINNSLA ÚR GÖGNUNUM í dr,- námi höfundarins í Bandaríkjunum frá 1980 til 1987 gafst síðan góður tími til að vinna frekar að landsskipulaginu, og árið 1987 gaf hann út fjölritið „Hugmynd að fyrsta heildarskipulagi fslands'1. Rann- sókn á skipulagssögu Reykjavíkur skýrði einnig margt um þróun þéttbýlis á íslandi, en bók um þessa sögu (Reykjavík—Vaxtarbroddur), kom út hjá Fjölva 1986. Dr,- ritgerðin, sem var tilbúin 1987, skýrði og margt í hinum fræðilega grunni. KYNNINGARÁTAK 1987 Heimkominn úr námi 1987 hóf margnefndur höfund- ur síðan kynningarátak, — fyrst með útgáfu „Heildar- skipulagsins". Var allmikið um það skrifað í blöðunum. Um haustið hófst mikil umræða um byggðamál. Hald- in var ráðstefnan „Hefur byggðastefnan brugðist?" þar sem kom fram að flestar byggðaráðstafanir hefðu brugðist og að það hallaði stöðugt á ógæfuhliðina í flestum byggðum landsins. Ritaði undirritaður þá þrjár greinar um mótun nýrrar byggðastefnu sem væri m.a. „framtíðaráætlun og sáttmáli ríkis og heima- manna um hvaða byggðasvæði verði varin falli". UMRÆÐUR UM HÁLENDISVEGI Haustið 1987 var mjög gott og snjólétt og fékk ég, höfundurinn, því Ómar Ragnarsson til að hefja umfjöll- un um hálendisvegina í Sjónvarpinu. Sjónvarpsviðtal, sem hann átti við mig um miðjan nóvember, á akbraut á nær snjólausum Sprengisandi, vakti gífurlega at- hygli. Eftir jól báðu bæði Mývetningar og Héraðsbúar um Bent var ó að miöflóttaþróunin (til vinsfri), sundraði kröftunum í byggðaþróun. Því þyrfti að stefna að miðsóknarþróun (til hægri),inn að hringveginum, til að auka þéttleikann. m.a. með að bæta veginn um Möðrudalsöræfi. Með þessu mynduðu N- og A-land betra mótvægi við SV-land. Hugmyndin um suðræna vin undir glerþaki ó miðju hólendinu: Hóborg, — vakti mikla athygli. Ef hólendisvegir koma, er góð stað- setning fyrir miðstöð ó Sprengisandi þar sem vegir mætast. 62

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.