AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 75

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Síða 75
PEGLAGERÐ gler í borðplötur og ræðst þykktin þá af stærð borðs- ins. Glerið er hægt að skera á mismunandi vegu, ferkantað, sporöskjulagað, hringlaga eða óreglu- lega. Þá er einnig til svokallað öryggisgler í mismun- andi þykktum, þ.e 6-12 mm. Þetta gler er þannig búið til að teknar eru t.d. tvær 3 mm glerskífur og þær settar saman með svokölluðu resíni á milli sem er fljótandi efni, en á stuttum tíma verður það seigt þannig að ef rúðan brotnar þá dettur hún ekki í sundur. Þetta gler er mest notað í rúður I skólum t.d. eða í handrið á stigum.einnig er það notað í hurðir á sturtuklefum. Þá er einnig ótalið svokallað vírgler sem hefur sömu eiginleika og fyrrgreint öryggisgler, þ.e það dettur ekki í sundur ef það brotnar. Það er til í mismunandi gerðum, t.d. hamrað eða glært. Það er mest notað þar sem gerðar eru ákveðnar kröfur um eldvarnir. SANDBLÁSTUR Sandblásið gler nýtur nú aftur mikilla vinsælda. Hver kannast ekki við að hafa séð hjá ömmu og afa gler í hurðum með sandblásnu munstri.? Yfirleitt kemur fólk með eigin hugmyndir. Einfalt munstur setjum við sjálf- ir upp en flóknari eru sett upp í tölvu og þau síðan prentuð út á þar til gerðum dúk sem límdur er á glerið eða spegilinn. Þá er blásið yfir með sandi og mynd- ast þá mjólkurlitað munstur þar sem blásið er. Lítil takmörk eru fyrir því hversu flókin munstur er hægt að setja upp, það er því kjörið fyrir t.d. fyrirtæki að láta sandblása merki sín í rúður eða spegla. Helsti ókostur þess að hafa sandblásið gler eða spegil er að það er mjög móttækilegt fyrir fitu, fingraför og önnur óhreinindi. Þetta höfum við leyst með því að sandblása speglana á bakinu og snýr þá sandblásni flöturinn að vegg. Hvað glerið varðar þá höfum við fengið efni til að bera á sandblásna flötinn og verður glerið þá ekki eins móttækilegt fyrir fitu. Eins og sjá má af þessari upptalningu hér að framan þá eru ýmsir möguleikar í notkun glers og spegla. Þá má nefna að hægt er að bora göt í gler (4-100 mm) en þó skal ávallt hafa í huga að um leið og búið er að bora gat í gler þá verður glerið mun veikara og viðkvæmara fyrir spennu þannig að ef á að setja t.d. Ijós utan á spegil þá má aldrei herða mikið að spegl- inum þar sem hætt er við að hann springi þá út frá götunum. Það hefur sýnt sig að fæstir gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem gler býður upp á en með því að prófa okkur áfram í gegnum árin þá höfum við komist að raun um að ýmislegt er hægt.Yfirleitt er það spurning um útfærslur og hugmyndaflug hversu vel tekst til í hvert sinn. í stuttu greinarkorni sem þessu er ekki hægt að gefa tæmandi upplýsingar um allt er viðkemur gleri og speglum, vona ég þó að þið séuð eitthvað fróðari. En ef einhverjar spurningar hafa kviknað þá er alltaf hægt að hafa samband við okkur og munum við þá reyna að svara þeim eftir bestu getu. ■ 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.