AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 34
þetta vandamál. Á seinni hluta sjöunda áratugar-
ins var farið að huga meira að slíkum atriðum auk
þess sem Teiknistofa Húsnæðisstofnunar var efld.
Byggingareftirliti hjá sveitarfélögunum var enn-
fremur víða ábótavant. Skortur var á menntuðum
byggingarfulltrúum auk þess sem byggingarnefnd-
ir voru vanmegnugar til að valda verkefninu. En á
síðari árum hefur ástandið batnað, þó alltaf megi
bæta um betur.
Byggingar þær sem teiknaðar voru af Húsnæðis-
stofnun voru eðli málsins samkvæmt eins og aðrar
byggingar felldar inn í gildandi skipulag þannig að
Skipulag ríkisins hafði ekki afskipti af einstökum
húsbyggingum nema í undantekningartilfellum.
Dæmi um slíkar undantekningar voru að Húsnæð-
isstofnun óskaði breytinga á gildandi skipulagi, t.d.
þegar um byggingar í félagslega kerfinu var að
ræða, en til að uppfylla skilyrði laganna um láns-
hæfi urðu slík hús að vera fjölbýlishús.
Á minni þéttbýlisstöðum var nær eingöngu gert ráð
fyrir einbýlishúsum og í undantekningartilfellum
raðhúsum, þannig að margra hæða fjölbýlishús
þóttu ekki falla að þeirri byggð sem fyrir var. Út af
þessu urðu skoðanaskipti milli Húsnæðisstofnunar
og Skipulags ríkisins. Niðurstaðan var að 3-4
hæða fjölbýlishús voru byggð á allmörgum stöðum
utan höfuðborgarsvæðisins og stinga þau óneitan-
lega í stúf við þá byggð sem fyrir er. En þetta var á-
kvörðun löggjafans.
í sumum landshlutum voru nánast öll íbúðarhús
byggð eftirteikningum frá Húsnæðisstofnun þann-
ig að áhrif stofnunarinnar á yfirbragð margra þétt-
býlisstaða eru mikil. í sameiningu má því segja að
Teiknistofa Skipulagsins og Teiknistofa Húsnæðis-
stofnunar hafi haft afgerandi áhrif á byggðamynst-
ur í flestum hinna minni þéttbýlisstaða.
Það væri verðugt verkefni að skoða þessi áhrif
með kerfisbundnum hætti og meta hvernig skipu-
lag sem stjórnunartæki hefur reynst varðandi upp-
byggingu hinna ýmsu staða og draga lærdóm af
því. ■
S TAHLWI (yíýunleyt únowt) faw á meðat ectt aie&fa,
Úrukzt Ca*tcUút& tö*tycc#u.
E LnrÁjj 5 írkXjAA^, vOnktar, mxídAnregbAáttkAAr.
Borar crtr hrúJttverkfœA^Í/ wuhíð úrvab. SkfroUa/O^fetti/.
SCbfurúaulót) ocjfLuAc/.+Lóðboltar Otytíro. + Silfurtfufrir OGþWöd.
'Raúpar, pjaZír, vvjuhmrtlmipjaXÁr, náXarþjcdÁr. ♦ Hamrar, kjuHur úr
cjúrMvu;Oty ncelovú/. ♦ (jeyUXejjt úrvabaj jlipÍÁ/Orum/, bwter<jeXléneft,
tcuApuoar, jtipÍAriaMÁ/.
Júrnywiíð aA/éXar.
Skrúfur otybottar otj-fleÁra/OtyfleÁna/.
♦
Við bj&ð uwvykXcur veXJcomria/ úvenfLunvokXcan!
AÍXtaf hentt á/ kúónruArunX/.
♦
SenuXAAAn/ eÁAWuyphA/ent á/lcvnd/ bem/ en.
FOSSBERG
G. J. FOSSBERG VÉLAVERZLUN ehf
Skúlagötu 63 - Pósthólf 1382 -121 Reykjavík - Sími 561 8560 og 561 3027 - Grænt nr. 800 6560 - Fax 562 5445