AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 37

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 37
þykktar, og mun stjórn hafa haft allan veg og vanda af samningu þeirra. Stjórn mun alltaf hafa farið með siðamál arkitekta allt fram til þess að fyrsta siðanefnd félagsins var kosin fyrir rúmum þremur árum, þó svo að fyrsta laganefnd félagsins hafi verið sett á laggirnar haustið 1956. Ekki er að sjá að nein sérstök nauðsyn hafi valdið því að ákveð- ið var að samþykkja siðareglur fyrir félagið, sem þá var tveggja áratuga gamalt og með jafngömul fé- lagslög. Þó kann það að hafa haft áhrif að tveimur árum áður voru uppi deilur um stöðu eins félags- manns, sem gegndi stjórnunarstöðu í heildsölu, er verslaði með byggingarefni. Slíkt var ekki talið samræmast stöðu hans sem óháður ráðgjafi verk- kaupa og var þar stuðst við reglur UIA, alþjóða- sambands arkitekta. Fyrsta áratuginn eftir gildistöku siðareglnanna er einkum um mál af þessu tagi skráð í gerðarbækur félagsins, s.s. tengsl arkitekts við byggingarfyrir- tæki eða verslanir með byggingarefni. Inngöngu- beiðni eins arkitekts var t.d. frestað um skeið á meðan verið var að ganga frá lúkningu byggingar- fyrirtækis, sem hann hafði verið meðeigandi í nokkrum árum áður. Um svipað leyti fór stjórn Arki- tektafélagsins hörðum orðum um arkitekta, sem skrifuðu upp á teikningar fyrir námsmenn, og hót- aði áminningum til félagsmanna, sem slíkt gerðu, líklega með tilvísun í siðareglur og ábyrgð gagn- vart verkkaupa. Fyrir rúmum aldarfjórðungi komu upp deilur á meðal félagsmanna í kjölfar samkeppni um bygg- ingarverkefni, þar sem 1. verðlaunahafar kærðu þá, sem hlotið höfðu 2. verðlaun, fyrir óheiðarleg vinnubrögð. Nokkru síðar reis upp ágreiningur um túlkun á siðareglum, þar sem erlent fyrirtæki bauð út hópi tæknimanna til þess að skoða framleiðslu sína. Taldi stjórn A.í. þetta geta haft skaðleg áhrif á stöðu arkitekta gagnvart verkkaupa, og lagðist því gegn því að félagsmenn færu slíka ferð. í upphafi 8. áratugarins kom upp svo nefnt Þjóðar- bókhlöðumál, sem hefur líklega einna mest skað- að félagið einstakra deilumála. Lá nærri að félagið klofnaði og eftirmál þess urðu ýmis, m.a. úrsagnir og gerðardómsmál, sem þó tengdust ekki öll siða- reglum Arkitektafélagsins. Þar voru félagar ásak- aðir fyrir að hafa notfært sér aðstöðu sína innan fé- lagsins til þess að afla sjálfum sér verkefnis. Flest mál, sem komið hafa upp síðan og komið til kasta stjórnar, eru til komin vegna meintra brota á þeirri grein siðareglnanna, sem fjallar um heilindi gagnvart starfsbróður. Er arkitekt venjulega ásak- aður fyrir það að hafa gengið inn í verk starfsbróð- ur síns og yfirtekið það, eða hann gætir þess ekki að hafa samband við starfsbróður, sem viðriðinn hefur verið verkefni, sem hann er beðinn um að taka að sér. Nokkur mál hafa verið mjög erfið við- fangs og hefur stjórn ekki alltaf megnað að ná fram sáttum milli deiluaðila. Hafa ein fjögur mál farið í gerðardóm, sem félagið hefur átt aðild að. Samþykkt um störf arkitekta hefur verið svo til ó- breytt frá upphafi. í byrjun síðasta áratugar var létt- væg breyting gerð á aðalfundi félagsins, er rýmkaði ögn ákvæði um algert auglýsingabann, en áður gilti sú regla að arkitekt skyldi ekkert gera til þess að verða sér út um verkefni eða vekja á sér sérstaka athygli. 1988 fól stjórn A.í. laganefnd að kanna, hvort ástæða væri til þess að rýmka enn á- kvæði um augiýsingar og skera úr, hvort félags- ,,Flest mál, sem komið hafa upp síðan og komið til kasta stjórnar eru til komin vegna meintra brota á þeirri grein siðareglnanna, sem fjallar um heilindi gagnvart starfsbróður. Er arki- tekt venjulega ásakaður fyrir það að hafa gengið inn í verk starfsbróður síns og yfirtekið það, eða hann gœtir þess ekki að hafa samband við starfsbróður, sem viðriðinn hefur verið verkefni, sem hann er beðinn um að taka að sér. “ mönnum væri heimilt að kaupa styrktarlínur t.d. í fagtímaritum. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að það væri heimilt; var málið tekið til umfjöllunar á félagsfundi, þar sem þeirri skoðun laganefndar var kröftuglega mótmælt, og málið því látið niður falla. Á síðustu árum hafa arkitektar, eins og ýmsar aðr- ar stéttir, orðið illilega fyrir barðinu á afleiðingum minnkandi atvinnu í landinu. Jafnframt jókst fjöldi kærumála, sem beint var til stjórnar félagsins, og fór mikill tími hennar í það vanþakkláta starf að leiða nokkur kærumál til lykta með misjöfnum ár- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.