AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 38
angri. Á aðalfundi A.í. 1991 greindi formaður frá til-
lögum stjórnar um að kjósa sérstaka siðanefnd fé-
lagsins, sem m.a. skyldi endurskoða reglurnar
með hliðsjón af gildandi siðareglum norrænu arki-
tektafélaganna. Var tillagan samþykkt, en ekkert
varð þó úr því að henni yrði framfylgt. Málinu var
þó haldið vakandi, og á aðalfundi 1993 var tillaga
stjórnar samþykkt um að siðanefnd skipuðu þrír
fyrrverandi formenn félagsins. Er siðanefnd ráð-
gjafarnefnd stjórnar, sem beinirtil hennar málum til
úrvinnslu, en stjórn afgreiðir þau með formlegum
hætti.
Siðanefnd Arkitektafélagsins hefur fengið nokkur
mál til umfjöllunar. Ljóst er, að gildandi siðareglur
eru ekki lengur í takt við tímann, og var því farið í
gang með viðamikla endurskoðunarvinnu. Drög að
nýjum siðareglum Arkitektafélagsins hafa verið
kynnt á tveimur félagsfundum síðast liðið haust, og
eru þau enn í mótun. Stefnt er að því að afgreiða
þau nú í vetur. Er gert ráð fyrir því að siðanefnd
starfi sjálfstætt og án þess að stjórn komi þar nærri
eftir að siðanefnd hefur fengið þau til meðferðar.
Málsaðilar geta hins vegar áfrýjað úrskurði siða-
nefdar til sérstakrar áfrýjunarnefndar telji þeir úr-
skurð siðanefndar óréttlátan. Fær slíkt mál þá flýti-
meðferð hjá áfrýjunarnefnd. Þá er gert ráð fyrir því
að siðanefnd greini í tímariti félagsins frá málum,
er hún kveður upp úrskurð í, svo að félagsmönn-
um gefist kostur á því að fylgjast með túlkun nefnd-
arinnar á siðareglunum. Sé um alvarlegt brot á
siðareglum að ræða eða ef viðkomandi hefur ítrek-
að gerst sekur við reglurnar, mun nafn hins sak-
fellda verða birt, en annars verður ekki um nafn-
birtingu að ræða.
Ljóst er að á tímum hraðra breytinga og vegna að-
ildar íslendinga að margvíslegum alþjóðlegum
sáttmálum, verður að gera ráð fyrir því að endur-
skoða verði siðareglur títt, og nær engar líkur eru
til þess að nýjar siðareglur arkitekta geti gilt lítið
breyttar næstu fjóra áratugina. ■
Cluggar smíbabir úr uPVC efni þurfa ekkert vibhald.
uPVC efni er hvítt plastefni sem formaö er í prófíla.
Viö höfum smíöaö glugcja, huröir, sólstofur,
veggeiningar og fleira ur uPVC efni síöan 1985.
Efniö stenst íslenska veöráttu fullkomlega. Þaö þolir
vel breytilegt hita- og rakastig. Þrútnar hvorki né
springur og heldur alltaf útliti sínu.
Hagkvœm og varanleg lausn
íslensk framleibsla
J Gluggar og Garðhús ht
---Dalvegi 4 Kópavogi S 554 4300-
íslenska útvarpsfélagib
uPVC gluqga og huröir þarf aldrei aö mála
því efniö helst alltaf sem nýtt og því er
viöhald í lágmarki.
Hveragerbi
Kríuhólar 2
36