AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 18
un ríkisins er ein af velferðarstofnunum þjóðfélags-
ins. Sú stoð var styrkt með lögum frá 1965 þegar
stofnunin fékk heimild til að veita Öryrkjabandalagi
íslands lán til byggingar á leiguhúsnæði í kaup-
stöðum og kauptúnum. Síðar var þessi heimild
aukin svo hún næði einnig til aldraðra og annarra
félaga öryrkja. Fyrstu lánssamningar voru gerðir
1968 vegna fyrsta áfanga í byggingum Öryrkja-
bandalags íslands við Hátún í Reykjavík, sem allir
landsmenn þekkja. Á þessum aldarfjórðungi, sem
liðinn er frá fyrstu lánveitingunum, hefur orðið bylt-
ing í húsnæðismálum öryrkja og aldraðra. Má ætla
að samkvæmt þessari lagaheimild og þeim, er síð-
ar komu, hafi um eða yfir 1.000 íbúðir verið byggð-
ar, með tilstyrk stofnunarinnar.
Félagslegt hlutverk stofnunarinnar var styrkt enn
frekar með lögum frá 1970 um Húsnæðisstofnun
ríkisins en þá var gerð grundvallarbreyting á skipu-
lagi verkamannabústaðakerfisins. Byggingarsjóð-
ur verkamanna var fenginn húsnæðismálastjórn til
forsjár og fluttur til stofnunarinnar. Með þessu varð
sú meginbreyting, að öll opinber afskipti af íbúðar-
byggingum, nema lánveitingar úr Stofnlánadeild
landbúnaðarins, voru færð undir eina stjórn. Hús-
næðisstofnun annaðist þar með veitingu lána úr
báðum byggingarsjóðunum, þ.e. Byggingarsjóði
ríkisins og Byggingarsjóði verkamanna. Þrátt fyrir
veigamiklar breytingar á lögum um verkamanna-
bústaði var megininnihald laganna hið sama og
áður, þ.e. að aðstoða launafólk til að eignast hús-
næði. Árið 1970 höfðu verið byggðar 1.748 íbúðir
í verkamannabústöðum. Félagslegar íbúðir á ís-
landi, frá upphafi, eru nú taldar samtals um 11.000
íbúðir eða tæplega 11% af heildaríbúðareign
landsmanna.
FÉLAGSLEGUM ÍBÚÐUM FJÖLGAR
Árið 1973 urðu breytingar á lögum um Húsnæðis-
stofnun ríkisins, sem fólu það í sér að sveitarfélög,
sem ekki áttu kost á að byggja sams konar íbúðir
og Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar frá ár-
inu 1965, gátu byggt leiguíbúðir með sambærilegu
lánshlutfalli. Gert var ráð fyrir að byggðar yrðu allt
að 1.000 leiguíbúðir á 5 árum á vegum sveitarfé-
laga utan höfuðborgarsvæðisins. Teiknistofu Hús-
næðismálastofnunar var falið að annast kostnað-
areftirlit með framkvæmdum þessum en alls voru
byggðar 849 leiguíbúðir samkvæmt þessum lög-
um. Þremur árum síðar var lögum um leiguíbúðir
sveitarfélaga breytt á þann veg að sveitarfélögum
var heimilað að selja leiguíbúðirnar á almennum
markaði. Sveitarfélög urðu þó að eiga a.m.k. 20%
íbúða ef byggðar höfðu verið fleiri en fimm íbúð-
ir. Miklar breytingar urðu á starfsemi teiknistofunn-
ar með þessu nýja verkefni ásamt því að hlutverk
hennar breyttist og fékk heitið tæknideild. Nánar er
sagt frá þessu annars staðar í tímaritinu. Upp-
byggingu á félagslegu húsnæði var haldið áfram. í
kjölfar samninga milli aðila vinnumarkaðarins í
febrúar 1974 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu, þar
sem segir m.a., að íbúðarbyggingar fyrir efnalítið
fólk skuli auknar og að því stefnt, að eigi minna en
þriðjungur af áætlaðri byggingarþörf landsmanna
yrði framvegis byggður á félagslegum grundvelli.
Við undirritun kjarasamninga milli ASÍ og vinnu-
veitenda í febrúar 1976 var yfirlýsingin frá 1974 á-
réttuð af þeirri ríkisstjórn, sem þá var tekin við
völdum. Það markmið, að þriðjungur allra íbúða í
landinu yrði byggður á félagslegum grundvelli, var
síðan tekið inn í ný lög um Húsnæðisstofnun frá
árinu 1980.
Annað stórátak í byggingu íbúðarhúsnæðis, þar
sem stofnunin kom mikið við sögu, var eftir eldgos-
ið í Vestmannaeyjum hinn 23. janúar 1973. Ham-
farirnar eyðilögðu þriðjung af öllu íbúðarhúsnæði í
Eyjum og varð til þess, að um 2500 manns þurftu
að yfirgefa heimili sín. Fyrirmynd að þeirri bygging-
aráætlun voru Breiðholtsframkvæmdirnar frá
1965. Húsnæðismálastjórn afgreiddi umsóknir frá
bæjarstjórn Vestmannaeyja um framkvæmdalán
úr Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði
verkamanna til almennra íbúðabygginga og fé-
lagslegra íbúða af ýmsu tagi, sem allar voru
byggðar innan ramma áætlunarinnar.
ÝMSAR GRUNDVALLARBREYTINGAR
í júlí 1980 tók gildi ný löggjöf, lög nr. 51/1980, um
Húsnæðisstofnun ríkisins. Með henni voru gerðar
margar grundvallarbreytingar á húsnæðismálum
landsmanna og starfsemi stofnunarinnar. Mark-
miðið í kjarasamningunum 1974 um að stefnt skuli
að því, að þriðjungur allra íbúða í landinu verði
byggður á félagslegum grundvelli, var tekið inn í
lögin. Nafni stofnunarinnar var breytt úr Húsnæð-
ismálastofnun ríkisins í Húsnæðisstofnun ríkisins.
Með sömu löggjöf voru veittar nýjar lánveitinga-
heimildir, sem ýmist voru ekki áður fyrir hendi eða
mjög nýjar af nálinni, jafnframt því sem eldri heim-
ildir voru í sumum tilfellum mjög auknar. Má nefna
sem dæmi lán til orkusparandi framkvæmda við
16
j