AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 88
IIIREYKJAVIK
^ AðalsSipulag-Tillaga
1996-2016
Landnotkun-Land Use
Aöalskipulag Reykjavlkur 1996-2016: landnotkunarkort.
meirihluti á framtíðarbyggðarsvæðum. Mikið of-
framboð var af atvinnuhúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu á árunum 1985 til 1990. Nú er komið á
meira jafnvægi á markaðnum og reiknað er með
að byggðir verði að meðaltali um 40-50 þús m2af
atvinnuhúsnæði á skipulagstímanum. Bifreiðaeign
hefur sveiflast nokkuð til á síðustu misserum, náði
hámarki miðað við fjölda íbúa 1988, fór síðan
lækkandi næstu árin, en er nú vaxandi aftur. Um-
ferðarspá til ársins 2008 byggist á óbreyttum for-
sendum um ferðavenjur og þróun umferðar. Þar
sem markmið aðalskipulagsins er að draga úr
væntanlegri aukningu umferðar má líta á umferð-
arspána sem hámarksspá.
BREYTINGAR A LANDNOTKUN OG GAT-
NAKERFI
Ekki er um að ræða verulegar breytingar á land-
notkun innan núverandi byggðar. Helstu breyting-
ar eru á nýbyggða- og framtíðarbyggðasvæðum,
s.s. afmörkun Staðarhverfis og byggðasvæða
austan Vesturlandsvegar, en aðalbreytingin er á
Geldinganesi þar sem nú er sýnt íbúðahverfi aust-
ast á nesinu og Sundabraut færð til vesturs.
Áætlaðar breytingar á aðalgatnakerfinu eru minni
en í núgildandi aðalskipulagi í samræmi við stefnu-
mörkun í samgöngu- og umhverfismálum. Engar
verulegar breytingar eru áætlaðar á aðalgatna-
kerfinu vestan Sæbrautar - Reykjanesbrautar,
nema að Hlíðarfótur og Fossvogsbraut eru felld
niður. A Sæbraut og Reykjanesbraut og þar fyrir
austan er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á
aðalgatnakerfinu frá núverandi ástandi, m.a.
nokkrum mislægum gatnamótum., enda verður
uppbygging á nýjum athafna- og iðnaðarhverfum
nær öll á þessu svæði (sjá kort). Stærsta fram-
kvæmd á aðalgatnakerfinu næstu árin verður
þverun Kleppsvíkur með brú eða undirgöngum.
SKIPULAGSÁÆTLUNIN -ÚTDRÁTTUR
Allt land Reykjavíkur í Grafarvogi og Borgarholti er
nú skipulagt og verður það fullbyggt á næstu 4-5
árum. Skipulagsáætlunin gerir ráð fyrir að nýjar í-
búðir verði aðallega byggðar á framtíðarbyggða-
svæðum austan Vesturlandsvegar og í Geldinga-
nesi. í þessari endurskoðun eru engin sérstök á-
form um uppbyggingu nýrra íbúðahverfa innan nú-
verandi byggðar, en nokkur endurnýjun á sér þó
alltaf stað. í því samhengi er nú unnið að ítar-
legrináttúrufarskönnun á opnum svæðum í borg-
inni, með framtíðarnýtingu í huga. Óbyggðar eru
ennþá rúmlega 100 íbúðir á Skúlagötusvæðinu,
um 50 íbúðir við Kirkjusand og 300 íbúða hverfi er
að rísa í Kirkjutúni. Þá er áætluð nokkur aukning í-
búða í stúdentagörðum. Um 100 íbúðir eru áætl-
aðar í s.k. Bryggjuhverfi sunnan Grafarvogs. Lögð
er áhersla á að eiga landrými innan núverandi
byggðar fyrir nýjar þjónustustofnanir. Samkvæmt
áætlunum aðalskipulagsins verða flest möguleg
byggingarsvæði innan borgarmarka nýtt við lok
skipulagstímabilsins.
í desember 1996 lágu fyrir úrslit í hugmyndasam-
keppni um íbúðabyggð í Grafarholti, sem verður
fyrsta íbúðahverfið austan Vesturlandsvegar. Út-
hlutun á lóðum í því hverfi mun hefjast 1998, en
þar er áætluð 4 til 5 þúsund manna byggð.
Skipulagsáætlunin heldur opnum möguleika á
hvorutveggja, íbúðabyggð og iðnaðar- og þjón-
ustustarfsemi í Geldinganesi. í Eiðsvík verður lögð
áhersla á að gerð verði flutninga- og iðnaðarhöfn í
tengslum við athafnahverfi á Geldinganesi, næst
höfninni. í aðalskipulaginu er gerður fyrirvari um
legu Sundabrautar frá Sæbraut að Gunnunesi og
þar með afmörkun og stærð íbúðahverfis austast í
Geldinganesi.
Á næstu árum mun hverfismiðstöð rísa á Spöng-
inni í Borgarholti. Henni er ætlað að þjóna íbúum
Grafarvogs- og Borgarholtshverfa. í aðalskipulag-
inu er lögð þung áhersla á að Sundabraut yfir
Kleppsvík komi sem fyrst til að greiða fyrir sam-
göngum að þessum hverfum og til að sporna við
því að umferð á Miklubraut aukist. Athafnahverfi
innan núverandi byggðar, sérstaklega í austur-
hluta borgarinnar, eru ennþá vannýtt. Stefnt er að
því að þau verði fullbyggð sem fyrst.
Ný athafnahverfi á Gylfaflöt, á Spöng, Fossa-
leynismýri, suður-Mjódd og Hádegismóum munu
anna eftirspurn eftir nýjum atvinnulóðum á næstu
árum, en til lengri framtíðar litið eru möguleikar til
atvinnuuppbyggingar mestir í Geldinganesi. aust-
urjaðri framtíðarbyggðasvæða við Suðurlandsveg
er gert ráð fyrir að rísi athafna- og iðnaðarhverfi. Á-
ætlað er að vinna sérstaka skipulagsáætlun fyrir
miðborgina í framhaldi af útgáfu þessa aðalskipu-
lags.
86
87