AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 19
íbúðarhús, til umfangsmikilla endurbóta á íbúðar-
húsnæði, til byggingar dvalarheimila, vistheimila
og dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða, til
tækninýjunga o.m.fl. Árið áður, 1979, hafði stofn-
unin einnig tekið við því hlutverki Stofnlánadeildar
landbúnaðarins að annast lánveitingar til íbúða-
bygginga í sveitum landsins.
Með þessari breytingu var svo komið, að Húsnæð-
isstofnunin annaðist, ein allra lánastofnana, veit-
ingu langtímalána til húsnæðismála í landinu. Líf-
eyrissjóðirnir höfðu þær þó enn með höndum, en
starfssvið þeirra hefur þó fyrst og fremst verið á
öðrum vettvangi. í kjölfar þessara breytinga leit-
uðu bændur í auknum mæli eftir kaupum á íbúða-
teikningum hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar, þar
til teiknivinnu var hætt þar árið 1993.
Á árinu 1985 var sérstök ráðgjafarstöð sett á fót í
tæknideild Húsnæðisstofnunar til þess að leysa
vanda þess fólks, sem lenti í „misgenginu" svo-
nefnda, þ.e. þegar laun voru skert árið 1983 á
sama tíma og greiðslubyrði lána vegna húsnæðis-
kaupa og húsbygginga jókst verulega, m.a. vegna
mikillar verðbólgu. í fyrstu átti þetta að vera tíma-
bundin ráðstöfun, en þörfin fyrir ráðgjöf og skuld-
breytingar fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum hefur síst
minnkað og er í raun viðvarandi ástand, sem ekki
síst má rekja til skertra ráðstöfunartekna heimil-
anna og aukins atvinnuleysis. Ráðgjafarstöðin er
því enn starfandi og er nú í þjónustudeild stofn-
unarinnar.
NÝ LÁNAKERFI KOMA TIL SÖGUNNAR
Kjarasamningarnir árið 1986 knúðu á um miklar
breytingar í húsnæðislánakerfinu; nýtt lánakerfi
var tekið upp og lögum breytt um stofnunina. Meg-
inbreytingarnar urðu þær, að fjárhæð lána frá Hús-
næðisstofnun tvöfaldaðist og lánstími var lengdur
í 40 ár. Lífeyrissjóðir skuldbundu sig til að verja allt
að 55% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skulda-
bréfum stofnunarinnar. Það skilyrði var sett fyrir
lánveitingum frá Byggingarsjóði ríkisins að um-
sækjandi hefði greitt í a.m.k. tvö ár til lífeyrissjóðs.
Með tilkomu „húsbréfakerfisins" árið 1989 dró
verulega úr starfsemi þessa húsnæðislánakerfis,
löngum nefnt „86 kerfið". Það var síðan lagt af með
nýjum lögum árið 1991.
í nóvember 1989 hóf „húsbréfakerfið" göngu sína,
en tilgangurinn með því var að breyta fjármögnun
hins almenna íbúðalánakerfis þannig, að í stað
þess að sækja um beint peningalán til Húsnæðis-
stofnunar var tekið upp skuldabréfakerfi þar sem
„lánin" eru í daglegu tali nefnd húsbréfalán. Við
kaup á notaðri íbúð fara viðskiptin þannig fram, að
kaupandi óskar eftir því við Húsnæðisstofnun að
gefa út fasteignaveðbréf á nafni seljanda, sem síð-
an afhendir honum sem greiðslu upp í kaupverð.
Seljandi getur síðan selt stofnuninni bréfið, sem
„Lífeyrissjóðir skuldbundu sig til að
verja allt að 55% af ráðstöfunarfé sínu
til kaupa á skuldabréfum stofnunarinn-
ar. Það skilyrði var sett fyrir lánveiting-
um frá Byggingarsjóði ríkisins að um-
sœkjandi hefði greitt í a.m.k. tvö ár til
lífeyrissjóðs. “
greiðir fyrir það með húsbréfum. Húsbréfin getur
seljandi selt á markaði, átt þau sem sparnað eða
látið þau ganga áfram í næstu íbúðarkaup. Hús-
bréfalán geta í dag verið allt að 70% af matsverði
íbúðar við fyrstu íbúðarkaup, en annars 65%.
Mörg nýmæli fylgdu húsbréfakerfinu. Það skilyrði
var sett fyrir veitingu húsbréfalána að greiðslugeta
umsækjanda væri könnuð áður en lánið væri af-
greitt. Afgreiðslutími styttist verulega, hámarksfyr-
irgreiðsla var meiri en áður, lánstími var styttur;og
vextir voru nokkru hærri en í eldra lánakerfi. Sam-
hliða voru þó teknar upp vaxtabætur, sem jafna
vaxtamuninn í mörgum tilvikum.
AÐRIR ÞÆTTIR í STARFSEMINNI
Hér að framan hefur saga stofnunarinnar og þróun
húsnæðismála sl. 40 ár verið rakin í stórum drátt-
um. Enn er þó nokkurra þátta ógetið og ber þar
fyrst að nefna stuðning Húsnæðisstofnunar við
tækninýjungar í byggingariðnaði. í lögum um Hús-
næðisstofnun frá 1957 er talað um það sem eitt
meginhlutverk hennar að stuðla að umbótum í
byggingariðnaði. Það hlutverk hefur stofnunin oft
og löngum rækt myndarlega, m.a. á síðustu árum,
þegar húsnæðismálastjórn fékk aukna heimild til
að veita fé til tækninýjunga og annarra umbóta í
byggingariðnaði. Stofnunin hefur á undanförnum
árum veitt 10-20 milljónir króna árlega í þennan
málaflokk. Oft og tíðum hefur verið haft náið sam-
starf við Rannsóknarráð íslands (RANNÍS) um
17