AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 20
HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Skipurit.
sameiginlega fjármögnun verkefna. Einnig hefur
stofnunin haft samstarf viö Rannsóknarstofnun
byggingariönaöarins í rannsóknarverkefnum. Loks
hefur Húsnæöisstofnunin ein og sér styrkt verkefni
á vegum einstaklinga, sjálfseignarstofnana, félaga
og annarra aöila. Af öörum verkefnum má geta
þess aö stofnunin hefur stutt dyggilega viö náms-
mannahreyfingarnar en mikil uppbygging hefur
orðið í húsnæöismálum námsmanna síöustu árin,
m.a. ávegum Félagsstofnunar stúdenta, iðnnema-
samtakanna og annarra námsmanna. Þar hefur
Húsnæöisstofnun komiö mjög viö sögu og lagt
þeim lið, meö 90% lánum til byggingar á leiguíbúö-
um fyrir þá. Byggingarsamvinnufélög og félaga-
samtök ýmisskonar, t.d. Búseti, hafa einnig annast
byggingu íbúöa fyrir félagsmenn sína og stofnunin
hefur veitt þeim hámarkslán í því skyni.
SKIPULAGHÚSNÆÐISSTOFNUNAR RÍKISINS í
DAG
Eins og meðfylgjandi skipurit sýnir skiptist stofnun-
in í tvö sviö: rekstrarsvið og lánasviö. Fram-
kvæmdastjóri fer meö daglega stjórn stofnunarinn-
ar, en hefur sér viö hlið rekstrarnefnd, sem skipuö
er framkvæmdastjóra, aöstoöarframkvæmda-
stjóra (sem er yfirmaður lánasviös) og rekstrar-
stjóra (sem er yfirmaður rekstrarsviös og starfs-
mannastjóri stofnunarinnar). Á rekstrarsviöi eru
þrjár deildir: rekstrardeild, tæknideild og þjónustu-
deild. Á lánasviöi eru fjórar deildir: lögfræöideild,
félagsíbúöadeild, verðbréfadeild og húsbréfadeild.
Hinn 1. febrúar 1997 störf-
uöu hjá stofnuninni 57 starfs-
menn í 56,2 stöðugildum.
Samskipti einstakra deilda
stofnunarinnar eru mikil eins
og eftirfarandi dæmi sýna.
Tæknideildin annast tækni-
legar umsagnir, kostnaöar-
eftirlit og lokaúttektir á fé-
lagslegum íbúðabyggingum
vegna framkvæmdalána
Byggingarsjóös verkaman-
na sem félagsíbúðadeild
afgreiöir. Tæknideildin sér
jafnframt um úttektir á íbúö-
um, í tengslum viö nauð-
ungaruppboö,semlögfræði-
deildin annast. Nokkuö er
einnig um verkefni á tækni-
deildinni í tengslum viö end-
urbótalán húsbréfadeildar Byggingarsjóös ríkisins.
í þjónustudeildinni er starfrækt ráögjafastöö.
Starfsfólk hennar tekur aö sér verkefni varöandi
greiöslumat og annaö þess háttar fyrir alla lána-
sjóöi stofnunarinnar. Lögfræöideildin annast ýmis
tilfallandi lögfræðileg verkefni fyrir aörar deildir
stofnunarinnar.
Þegar litiö er til baka, yfir þaö fjörutíu ára tímabil
sem Húsnæöisstofnun ríkisins hefur veriö starf-
rækt, má öllum vera Ijóst aö bylting hefur oröiö í
húsnæöismálum þjóöarinnar. Híbýli landsmanna
voru almennt afar bágborin um miöbik þessarar
aldar, alþýða manna bjó oft viö ömurlegar aöstæö-
ur og öllum var Ijós sá vandi sem viö blasti. Margir
þættir hafa spilað saman og breytt þessu ástandi
eins og rakið hefur verið hér aö framan. Er nú svo
komið aö á íslandi býr fólk viö almennt mjög góðar
aðstæður í húsnæöismálum; híbýli eru vönduö og
fólk býr rúmt í samanburði viö aðrar þjóðir.
Nokkur óvissa er um framtíðarhlutverk Húsnæöis-
stofnunar. Núverandi ríkisstjórn hefur þaö á
stefnuskrá sinni aö flytja starfsemi húsbréfakerfis-
ins í bankana. Ef af verður mun þaö hafa veruleg
áhrif á starfsemi stofnunarinnar. Einnig eru blikur á
lofti meö félagslega íbúöakerfiö. Veriö er aö endur-
skoöa lögin um Byggingarsjóö verkamanna og fé-
lagslegar íbúöir. Brýnt er aö þessi mál skýrist sem
fyrst því óvissa í húsnæðismálum er engum til
góðs. ■
18