AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 29

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 29
frumhönnuð hjá stofnuninni þótt skiljanlega hafi menn orðið fyrir áhrifum úr ýmsum áttum. Síðar komu hins vegar inn á stofnunina sérstök verkefni eins og að hanna íbúðir fyrir aldraða um 1981 og hús fyrir fólk með sérþarfir. Stofnunin hafði að vísu unnið verkefni á þessu sviði talsvert áður, t.d. var gerð könnun á íbúðum fyrir aldraða í Skagafirði 1978 - öldrunarþjónusta (Ásdís Skúla- dóttir og Gylfi Guðjónsson). Upp úr þessu verkefni urðu til mótandi hönnunarreglur fyrir húsnæði aldr- aðra. Einnig voru unnin sérstök verkefni, t.d. í Bol- ungarvík og Keflavík. TEIKNINGAR HÚSNÆÐISSTOFNUNAR Sýnishorn af teikningum Húsnæðisstofnunar voru búnar til á lausum blöðum og látnar liggja frammi hjá byggingarfulltrúum. Síðan var farið út í að gefa þær út í bæklingum. Teikningarnar seldust misvel, en eftir sumum teikningum voru byggð yfir 100 hús. Alls hafa verið byggðar 6,669 íbúðir frá upphafi eft- ir teikningum Húsnæðisstofnunar og skiptast þær eftir tegundum á eftirfarandi hátt: íbúðir í einbýlishúsum 4,079 íbúðir í raðhúsum 1,053 íbúðir í fjölbýlishúsum 1,418 búðir í sambýlishúsum aldraðra 119 Þarna voru samt miklar sveiflur. Þegar mest var þá voru byggð 500 hús á einu ári eftir teikningum stofnunarinnar, en síðan datt þetta niður þegar aft- urkippur varð í byggingarstarfsemi eins og átti sér stað 1968 og 1975. Lengi vel þótti arkitektum það ósanngjörn samkeppni sem Húsnæðissstofnun veitti þeim með niðurgreiddri hönnunarvinnu á þeirra sviði, og það sérstaklega þegar vinna ann- arra tæknimanna var aðkeypt. Talsverðar viðræð- ur áttu sér stað um þessi mál milli Arkitektafélags- ins og Húsnæðisstofnunar. Komust þær svo langt að til er uppkast að samstarfssamningi um fasta samkeppni þessara aðila um týpuhúsateikningar af íbúðarhúsum. Ekki náðist samt samstaða um að hrinda þessu máli í framkvæmd. Frá árinu1974 fækkaði seldum teikningum á vegum Húsnæðis- stofnunar mikið eða í um eða innan við 100 á ári þar til teiknistofan var lögð niður árið 1993 og teiknivinnu hjá tæknideild hætt. Síðan hefur tæknideildin nær eingöngu sinnt kostnaðareftirliti, úttektum vegna lánveitinga til félagslegra íbúða, Á þessu korti af Egilsstöðum eru hús byggð eftir teikningum Húsnæðisstofnunar lituð svört. í mörgum bæjum voru heilar götur og jafnvel hverfi byggð eftir teikningum stofnunarinnar. ráðgjöf og skyldum málum. Verkefni tæknideildar breyttist árið 1974, þannig að þjónusta við stjórn verkamannabústaða, síðan húsnæðisnefndir tóku stöðugt upp fleiri þjónustustörf deildarinnar. ÚTGÁFUSTARFSEMI Á vegum Húsnæðisstofnunar ríkisins hafa verið gefin út fjölmörg rit sem stofnunin hefur bæði unn- ið sjálf og í samvinnu við aðra. Má þar nefna: Ein- angrun íbúðarhúsa, 1964, eftir Guðmund Hall- dórsson verkfræðing; Skipulagning og áætlana- gerð við íbúðarbyggingar, eftir dr. Kjartan Jó- hannsson, 1965; Öldrunarþjónusta í Skagafirði, 1978, eftir Ásdísi Skúladóttur þjóðfélagsfræðing og Gylfa Guðjónsson arkitekt; Tæknimat húsa, 1977, eftir Edgar Guðmundsson verkfr.; Útboð, til- boð og verksamningar, 1985, sem var námskeiðs- efni í iðnþróunarverkefni í byggingariðnaði; Gæði 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.