AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Side 29

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Side 29
frumhönnuð hjá stofnuninni þótt skiljanlega hafi menn orðið fyrir áhrifum úr ýmsum áttum. Síðar komu hins vegar inn á stofnunina sérstök verkefni eins og að hanna íbúðir fyrir aldraða um 1981 og hús fyrir fólk með sérþarfir. Stofnunin hafði að vísu unnið verkefni á þessu sviði talsvert áður, t.d. var gerð könnun á íbúðum fyrir aldraða í Skagafirði 1978 - öldrunarþjónusta (Ásdís Skúla- dóttir og Gylfi Guðjónsson). Upp úr þessu verkefni urðu til mótandi hönnunarreglur fyrir húsnæði aldr- aðra. Einnig voru unnin sérstök verkefni, t.d. í Bol- ungarvík og Keflavík. TEIKNINGAR HÚSNÆÐISSTOFNUNAR Sýnishorn af teikningum Húsnæðisstofnunar voru búnar til á lausum blöðum og látnar liggja frammi hjá byggingarfulltrúum. Síðan var farið út í að gefa þær út í bæklingum. Teikningarnar seldust misvel, en eftir sumum teikningum voru byggð yfir 100 hús. Alls hafa verið byggðar 6,669 íbúðir frá upphafi eft- ir teikningum Húsnæðisstofnunar og skiptast þær eftir tegundum á eftirfarandi hátt: íbúðir í einbýlishúsum 4,079 íbúðir í raðhúsum 1,053 íbúðir í fjölbýlishúsum 1,418 búðir í sambýlishúsum aldraðra 119 Þarna voru samt miklar sveiflur. Þegar mest var þá voru byggð 500 hús á einu ári eftir teikningum stofnunarinnar, en síðan datt þetta niður þegar aft- urkippur varð í byggingarstarfsemi eins og átti sér stað 1968 og 1975. Lengi vel þótti arkitektum það ósanngjörn samkeppni sem Húsnæðissstofnun veitti þeim með niðurgreiddri hönnunarvinnu á þeirra sviði, og það sérstaklega þegar vinna ann- arra tæknimanna var aðkeypt. Talsverðar viðræð- ur áttu sér stað um þessi mál milli Arkitektafélags- ins og Húsnæðisstofnunar. Komust þær svo langt að til er uppkast að samstarfssamningi um fasta samkeppni þessara aðila um týpuhúsateikningar af íbúðarhúsum. Ekki náðist samt samstaða um að hrinda þessu máli í framkvæmd. Frá árinu1974 fækkaði seldum teikningum á vegum Húsnæðis- stofnunar mikið eða í um eða innan við 100 á ári þar til teiknistofan var lögð niður árið 1993 og teiknivinnu hjá tæknideild hætt. Síðan hefur tæknideildin nær eingöngu sinnt kostnaðareftirliti, úttektum vegna lánveitinga til félagslegra íbúða, Á þessu korti af Egilsstöðum eru hús byggð eftir teikningum Húsnæðisstofnunar lituð svört. í mörgum bæjum voru heilar götur og jafnvel hverfi byggð eftir teikningum stofnunarinnar. ráðgjöf og skyldum málum. Verkefni tæknideildar breyttist árið 1974, þannig að þjónusta við stjórn verkamannabústaða, síðan húsnæðisnefndir tóku stöðugt upp fleiri þjónustustörf deildarinnar. ÚTGÁFUSTARFSEMI Á vegum Húsnæðisstofnunar ríkisins hafa verið gefin út fjölmörg rit sem stofnunin hefur bæði unn- ið sjálf og í samvinnu við aðra. Má þar nefna: Ein- angrun íbúðarhúsa, 1964, eftir Guðmund Hall- dórsson verkfræðing; Skipulagning og áætlana- gerð við íbúðarbyggingar, eftir dr. Kjartan Jó- hannsson, 1965; Öldrunarþjónusta í Skagafirði, 1978, eftir Ásdísi Skúladóttur þjóðfélagsfræðing og Gylfa Guðjónsson arkitekt; Tæknimat húsa, 1977, eftir Edgar Guðmundsson verkfr.; Útboð, til- boð og verksamningar, 1985, sem var námskeiðs- efni í iðnþróunarverkefni í byggingariðnaði; Gæði 27

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.