AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 50
Besta tillagan að mati dómnefndar.
í greinargerð sinni segja höfundar þessarar skipu-
lagstillögu m.a.:
„Þú hýri Hafnarfjörður sem horfir móti sól,
þótt hraun þín séu hrjóstrug er hvergi betra skjól.
Þinn fagri fjallahringur með fönn á efstu brún
og hamraborgin háa, á holti gróin tún.“
Þetta þekkta kvæði um Hafnarfjörð lýsir í raun því
landslagi sem við er að eiga í þessu skipulagi og
er ráðandi fyrir útfærslu þessarar skipulagshug-
myndar. Ananrs vegar er það byggðin í hlíðum Ás-
fjalls sem snýr vel við sólu og býður upp á stórkost-
legt útsýni yfir Faxaflóa og aðliggjandi fjallahring.
Hins vegar er það byggðin á Ásvöllum undir hlíð-
um Grísaness og Hamarness, sem einkennist af
láglendi með hrjóstrugu, skjólgóðu hrauni.
Tillagan tekur mið af þeirri sérstöðu skipulags-
svæðisins sem felst í umhverfi Ástjarnar, Ásfjalls,
hraunbreiðunnar og hraunjaðarsins á mörkum
hrauns og hlíðar, sem er leiðandi lína milli fjalls og
fjöru.
Hinni nýju byggð er skipt í tvö skipulagssvæði, tvö
skólahverfi, líkt og forsendur samkeppninnar og
rammaskipulag gera ráð fyrir.
Annað hverfið liggur í hlíðum Ásfjalls. Þar er leitast
við að leggja þétta lágreista byggð eftir legu fjalls-
ins þannig að ásýnd þessarar nýju byggðar verði
ekki yfirþyrmandi í bæjarmyndinni þar sem Ásfjall
er. Byggingarnar verði að mestu leyti 2ja hæða
byggingar í hlíðum fjallsins en á flatri öxlinni um-
hverfis verslun og þjónustusvæðið verði byggðin
2ja til 3ja hæða.
Byggðin umhverfis Grísanesið, Ásvellir, leggst
með hrauninu og tekur mið af hæstu kollum hraun-
breiðunnar sem bæði hefur áhrif á legu gatna og
einstakra húsa. Byggðin þar er einnig að mestu 2ja
hæða en 2ja til 3ja hæða umhverfis kjarnann.
Skipulagssvæðin tvö eru tengd saman með hring-
vegi, tengibraut, sem tengir saman hina nýju
byggð í eina heild og miðlar umferð til og frá ná-
lægum bæjarhlutum. Öll íbúðarbyggð er innan
hringvegarins og teygir sig að fólkvangi og græn-
um útivistarsvæðum." ■
48