AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 13
arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga og bygg-
ingamenn; að ógleymdu fólkinu sjálfu, frumkvæði
þess og krafti. En samþætting þessa þjóðarátaks
og forystuhlutverk hefur, af ríkisins hálfu, verið í
höndum Húsnæðisstofnunar. Félagslegur þanka-
gangur hefur alla tíð verið grundvallaratriði í starf-
semi hennar og hún hefur aldrei haft annarra
hagsmuna að gæta en þeirra, að hún gagnaðist
þjóðinni sem bezt.
ÚRSLITAÁHRIF í ATVINNUMÁLUM
Það mætti víða koma við ef hér ætti að telja dæmi
um öll þau áhrif, sem stofnunin hefur haft með
starfsemi sinni á þjóðlíf hérlendis. Tvisvar hefur
hún haft úrslitaáhrif í atvinnumálum þegar djúp
efnahagskreppa gekk yfir landið. Fyrra skiptið var
á árunum 1967-1969, er ríkisvaldið aflaði henni
mikils fjár, til viðbótar hennar eigin, sem hún lánaði
til stórfelldra íbúðabygginga, m.a. "FB-fram-
kvæmdanna" svonefndu. í síðara sinnið áttu lán-
veitingar hennar mjög stóran þátt í að draga úr at-
vinnuleysi í efnahagslægðinni djúpu, sem nú er
loks nýgengin yfir landið. í bæði skiptin tókst að
forða frá miklum ófarnaði, bæði í byggingariðnað-
inum og tengdum atvinnugreinum; og þótti samt
ýmsum nóg um. Hið sama gerðist í Noregi, þar
sem Húsbanki norska ríkisins hélt uppi at-
vinnustiginu í byggingariðnaði og hliðargreinum
hans. Það gerðist hins vegar hvorki í Finnlandi né
Svíþjóð, þar sem lánveitingar hinna ríkisreknu
húsnæðisstofnana höfðu verið lagðar niður, með
geigvænlegum afleiðingum, m.a. vegna stórfellds
atvinnuleysis og stórhækkaðra útlánsvaxta hjá
bönkum og sparisjóðum.
ÚRELDING ÍBÚÐA
Það er eins og sumum finnist, um þessar mundir,
að íslendingar hafi „lokið sér af" í húsnæðismálun-
um og nú þurfi þjóðin ekki að hugsa um þau aftur í
bráð. En það er mikil meinvilla. í raun og veru er
aðeins fyrstu umferð lokið og þegar tímabært að
hugsa fyrir þeirri næstu. Á komandi áratugum og á
næstu öld hlýtur að eiga sér stað gerbreyting á
húsakosti landsmanna. Bæði mun mikill fjöldi í-
búða ganga úr sér; íbúðir, sem voru misjafnlega
hannaðar og byggðar af vanefnum, vegna skorts á
byggingarefnum, fjármunum og verkþekkingu.
Þær eru börn síns tíma og því hlýtur ýmis gangur
að vera á því hve vel þær henta fjölskyldum sam-
tímans og framtíðarinnar. Þeir tímar fara í hönd, að
úrelda þarf mikinn fjölda slíkra íbúða og reisa aðr-
ar í staðinn, sem sniðnar eru að þörfum og sjónar-
miðum ungra fjölskyldna, bæði hvað varðar innra
skipulag, útlit, nánasta umhverfi og reksturskostn-
að. Að sjálfsögðu þarf ríkisvaldið að hafa frum-
kvæði og forystu um þá þróun, a.m.k. er harla ólík-
legt að viðskiptabankarnir hafi burði til þess. Og þá
þarf sú stofnun að vera fyrir hendi, sem getur ann-
azt það verkefni, m.a. í nánu samstarfi við sér-
fræðingafélögin í þessari atvinnugrein.
FRAMTÍÐARHLUTVERK
Húsnæðisstofnunin stendur frammi fyrir stórfelld-
um verkefnum á þeim tímum, sem í hönd fara. Hún
þarf að beita sér fyrir:
■ vandaðri íbúðahönnun, samfara hóflegum
byggingarkostnaði íbúða;
■ endurbótum á eldra íbúðarhúsnæði og úreld-
ingu þess, sem ekki svarar lengur kröfum tím-
ans;
■ því, að þjóðin öll búi við sem mestan jöfnuð
varðandi gæði húsnæðis, verð og kostnað við
rekstur þess, er fari ekki yfir hófleg mörk;
■ því, að ungu fólki gefist kostur á að byggja /
kaupa almennar fjölskylduíbúðir á viðráðanleg-
um kjörum með húsnæðislánum, sem unnt er
að greiða niður með launum fyrir eðlilegan
vinnutíma;
■ því, að sérstakir hópar (s.s. gamalt fólk, náms-
menn, öryrkjar, einstæðingar með börn, o.fl.) fái
sem hagstæðasta úrlausn sinna mála;
■ því, að nánasta umhverfi íbúða í byggðarlögun-
um verði fegrað og friðað, svo að fólk geti notið
þar góðs og vandaðs mannlífs, án skarkala og
mengunar;
■ því, að byggingarlist hérlendis fái stóraukið
vægi, einkum í húsnæðismálum og nánasta
umhverfi íbúða í byggðarlögunum;
■ því, að skipulagning íbúðahverfa og gerð íbúða
taki meira mið af því erfiða, norðlæga veðurfari,
sem landsmenn búa við.
Öllum þessum mikilvægu markmiðum verður ekki
sinnt nema fyrir hendi sé öflug ríkisstofnun, er hafi
þau á sinni könnu, í náinni samvinnu við hlutaðeig-
andi aðila, svo sem verið hefur. Svo mikið er a.m.k.
víst, að ef svo verður ekki, er hætt við að margt fari
á verri veg, svo sem gerðist í Finnlandi og Svíþjóð.
Vonandi ber íslenzka þjóðin gæfu til að reka áfram,
um ókomin ár, þá velferðarstefnu í húsnæðismál-
um, sem gert hefur verið til þessa. Þá mun henni
farnast vel. ■
11