AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 92
ÁSDÍS HLÖKK THEÓDÓRSDÓTTIR SKIPULAGSFRÆÐINGUR
SAMTOK evrópskra skipu-
lagsfræðinga og félag skipu-
lagsfræðinga á Islandi
S„European Council of Town Planners"
(ECTP), voru stofnuð árið 1985. Aðild
að samtökunum eiga fagfélög skipu-
lagsfræðinga í Evrópu. Hlutverk sam-
takanna er að skapa sameiginlegan vettvang fyrir
skipulagsfræðinga innan Evrópusambandsins.
Einnig að vinna að skilgreiningum á verksviði og
menntunarkröfum þeirra sem starfa að skipulags-
málum í aðildarlöndum Evrópusambandsins
vegna viðurkenningar á starfsréttindum á milli að-
ildarlandanna.
í stefnuskrá Samtaka evrópskra skipulagsfræð-
inga kemur m.a. fram eftirfarandi:
Bent er á mikilvægi ákvarðana um eðlisrænt, fé-
lagslegt og hagrænt skipulag landa og svæða,
þéttbýlis og dreifbýlis fyrir almenning og stjórnvöld.
Bent er á hlutverk skipulagsfræðinnar („physical
land use planning") að takast á við það verkefni að
bæta og viðhalda góðu umhverfi á öllum skipu-
lagsstigum og að taka tillit til eðlisrænna, félags-
legra og hagrænna þátta.
Bent er á að hæfni skipulagsfræðinnar til að takast
á við þetta hlutverk velti á því að til séu færir og á-
byrgir skipulagsfræðingar til að sinna þeirri vinnu á
öllum skipulagsstigum og í opinbera og einkageir-
anum.
Bent er á að það sé í þágu almannahagsmuna að
skýrar kröfur séu gerðar til skipulagsfræðinga um
menntun og reynslu.
Minnt er á að engar lagalegar hindranir eru á flutn-
ingi vinnuafls skipulagsfræðinga milli aðildarlanda
Evrópusambandsins, en mismunandi sé eftir að-
ildarlöndum hvernig hlutverk, viðfangsefni, mennt-
un, siða- og starfsreglur skipulagsfræðinga eru
skilgreind.
Samtök evrópskra skipulagsfræðinga hafa samið
leiðbeinandi reglur um hlutverk og starfssvið
skipulagsfræðinga. Miðað er við að í reglunum
komi fram lágmarkskröfur til skipulagsfræðinga
innan Evrópusambandsins og að þeir sem þær
uppfylla hljóti viðurkenningu sem skipulagsfræð-
ingar í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins.
Þessar reglur taka fyrst og fremst mið af þremur
þáttum og hefur hver þeirra verið skilgreindur og
útfærður, en þeir eru:
Starfssvið skipulagsfræðinga, viðfangsefni, eðli og
umfang.
Skilgreining menntunar og þjálfunar í skipulags-
fræðum.
Siða- og starfsreglur skipulagsfræðinga.
Samtök evrópskra skipulagsfræðinga skulu einnig
vinna að því að kröfur í einstökum aðildarlöndum
til menntunar, þjálfunar og siða- og starfsreglna
skipulagsfræðinga verði samræmdar. Einnig
vinna samtökin að því að efla samvinnu fagfélaga
skipulagsfræðinga sín á milli og við önnur samtök
og stofnanir. Ennfremur vinna Samtök evrópskra
skipulagsfræðinga að því að skilgreina helstu við-
fangsefni innan Evrópusambandsins á sviði um-
hverfis- og skipulagsmála og vinna að tillögum í
þeim efnum.
Félag skipulagsfræðinga hér á landi er jafngamalt
Evrópusamtökunum, stofnað árið 1985. Þáttaskil
urðu í starfi félagsins og stöðu stéttar skipulags-
fræðinga á vordögum 1996 þegar samþykkt voru
lög á Alþingi um löggildingu starfsheitis skipulags-
fræðinga. Nú hefur Félag skipulagsfræðinga sett
reglur um nám sem leiðir til fullnaðarmenntunar í
skipulagsfræðum í samræmi við lögin frá 1996.
Reglur þessar hafa verið staðfestar af iðnaðar-
ráðuneytinu og birtar í Stjórnartíðindum. Við
vinnslu reglnanna hefur verið haft samráð við
Samtök evrópskra skipulagsfræðinga sem og að-
ildarfélög skipulagsfræðinga í einstökum Evrópu-
löndum. Gott og náið samstarf við systursamtök
félagsins í öðrum löndum er viðgangi skipulags-
mála hér á landi mjög mikilvægt og stefnir Félag
90