AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 92

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 92
ÁSDÍS HLÖKK THEÓDÓRSDÓTTIR SKIPULAGSFRÆÐINGUR SAMTOK evrópskra skipu- lagsfræðinga og félag skipu- lagsfræðinga á Islandi S„European Council of Town Planners" (ECTP), voru stofnuð árið 1985. Aðild að samtökunum eiga fagfélög skipu- lagsfræðinga í Evrópu. Hlutverk sam- takanna er að skapa sameiginlegan vettvang fyrir skipulagsfræðinga innan Evrópusambandsins. Einnig að vinna að skilgreiningum á verksviði og menntunarkröfum þeirra sem starfa að skipulags- málum í aðildarlöndum Evrópusambandsins vegna viðurkenningar á starfsréttindum á milli að- ildarlandanna. í stefnuskrá Samtaka evrópskra skipulagsfræð- inga kemur m.a. fram eftirfarandi: Bent er á mikilvægi ákvarðana um eðlisrænt, fé- lagslegt og hagrænt skipulag landa og svæða, þéttbýlis og dreifbýlis fyrir almenning og stjórnvöld. Bent er á hlutverk skipulagsfræðinnar („physical land use planning") að takast á við það verkefni að bæta og viðhalda góðu umhverfi á öllum skipu- lagsstigum og að taka tillit til eðlisrænna, félags- legra og hagrænna þátta. Bent er á að hæfni skipulagsfræðinnar til að takast á við þetta hlutverk velti á því að til séu færir og á- byrgir skipulagsfræðingar til að sinna þeirri vinnu á öllum skipulagsstigum og í opinbera og einkageir- anum. Bent er á að það sé í þágu almannahagsmuna að skýrar kröfur séu gerðar til skipulagsfræðinga um menntun og reynslu. Minnt er á að engar lagalegar hindranir eru á flutn- ingi vinnuafls skipulagsfræðinga milli aðildarlanda Evrópusambandsins, en mismunandi sé eftir að- ildarlöndum hvernig hlutverk, viðfangsefni, mennt- un, siða- og starfsreglur skipulagsfræðinga eru skilgreind. Samtök evrópskra skipulagsfræðinga hafa samið leiðbeinandi reglur um hlutverk og starfssvið skipulagsfræðinga. Miðað er við að í reglunum komi fram lágmarkskröfur til skipulagsfræðinga innan Evrópusambandsins og að þeir sem þær uppfylla hljóti viðurkenningu sem skipulagsfræð- ingar í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins. Þessar reglur taka fyrst og fremst mið af þremur þáttum og hefur hver þeirra verið skilgreindur og útfærður, en þeir eru: Starfssvið skipulagsfræðinga, viðfangsefni, eðli og umfang. Skilgreining menntunar og þjálfunar í skipulags- fræðum. Siða- og starfsreglur skipulagsfræðinga. Samtök evrópskra skipulagsfræðinga skulu einnig vinna að því að kröfur í einstökum aðildarlöndum til menntunar, þjálfunar og siða- og starfsreglna skipulagsfræðinga verði samræmdar. Einnig vinna samtökin að því að efla samvinnu fagfélaga skipulagsfræðinga sín á milli og við önnur samtök og stofnanir. Ennfremur vinna Samtök evrópskra skipulagsfræðinga að því að skilgreina helstu við- fangsefni innan Evrópusambandsins á sviði um- hverfis- og skipulagsmála og vinna að tillögum í þeim efnum. Félag skipulagsfræðinga hér á landi er jafngamalt Evrópusamtökunum, stofnað árið 1985. Þáttaskil urðu í starfi félagsins og stöðu stéttar skipulags- fræðinga á vordögum 1996 þegar samþykkt voru lög á Alþingi um löggildingu starfsheitis skipulags- fræðinga. Nú hefur Félag skipulagsfræðinga sett reglur um nám sem leiðir til fullnaðarmenntunar í skipulagsfræðum í samræmi við lögin frá 1996. Reglur þessar hafa verið staðfestar af iðnaðar- ráðuneytinu og birtar í Stjórnartíðindum. Við vinnslu reglnanna hefur verið haft samráð við Samtök evrópskra skipulagsfræðinga sem og að- ildarfélög skipulagsfræðinga í einstökum Evrópu- löndum. Gott og náið samstarf við systursamtök félagsins í öðrum löndum er viðgangi skipulags- mála hér á landi mjög mikilvægt og stefnir Félag 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.