AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 57
I keppnislýsingu voru settar fram nýjar hugmyndir
í skipulagi, sem þátttakendur túlkuöu hver á sinn
hátt, oft meö athyglisverðum árangri. Sú hug-
mynd, sem viö höfum valið til fyrstu verðlauna,
uppfyllir vel væntingar okkar. Hún er í senn nýstár-
leg, lýðræðisleg og fjölbreytileg. Það er því niður-
staða dómnefndar að nokkuð vel hafi tekist til og
að ýmsar góðar hugmyndir og athugasemdir megi
nýta í framhaldsvinnu við skipulagið.
Dómnefnd flytur tillöguhöfundum kærar þakkir fyr-
ir þeirra framlag og óskar verðlaunahöfundum til
hamingju með árangurinn. Ritara dómnefndar,
trúnaðarmanni og ráðgjöfum er þakkað ánægju-
legt og gott samstarf.
Dómnefnd er sannfærð um að framhald skipulags-
vinnu á Grafarholti verður spennandi, en leggur á-
herslu á að stjórna verður því verki vel á öllum stig-
um máls, ekki síst á skipulags- og hönnunarstigi,
til að vel takist til og á nýrri öld og nýju árþúsundi
verði þar til íbúðabyggð, sem stuðlar að vellíðan
fólksins, sem þar mun búa. F.h. dómnefndar,
Guðrún Ágústsdóttir, formaður.
2 verðlaun.
AÐDRAGANDI
Byggingarland innan borgarmarka Reykjavíkur er
takmarkað. í endurskoðun aðalskipulags Reykja-
víkur 1996 - 2016, sem nú er unnið að, er gert ráð
fyrir að nýbyggingasvæði bæði vestan Vestur-
landsvegar og sunnan Suðurlandsvegar verði full-
nýtt. íbúðabyggð á Grafarholti er nýtt landnám, í
fyrsta sinn er skipulögð byggð austan Vestur-
landsvegar. Það var því við hæfi að efna til hug-
myndasamkeppni um skipulag þessarar nýju
byggðar. Grafarholt er um margt afar sérstakt og
fallegt frá náttúrunnar hendi við jaðar góðra og
notalegra útivistarsvæða, sem borgarbúar nýta
sér í vaxandi mæli.
Á fundi borgarráðs Reykjavíkur 20. desember
1994 var samþykkt að tillögu skipulagsnefndar að
hefja undirbúning skipulagssamkeppni austan
Vesturlandsvegar, nánar tiltekið í Hamrahlíðar-
löndum. Leiddi sú undirbúningsvinna til þess m.a.
að rétt þótti að láta samkeppnina taka til byggðar
á Grafarholti og 4. júlí 1995 skipaði borgarráð full-
trúa sína í dómnefnd í samkeppni um skipulag á
Grafarholti
Markmiðið með samkeppninni var að fá fram góð-
3 verðlaun.
Tillaga nr. 5.
Tillaga nr. 7.
55