AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 11
G E S T U R ÓLAFSSON MENNING A ALDAMOTAARI íslenskri oröabók Máls og menningar, sem ég nota stundum til aö slá upp torskildum oröum, er aö finna skilgreiningu á orðinu menning. Þar stendur m.a. aö menning sé þroski mann- legra eiginleika mannsins, þjálfun mannsins, þjálfun hugans, verkleg kunnátta, andlegt líf, sameiginlegur arfur, rótgróinn háttur (umgengnis- menning, umferöarmenning, líkamsmenning), manndómur eöa mannskapur. í þessari upptaln- ingu er ekki minnst einu orði á listir, en vera kann aö hægt sé aö flokka þær undir einhverja þá grein sem þarna er talin upp. Borgarmenning er á öörum stað í þessari orðabók skilgreind sem menning borgarastéttar. Umhverfismenningu er þarna hver- gi að finna, enda talsverð nýlunda hér á landi aö hugsaö sé um umhverfi og gerö þéttbýlis í heild í þessu samhengi. Þaö er stórt orö Hákot og ekki er þaö minna fyrir Reykjavík aö heita menningarborg Evrópu áriö 2000. Undanfarna áratugi hefur Reykjavík veriö aö reyna að brjótast undan því aö vera danskur sveitabær og segja má aö eitt mikilvægasta viö- fangsefni borgarinnar næstu áratugina veröi aö tengjast aöliggjandi byggö á höfuöborgarsvæöinu á viðunandi hátt. Jafnframt þessu þarf borgin ótví- rætt aö gegna forystuhlutverki á ótal sviðum til þess aö geta heitið höfuðborg íslands. Hér skiptir miklu aö hafa bæöi menningu og listir að leiöar- Ijósi. Sjálfur er ég alinn upp viö þá trú aö til þess aö einhver mannleg athöfn geti talist til menningar þá þurfi viðkomandi að hafa lagt metnað í verkið eöa sýnt því alúð. Samkvæmt þessu getur einhver „hrákasmíði" t.d. aldrei talist til menningar, hversu gömul sem hún annars veröur jafnvel þótt einhver geti grætt á henni peninga. Til þess aö úr veröi list þurfi menn líka aö gefa eitthvað af sálu sinni í verk- iö - eöa einhvern neista, sem þó dugir oft ekki til. Þarna er okkur því talsverður vandi á höndum. Um fátt hefir verið meira deilt og lengur hér á landi en hvaö sé list og hvaö ekki, hvaða listgreinar séu alvörulist sem skuli styrkja af almannafé og hverj- ar ekki - aö ekki sé talað um einstaka listamenn. Oft er þessi umræöa samt ekki mikið annað en vandræöalegt brölt við aö komast aö einhverri jötu, eöa tilraun til þess aö halda einhverjum hópum eöa einstaklingum frá henni og kemur menningu eða listum lítiö viö. Þaö sem hins vegar hefur skort í þessu ölduróti er víösýn menningarstefna þeirra opinberu aðila sem viö höfum treyst fyrir fjárfor- ræði í þessum efnum. Þannig stefna þarf aö hefja sig upp yfir askröndina og opna okkur leiöir til auk- inna gagnkvæmra samskipta viö þaö besta sem er aö gerast í þessum efnum hvar sem er í heiminum. Fátt getur veriö mikilvægari vöggugjöf handa okk- ur sjálfum og afkomendum okkar í upphafi nýrrar aldar en aö stórefla menningu og listir í sameigin- legri höfuöborg og tengsl okkar við umheiminn til þess aö hvetja okkur til nýrra dáöa og gera daglegt líf bæöi fallegra, betra og skemmtilegra. Þegar til lengri tíma er litið þá er þaö það sem skiptir máli, en ekki hvort viö höfum grætt eöa tapað milljarðin- um meira eöa minna. Tími íslandsbersanna er vonandi liöinn. í akkorðssamfélagi nútímans þar sem flest er met- iö upp á peninga þurfum viö líka að hafa eitthvað innihald eöa tilgang annan en þann aö reyna að græöa sem mest til aö kaupa ódýra sólarlandaferð eða eitthvert dót á næstu útsölu. Sú staðreynd aö mörg hundruö íslendingar reyna nú á hverju ári aö stytta sér aldur í tilgangsleysi samtímans ætti að vera okkur hvatning til nýrra átaka, ekki síst á þessu sviði. Hugsanlega getur aukin áhersla á menningu og listir opnaö okkur leið inn í bæöi fall- egri, menningarlegri og skemmtilegri öld en þá sem nú er aö Ijúka. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.