AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 60

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 60
atriði, að þegar litið er til norðurlandanna þá er meginþorri tónlistarhúsa þar nýttur fyrir ráðstefnu- aðstöðu en fundaraðstaðan er höfð á öðrum stöð- um í bænum. Tónlistarhúsin eru því nýtt þegar safna þarf saman öllum ráðstefnuaðilum, t.d. við setningu og slit. Þetta á m.a. við um tónlistarhús- in: Finlandia í Helsinki, Grieghallen í Bergen, Konserthuset i Osló, Olavshallen í Þrándheimi, og einnig tónlistarhúsin í Gautaborg, Norrköping, Váxjö og Kalmar. Ef hins vegar er óskað eftir þessari fundaraðstöðu í beinum tengslum við tónlistarhúsið í Laugardaln- um þá er það auðsótt. Hugmyndafræði tónlistarhússins býður sérlega vel upp á þessa möguleika, og það er ótækt að slíkt hafi ekki verið athugað á sama hátt og við hina val- kostina. VARÐANDI ATRIÐI NR. 4 Eins og áður var getið eru myndarleg og aðlað- andi anddyri og veitingaaðstaða sjálfsagður og óaðskiljanlegur hluti tónlistarhúsa og skapa virðu- legan ramma í kringum móttökur og aðra starf- semi. Að gera ráð fyrir að fólk ferðist milli húsa til að þiggja veitingar er mjög skammsýnt, og eru Borgarleikhúsið og Hús Verslunarinnar nærtæk dæmi um hvernig það gengur. Veitingasalur og anddyri tónlistarhúss eru óaðskiljanleg. Þau auðga hvort annað og skapa eðlilegan og líflegan ramma í kringum þá starfsemi sem fram fer í húsinu. Undirritaður (og sjálfsagt aðrir) á erfitt með að sjá það sem hlutverk tónlistarhúss þjóðarinnar að fjár- magna eða standa undir veitingarekstri „einkafyrir- tækja" svo sem annaðhvort Perlunnar eða Hótel Sögu. STAÐSETNINGIN í LAUGARDAL Það eru í meginatriðum eftirfarandi atriði sem óskast athuguð gaumgæfilega: 1. Staðsetning í Laugardal 2. Forsögn 3. Aðstaða til ráðstefnuhalds VARÐANDI ATRIÐI NR. 1 (staðsetning í Laugar- dal) Að undanfarinni samkeppni um tónlistarhús á ís- landi árið 1986 voru gerðar ítarlegar athuganir varðandi staðsetningu byggingarinnar. Öskjuhlíð, Reykjavíkurhöfn, Skúlagata, Miklatún og fleiri lóðir voru athugaðar. Samtök um byggingu tónlistar- húss og þáverandi forsagnarnefnd komust ein róma að því að Laugardalurinn væri best til fallinn. Á þessum 11 árum hefur Laugardalurinn dafnað meira en nokkurn hafði grunað og þorað að vona. Mikil gróðursæld í Laugardal, falleg fjallasýn á móti Esju, og næg bílastæði eru mikilvægir þættir við mótun menningarstofnunar á borð við tónlistarhús. Einnig er mikilvægt að hafa í huga stækkun Reykjavíkursvæðisins í austur (að Korpúlfsstöð- um) og að allar aðkomuleiðir að Reykjavík liggja í nágrenni við Laugardalinn. Laugardalurinn er orðinn og verður æ meiri mið- punktur á stór-Reykjavíkur-svæðinu, með góðri aðalæðatengingu sem ekki býður upp á umferðar- öngþveiti. í mikilli uppbyggingu Reykjavíkur er Laugardalur- inn einnig orðinn nánast eina stóra griðasvæðið sem kærkomið grænt lunga í miðri Reykjavík. Laugardalurinn býður upp á útivist bæði að sumri og vetri og vantar í raun veitingaaðstöðu og sýn- ingaraðstöðu, svo og möguleika á útitónleikum. Þessa sérstöðu getur tónlistarhúsið boðið upp á sbr. tónlistarhúsið í Árósum sem einnig liggur steinsnar frá miðbæ Árósa. Árósahúsið er mikið notað sem kaffihús allan daginn, m.a. vegna glæs- ilegs rýmis og grænu svæðanna í kringum húsið. VARÐANDI ATRIÐI NR. 2 (forsögn) Forsögn sú sem framsett er í „álitsgerð nefndar um tónlistarhús" er í höfuðatriðum nákvæmlega sú sama og sú sem stuðst var við í Norrænni sam- keppni um tónlistarhús á íslandi. í álitsgerðinni er því ekki um að ræða nýja forsögn eða nýjar for- sagnarlegar forsendur fyrir tónlistarhúsið. Vinn- ingstillaga undirritaðs studdist við þessa forsögn í samkeppninni, og byggingin var teiknuð eftir henni. Síðar var farið út í hagræðingu til að að laga bygginguna betur óperuflutningi og þær tillögur lagðar fram fyrir byggingarnefnd. Vegna allrar for- vinnunnar í samkeppninni er því einfalt mál að að- laga bygginguna aftur samkeppnisforsögninni (þ.e.nýskilgreindri forsögn í álitsgerðinni), án þess að meginhugmyndarfræðin skerðist. VARÐANDI ATRIÐ NR. 3. (ráðstefnuhald) Fyrir alllöngu komu upp hugmyndir um ráðstefnu- hald í tengslum við tónlistarhúsið til að geta nýtt stóra og litla sal. (Undirritaður var einnig fenginn til að athuga þetta nánar í sambandi við hugmyndir um að flytja bygginguna niður á höfn.) Það skal einnig endurtekið að í vinnu við byggingarnefndar- teikningar urðu báðir salir aðlagaðir möguleikum á ráðstefnuhaldi. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.