AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Blaðsíða 35
Libby's, Vals eða Heinz. Hvernig menningarborg viljum við hafa? Reykjavík hefur veriö valin menningar- borg áriö 2000 og viö viljum óska öll- um landsmönnum hjartanlega til ham- ingju meö þessa útnefningu. íslend- ingum hefur, meö öðrum orðum, veriö afhent flík og okkar er aö fylla út í hana. VANGAVELTURNAR? Hvað er þaö sem vakir fyrir borg sem sækist eftir þessum titli? Og hvaö felst í því aö þiggja þennan titil? Erum viö tilbúin aö axla þá ábyrgö sem titlin- um fylgir? Heföum viö kannski átt aö afþakka hann vegna þess aö viö séum ekki reiðubúin? Höf- um viö djúpan skilning og áhuga á menningu og ef svo er ekki, ætlum viö aö öðlast hann fyrir alda- mót? Hvaö ætlum viö að gera og fyrir hverja? Hvernig menning er á íslandi í dag og skiptir það útnefninguna einhverju máli? Og hvernig er það annars, ætli þetta þýöi aö nóg sé að sinna menn- ingunni áriö 2000, í eitt skipti fyrir öll af því aö ein- hver önnur borg fær titilinn hvort eö er næsta ár? HÆTTAN? Ef menningin stendur einungis yfir í eitt ár er til- hneigingin aö skellt veröi upp allsherjar skemmti- prógrammi, ætluöu fyrir alla. Ekkert skuli hugsaö til langtíma. Ofgnótt framboös getur líka verið erfiö og hætta á yfirborðskenndri yfirferö áhorfenda vegna tímaskorts. Dæmi til stuðnings og útskýringar gæti veriö alþjóðlega myndlistar- sýningin Dokumenta sem féll ekki í kramið á síðasta ári, líklega vegna þess aö verk- in voru óvenjugóð og aö miklu leyti laus viö tísku og súperstjörnur. Eins gæti þaö gerst sem er sérstak- lega hætt smáþjóö þar sem allir þekkja alla og fæsta að góöu einu, aö til þess aö öllum sé haldið ánægöum veröi farinn enda- laus millivegur, enginn þori aö taka af- stööu svo einhver móögist nú ekki. Fariö veröi því eins og köttur í kringum heitan graut og passaö sig á aö snerta nú ekki við kjarnanum en rótaö upp endalausu hismi. STAÐAN? Þegar viö íslendingar spjöllum saman um menn- ingu lands okkar skjótum viö því gjarnan aö: viö höfum jú Eddurnar og víkingana og Laxness-", allt vísar til fortíðar en tilfinningin fyrir nútímanum er sáralítil. Eölilega. Visjónerar íslensks nútíma flýja nefnilega land vegna skilnings- og áhugaleysis okkar og meðal- mennskan ræður því ríkjum á öllum sviöum menn- ingarinnar. ísland er í æsku sinnar menningar sem þarf ekki aö vera sá galli og uppspretta minnimátt- arkenndar sem henni er ætlað öllu jöfnu. Við get- um aö miklu leyti verið þakklát fyrir aö vera ekki bundin á sömu klafa og t.d. Þjóðverjar, Frakkar og ítalir sem komast erfiölega undan sögu sinnar menningar og allir ferskir vindar eru litnir hornauga því þeir passa ekki inn í menningarlega vitund þjóöarinnar. Ef við horfumst í augu viö þaö aö okkar gullöld rann sitt skeið á enda fyrir tæpu árþúsundi og viö síðan þá verið nýlenda í Þyrnirósarsvefni, getum við tekiö höndum saman um aö byggja upp. Við er- um smáþjóö og þaö sem viö getum ekki gert ímyndum viö okkur aö viö getum gert. Viö höfum lifað í lyginni aö um æöar okk- ar renni blátt blóö og sérhvert okk- ar geti hiö minnsta hoppað hæö sína í fullum herklæðum. Þörf- in fyrir að sanna þaö sífellt hvert fyrir ööru sýnir þetta hverjum sem horfa vill. Þaö er lítið mál að verða þekktur á íslandi og í slíkum smábæ sem Reykjavík er ákaflega auðvelt aö verða frægur. En svo virðist sem Akkilesar- hæll íslenskrar menningar sé ein- mitt falinn í skorti á samanburöi eöa þá meö samanburði viö aöra eins eöa Hildur Jónsdóttir, 1998 33 RAGNAR GESTSSON / HILDUR JÓNSDÓTTIR, MYNDLISTARNEMAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.